Sjálfstæðismenn með mikla fyrirvara við frumvarp forsætisráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 24. janúar 2024 20:01 Stjórnarþingmennirnir Diljá Mist Einarsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir ræddu stöðu ríkisstjórnarinnar í Pallborðinu í dag. Stöð 2/Arnar Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sem setur mestu fyrirvarana við eitt af lykilmálum forsætisráðherra, um Mannréttindastofnun. Frumvarpið hefur verið til umræðu í nefndinni í fimmtán vikur en samkomulag var um málið í stjórnarsáttmála. Fulltrúar stjórnarflokkanna ræddu þetta og fleiri mál í Pallborðinu í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði fram frumvarp um stofnun Mannréttindastofnunar Íslands síðast liðið haust. Fyrstu umræðu lauk hinn 9. október og var samþykkt með rúmum meirihluta, eða 43 atkvæðum gegn fjórum atkvæðum þingmanna Flokks fólksins. Málið var sent til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem kallað hefur fjölda gesta til sín og nú rætt málið í fimmtán vikur. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar eru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni með mestu fyrirvarana. Þetta er eitt af lykilmálum forsætisráðherra og stofnunin sett á laggirnar til að „efla og vernda mannréttindi á Íslandi, eins og þau eru skilgreind í stjórnarskrá, lögum, alþjóðasamningum og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum,“ eins og segir í frumvarpinu. Mannréttindastofnun á að vera sjálfstæð stofnun og óháð fyrirmælum frá öðrum, þar með talið Alþingi. Kveðið er á um hana í stjórnarsáttmála enda stofnuninni ætlað að fullnægja alþjóðlegum skuldbindingum Íslands. Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn almennt á móti fjölgun ríkisstofnana.Stöð 2/Arnar Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins var á Pallborðinu í dag ásamt Stefáni Vagni Stefánssyni Framsóknarflokki og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur Vinstri grænum. Diljá, er það ekki svolítið að stíga á skottið á forsætisráðherranum sjálfum að taka þetta mál til mikillar ígrundunnar og skoðunar? „Ég veit ekki hvort ég get tekið undir það. Þarna er auðvitað um að ræða fyrirkomulag, stofnun nýrrar ríkisstofnunar. Og eitt af því sem við erum að horfa fram á núna, eins og hver ráðamaðurinn á fætur öðrum hefur talað fyrir á undanförnum dögum, er forgangsröðun í ríkisfjármálum. Og það er ýmislegt sem mun koma til skoðunar,“ sagði Diljá Mist. Já, ég myndi skilja það ef þetta væri að poppa upp í huga Katrínar í fyrradag. En þetta er í stjórnarsáttmálanum. „Þetta mál er þannig vaxið að þarna er verið að setja á fót stofnun til að árétta alþjóðlegar skuldbindingar. Ég skal ekki segja hvernig það mál fer svo að endingu." Er Sjálfstæðisflokkurinn á móti því að málið fái afgreiðslu í þinginu? „Sjálfstæðisflokkurinn er bara gegnumgangandi og heilt á móti því að setja á fót nýjar ríkisstofnanir. En eins og þú bendir á þá er þetta í stjórnarsáttmála þannig að ég geri ekki ráð fyrir öðru en að það finnst farsæl lausn á þessu máli,“ sagði Diljá. Bjarkey Olsen sagði þingmenn Vinstri grænna orðna langeyga eftir því að fá málið úr nefnd og til afgreiðslu þingsins. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir segir þingmenn Vinstri grænna orðna langeyga eftir að frumvarp forsætisráðherra um Mannréttindastofnun verði afgreitt út úr nefnd.Stöð 2/Arnar „Þetta er auðvitað til að uppfylla ákveðnar alþjóðlegar skuldbindingar. Þannig að þetta er ekki bara einhver stofnun sem á að stofna eða setja á fót. Ég hefði viljað sjá það vera komið inn í þing aftur. Ég bara játa það. Ég tel að það sé búið að fá talsverðan tíma og vel góðan tíma inni í nefndinni til umfjöllunar. Þannig að ég ætla ekki að leyna því að ég vona svo sannarlega að það fari að koma til þingsins þannig að við getum tekið áfram afstöðu til þess. Og þessi stofnun verði að veruleika fyrir vorið,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Hér má sjá Pallborðið í heild sinni. Pallborðið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mannréttindi Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Segir kostnað við umsóknir fimmtán milljarða á ári Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir að kostnaður af meðhöndlun umsókna um alþjóðlega vernd hérlendis hafi numið þrjátíu milljörðum króna síðustu tvö ár. Öllu máli skipti að þjóðin sé raunsæ um getu samfélagsins til að bregðast við vanda fólks á flótta. 23. janúar 2024 23:08 Katrín mun gegna störfum Svandísar næstu vikurnar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun gegna störfum Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, á meðan hún tekur sér nokkurra vikna veikindaleyfi vegna krabbameinsgreiningar. 22. janúar 2024 18:48 Ólíklegt að umræða um vantraust fari fram samdægurs Ólíklegt er að umræður og atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu í garð matvælaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur, fari fram í dag. 22. janúar 2024 12:29 Ljónið í veginum ríkisstjórnin sjálf Þó að samstaða ríki meðal allra flokka á þingi um að greiða götu Grindvíkinga er ríkisstjórnin birtingarmynd pólitísks óstöðugleika í öllum öðrum málum, segir þingflokksformaður Samfylkingarinnar. 17. janúar 2024 17:23 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði fram frumvarp um stofnun Mannréttindastofnunar Íslands síðast liðið haust. Fyrstu umræðu lauk hinn 9. október og var samþykkt með rúmum meirihluta, eða 43 atkvæðum gegn fjórum atkvæðum þingmanna Flokks fólksins. Málið var sent til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem kallað hefur fjölda gesta til sín og nú rætt málið í fimmtán vikur. