Vinna að breiðu einskismannslandi við landamæri Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 25. janúar 2024 16:19 Ísraelskir hermenn virða fyrir sér hús á Gasaströndinni. Hermenn hafa birt myndbönd af sér jafna hús við jörðu á undanförnum vikum. AP/Maya Alleruzzo Ísraelskir hermenn hafa frá því í nóvember unnið að því að skapa eins kílómetra breitt einskismannsland við landamæri Gasastrandarinnar. Hús hafa verið jöfnuð við jörðu með sprengjum og jarðýtum, fyllt er upp í göng Hamas-samtakanna og akrar reittir upp. Jörðin hefur svo verið flött með jarðvinnsluvélum. Einn hermaður sem kom að þessari vinnu við norðanverð landamæri Gasastrandarinnar segir í samtali við Wall Street Journal að um mestu hafi verið um ræktunarland að ræða. Nú sé það öryggissvæði og „algjört einskismannsland“. Markmið Ísraela er að auka öryggi á svæðinu og sannfæra íbúa bæja og annarra samfélaga nærri landamærunum að öruggt sé að snúa aftur. Ísraelskir hermenn sem verja landamærin eiga að geta séð og skotið á alla sem nálgast um fjörutíu kílómetra langa girðinguna sem markar þau. WSJ segir ráðamenn í Bandaríkjunum pirraða yfir þessum ætlunum Ísraela og eru sagðir hafa lýst yfir andstöðu sinni snemma eftir að stríðið á Gasaströndinni hófst í október. Meðal ástæðna sem þeir ku hafa nefnt er að einskismannslandið auki á ótta Palestínumanna um að Ísraelar ætli sér að leggja undir sig allt svæðið eða hluta þess og að það muni gera erfiðara að sannfæra ráðamenn Arabaríkja um að taka þátt í endurbyggingu Gasastrandarinnar. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti yfir andstöðu sinni í gær. Það var eftir að Ísraelar tilkynntu að hermenn sem voru að koma sprengjum fyrir í húsum á umræddu svæði, féllu þegar Hamas-liðar skutu sprengju að þeim. Sprengjurnar sem ísraelsku hermennirnir höfðu komið fyrir sprungu og húsin hrundu yfir nítján hermenn. Tveir til viðbótar féllu um borð í skriðdreka sem varð fyrir eldflaug frá Hamas-liðum. Tilvist þessara öryggissvæðis var ekki staðfest af yfirvöldum í Ísrael fyrr en í gær, þó ætlunin hafi verið nefnd af nokkrum embættismönnum þar í landi á undanförnum vikum, samkvæmt frétt Washington Post. Talsmenn ísraelska hersins hafa ekki viljað veita frekari upplýsingar um verkefnið en WP segir að samkvæmt ísraelskum fjölmiðlum hafi um 2.850 byggingar staðið á svæðinu sem nú sé skilgreint semeinskismannsland og þegar sé búið að jafna 1.100 þeirra við jörðu. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Ruddust inn í ísraelska þingið meðan árásir á Gasa héldu áfram Aðstandendur gísla í haldi Hamas ruddust inn í ísraelska þingið til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda. Þrýstingur eykst á Netanjahú innan- sem utanlands. Utanríkismálastjóri ESB segir að núverandi leið Ísraela til að útrýma Hamas muni ekki virka og það þurfi að koma á friði. Nú þegar hafi um 25 þúsund manns fallið á Gasa. 23. janúar 2024 00:14 Evrópuráðherrar funda með utanríkisráðherrum Ísrael og Palestínu Evrópskir utanríkisráðherrar funda í dag með utanríkisráðherrum Ísrael og Palestínu. Fundað verður með þeim í sitthvoru lagi. Ræða á við þá á um möguleika á friði í Ísrael og Palestínu og hvernig megi koma honum á eftir að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hafnaði hugmyndum um tveggja ríkja lausn. 22. janúar 2024 07:54 Ein starfhæf fæðingardeild á Gasa Sameinuðu þjóðirnar ítreka ákall um vopnahlé á Gaza. Einungis ein fæðingardeild er starfhæf á svæðinu og starfsfólk segir ástandið grafalvarlegt. 19. janúar 2024 19:15 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Sjá meira
