Dulbjuggu sig og myrtu palestínska vígamenn á spítala Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. janúar 2024 12:58 Starfsmaður Ibn Sina spítalans fer yfir myndband úr öryggismyndavél þar sem má sjá ísraelsku sérsveitarmennina. AP Photo/Majdi Mohammed Ísraelskir sérsveitarliðar dulbjuggu sig sem heilbrigðisstarfsmenn og myrtu þrjá palestínska menn á spítala á Vesturbakkanum í Palestínu í morgun. Ísraelsk yfirvöld segja að um hryðjuverkamenn hafi verið að ræða. Á myndböndum sem birst hafa í erlendum miðlum í dag má sjá sérsveitarliðana askvaðandi á gangi spítalans með riffla á lofti. Palestínsk heilbrigðisyfirvöld saka Ísraelsmenn um að fremja voðaverk á palestínskum spítölum. Þá hefur BBC eftir Hamas samtökunum að Ísraelar hafi tekið af lífi þrjá herliða á spítalanum, þar af einn á vegum samtakanna. Þá segja samtökin að hann hafi verið að leita sér læknisaðstoðar á spítalanum. Hinir tveir eru sagðir hafa verið liðsmenn annars vígahóps, sem kenndur er við Palestinian Islamic Jihad. Upptakan hér að neðan af vef BBC er úr öryggismyndavél spítalans. Einn hafi skipulagt 7. október Í tilkynningu frá ísraelska hernum segir að einn þeirra sem myrtur hafi verið á spítalanum hafi verið vígamaður á vegum Hamas, sem skipulagt hafi hryðjuverkaárásirnar í suðurhluta Ísrael þann 7. október síðastliðnum. Rúmlega 1300 manns létust í þeirri árás og voru 250 manns teknir sem gíslar Hamas samtakanna. Fram kemur í frétt miðilsins að spennustigið á Vesturbakkanum sé hátt. Það hafi risið hratt í kjölfar voðaverka Hamas liða í suðurhluta Ísrael þann 7. október síðastliðnum og eftir mannskæðar hefndaraðgerðir Ísraela á Gasa. Í þeim aðgerðum hafa 26.600 Palestínumenn látist, að mestu konu og börn. Ísraelsmenn hafi síðan 7. október drepið í hið minnsta 357 manns á Vesturbakkanum, vígamenn jafnt og almenna borgara, á meðan ísraelskir landnemar hafa drepið átta manns, samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna. Þá hafa tíu Ísraelsmenn látist vegna átaka á Vesturbakkanum og í Ísrael. Aðkoman á spítalanum eftir árás ísraelsku sérsveitarinnar. AP Photo/Majdi Mohammed Þrír vígamenn dóu eftir árás sérsveitarinnar.AP Photo/Majdi Mohammed Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Sjá meira
Á myndböndum sem birst hafa í erlendum miðlum í dag má sjá sérsveitarliðana askvaðandi á gangi spítalans með riffla á lofti. Palestínsk heilbrigðisyfirvöld saka Ísraelsmenn um að fremja voðaverk á palestínskum spítölum. Þá hefur BBC eftir Hamas samtökunum að Ísraelar hafi tekið af lífi þrjá herliða á spítalanum, þar af einn á vegum samtakanna. Þá segja samtökin að hann hafi verið að leita sér læknisaðstoðar á spítalanum. Hinir tveir eru sagðir hafa verið liðsmenn annars vígahóps, sem kenndur er við Palestinian Islamic Jihad. Upptakan hér að neðan af vef BBC er úr öryggismyndavél spítalans. Einn hafi skipulagt 7. október Í tilkynningu frá ísraelska hernum segir að einn þeirra sem myrtur hafi verið á spítalanum hafi verið vígamaður á vegum Hamas, sem skipulagt hafi hryðjuverkaárásirnar í suðurhluta Ísrael þann 7. október síðastliðnum. Rúmlega 1300 manns létust í þeirri árás og voru 250 manns teknir sem gíslar Hamas samtakanna. Fram kemur í frétt miðilsins að spennustigið á Vesturbakkanum sé hátt. Það hafi risið hratt í kjölfar voðaverka Hamas liða í suðurhluta Ísrael þann 7. október síðastliðnum og eftir mannskæðar hefndaraðgerðir Ísraela á Gasa. Í þeim aðgerðum hafa 26.600 Palestínumenn látist, að mestu konu og börn. Ísraelsmenn hafi síðan 7. október drepið í hið minnsta 357 manns á Vesturbakkanum, vígamenn jafnt og almenna borgara, á meðan ísraelskir landnemar hafa drepið átta manns, samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna. Þá hafa tíu Ísraelsmenn látist vegna átaka á Vesturbakkanum og í Ísrael. Aðkoman á spítalanum eftir árás ísraelsku sérsveitarinnar. AP Photo/Majdi Mohammed Þrír vígamenn dóu eftir árás sérsveitarinnar.AP Photo/Majdi Mohammed
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Sjá meira