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar eru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í nefndinni með mestu fyrirvarana. Þetta er eitt af lykilmálum forsætisráðherra og stofnunin sett á laggirnar til að „efla og vernda mannréttindi á Íslandi, eins og þau eru skilgreind í stjórnarskrá, lögum, alþjóðasamningum og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum,“ eins og segir í frumvarpinu. Mannréttindastofnun á að vera sjálfstæð stofnun og óháð fyrirmælum frá öðrum, þar með talið Alþingi. Kveðið er á um hana í stjórnarsáttmála enda stofnuninni ætlað að fullnægja alþjóðlegum skuldbindingum Íslands. Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn almennt á móti fjölgun ríkisstofnana.Stöð 2/Arnar Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins var á Pallborðinu í dag ásamt Stefáni Vagni Stefánssyni Framsóknarflokki og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur Vinstri grænum. Diljá, er það ekki svolítið að stíga á skottið á forsætisráðherranum sjálfum að taka þetta mál til mikillar ígrundunnar og skoðunar? „Ég veit ekki hvort ég get tekið undir það. Þarna er auðvitað um að ræða fyrirkomulag, stofnun nýrrar ríkisstofnunar. Og eitt af því sem við erum að horfa fram á núna, eins og hver ráðamaðurinn á fætur öðrum hefur talað fyrir á undanförnum dögum, er forgangsröðun í ríkisfjármálum. Og það er ýmislegt sem mun koma til skoðunar,“ sagði Diljá Mist. Já, ég myndi skilja það ef þetta væri að poppa upp í huga Katrínar í fyrradag. En þetta er í stjórnarsáttmálanum. „Þetta mál er þannig vaxið að þarna er verið að setja á fót stofnun til að árétta alþjóðlegar skuldbindingar. Ég skal ekki segja hvernig það mál fer svo að endingu." Er Sjálfstæðisflokkurinn á móti því að málið fái afgreiðslu í þinginu? „Sjálfstæðisflokkurinn er bara gegnumgangandi og heilt á móti því að setja á fót nýjar ríkisstofnanir. En eins og þú bendir á þá er þetta í stjórnarsáttmála þannig að ég geri ekki ráð fyrir öðru en að það finnst farsæl lausn á þessu máli,“ sagði Diljá. Bjarkey Olsen sagði þingmenn Vinstri grænna orðna langeyga eftir því að fá málið úr nefnd og til afgreiðslu þingsins. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir segir þingmenn Vinstri grænna orðna langeyga eftir að frumvarp forsætisráðherra um Mannréttindastofnun verði afgreitt út úr nefnd.Stöð 2/Arnar „Þetta er auðvitað til að uppfylla ákveðnar alþjóðlegar skuldbindingar. Þannig að þetta er ekki bara einhver stofnun sem á að stofna eða setja á fót. Ég hefði viljað sjá það vera komið inn í þing aftur. Ég bara játa það. Ég tel að það sé búið að fá talsverðan tíma og vel góðan tíma inni í nefndinni til umfjöllunar. Þannig að ég ætla ekki að leyna því að ég vona svo sannarlega að það fari að koma til þingsins þannig að við getum tekið áfram afstöðu til þess. Og þessi stofnun verði að veruleika fyrir vorið,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Hér má sjá Pallborðið í heild sinni.
Pallborðið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mannréttindi Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Segir kostnað við umsóknir fimmtán milljarða á ári Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir að kostnaður af meðhöndlun umsókna um alþjóðlega vernd hérlendis hafi numið þrjátíu milljörðum króna síðustu tvö ár. Öllu máli skipti að þjóðin sé raunsæ um getu samfélagsins til að bregðast við vanda fólks á flótta. 23. janúar 2024 23:08 Katrín mun gegna störfum Svandísar næstu vikurnar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun gegna störfum Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, á meðan hún tekur sér nokkurra vikna veikindaleyfi vegna krabbameinsgreiningar. 22. janúar 2024 18:48 Ólíklegt að umræða um vantraust fari fram samdægurs Ólíklegt er að umræður og atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu í garð matvælaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur, fari fram í dag. 22. janúar 2024 12:29 Ljónið í veginum ríkisstjórnin sjálf Þó að samstaða ríki meðal allra flokka á þingi um að greiða götu Grindvíkinga er ríkisstjórnin birtingarmynd pólitísks óstöðugleika í öllum öðrum málum, segir þingflokksformaður Samfylkingarinnar. 17. janúar 2024 17:23 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Segir kostnað við umsóknir fimmtán milljarða á ári Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra segir að kostnaður af meðhöndlun umsókna um alþjóðlega vernd hérlendis hafi numið þrjátíu milljörðum króna síðustu tvö ár. Öllu máli skipti að þjóðin sé raunsæ um getu samfélagsins til að bregðast við vanda fólks á flótta. 23. janúar 2024 23:08
Katrín mun gegna störfum Svandísar næstu vikurnar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, mun gegna störfum Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, á meðan hún tekur sér nokkurra vikna veikindaleyfi vegna krabbameinsgreiningar. 22. janúar 2024 18:48
Ólíklegt að umræða um vantraust fari fram samdægurs Ólíklegt er að umræður og atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu í garð matvælaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur, fari fram í dag. 22. janúar 2024 12:29
Ljónið í veginum ríkisstjórnin sjálf Þó að samstaða ríki meðal allra flokka á þingi um að greiða götu Grindvíkinga er ríkisstjórnin birtingarmynd pólitísks óstöðugleika í öllum öðrum málum, segir þingflokksformaður Samfylkingarinnar. 17. janúar 2024 17:23