Jörðin hefur svo verið flött með jarðvinnsluvélum. Einn hermaður sem kom að þessari vinnu við norðanverð landamæri Gasastrandarinnar segir í samtali við Wall Street Journal að um mestu hafi verið um ræktunarland að ræða. Nú sé það öryggissvæði og „algjört einskismannsland“. Markmið Ísraela er að auka öryggi á svæðinu og sannfæra íbúa bæja og annarra samfélaga nærri landamærunum að öruggt sé að snúa aftur. Ísraelskir hermenn sem verja landamærin eiga að geta séð og skotið á alla sem nálgast um fjörutíu kílómetra langa girðinguna sem markar þau. WSJ segir ráðamenn í Bandaríkjunum pirraða yfir þessum ætlunum Ísraela og eru sagðir hafa lýst yfir andstöðu sinni snemma eftir að stríðið á Gasaströndinni hófst í október. Meðal ástæðna sem þeir ku hafa nefnt er að einskismannslandið auki á ótta Palestínumanna um að Ísraelar ætli sér að leggja undir sig allt svæðið eða hluta þess og að það muni gera erfiðara að sannfæra ráðamenn Arabaríkja um að taka þátt í endurbyggingu Gasastrandarinnar. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti yfir andstöðu sinni í gær. Það var eftir að Ísraelar tilkynntu að hermenn sem voru að koma sprengjum fyrir í húsum á umræddu svæði, féllu þegar Hamas-liðar skutu sprengju að þeim. Sprengjurnar sem ísraelsku hermennirnir höfðu komið fyrir sprungu og húsin hrundu yfir nítján hermenn. Tveir til viðbótar féllu um borð í skriðdreka sem varð fyrir eldflaug frá Hamas-liðum. Tilvist þessara öryggissvæðis var ekki staðfest af yfirvöldum í Ísrael fyrr en í gær, þó ætlunin hafi verið nefnd af nokkrum embættismönnum þar í landi á undanförnum vikum, samkvæmt frétt Washington Post. Talsmenn ísraelska hersins hafa ekki viljað veita frekari upplýsingar um verkefnið en WP segir að samkvæmt ísraelskum fjölmiðlum hafi um 2.850 byggingar staðið á svæðinu sem nú sé skilgreint semeinskismannsland og þegar sé búið að jafna 1.100 þeirra við jörðu.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Ruddust inn í ísraelska þingið meðan árásir á Gasa héldu áfram Aðstandendur gísla í haldi Hamas ruddust inn í ísraelska þingið til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda. Þrýstingur eykst á Netanjahú innan- sem utanlands. Utanríkismálastjóri ESB segir að núverandi leið Ísraela til að útrýma Hamas muni ekki virka og það þurfi að koma á friði. Nú þegar hafi um 25 þúsund manns fallið á Gasa. 23. janúar 2024 00:14 Evrópuráðherrar funda með utanríkisráðherrum Ísrael og Palestínu Evrópskir utanríkisráðherrar funda í dag með utanríkisráðherrum Ísrael og Palestínu. Fundað verður með þeim í sitthvoru lagi. Ræða á við þá á um möguleika á friði í Ísrael og Palestínu og hvernig megi koma honum á eftir að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hafnaði hugmyndum um tveggja ríkja lausn. 22. janúar 2024 07:54 Ein starfhæf fæðingardeild á Gasa Sameinuðu þjóðirnar ítreka ákall um vopnahlé á Gaza. Einungis ein fæðingardeild er starfhæf á svæðinu og starfsfólk segir ástandið grafalvarlegt. 19. janúar 2024 19:15 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Sjá meira
Ruddust inn í ísraelska þingið meðan árásir á Gasa héldu áfram Aðstandendur gísla í haldi Hamas ruddust inn í ísraelska þingið til að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda. Þrýstingur eykst á Netanjahú innan- sem utanlands. Utanríkismálastjóri ESB segir að núverandi leið Ísraela til að útrýma Hamas muni ekki virka og það þurfi að koma á friði. Nú þegar hafi um 25 þúsund manns fallið á Gasa. 23. janúar 2024 00:14
Evrópuráðherrar funda með utanríkisráðherrum Ísrael og Palestínu Evrópskir utanríkisráðherrar funda í dag með utanríkisráðherrum Ísrael og Palestínu. Fundað verður með þeim í sitthvoru lagi. Ræða á við þá á um möguleika á friði í Ísrael og Palestínu og hvernig megi koma honum á eftir að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hafnaði hugmyndum um tveggja ríkja lausn. 22. janúar 2024 07:54
Ein starfhæf fæðingardeild á Gasa Sameinuðu þjóðirnar ítreka ákall um vopnahlé á Gaza. Einungis ein fæðingardeild er starfhæf á svæðinu og starfsfólk segir ástandið grafalvarlegt. 19. janúar 2024 19:15