Samningsviðræðum slitið og deilunni vísað til ríkissáttasemjara Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. janúar 2024 16:51 Deilunni hefur formlega verið vísað til sáttasemjara. Vísir/Einar Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að kjaraviðræðum breiðfylkingar ASÍ við Samtök atvinnulífsins hafi verið slitið og deilunni verði nú vísað formlega til ríkissáttasemjara. Frost er komið í viðræðurnar. Samninganefndir breiðfylkingar ASÍ, sem nær til um 93 prósent félagsmanna Alþýðusambandsins, og SA hafa í tæpan mánuð setið við samningsborðið og reynt að ná samkomulagi um kjarasamninga til þriggja til fimm ára. Fundað var í Karphúsinu í dag en eftir árangurslausar viðræður var ákvörðunin tekin. Fram kemur í tilkynningu frá breiðfylkingunni að eftir fjölda funda sé komið í ljós að SA fallist ekki á hófsama nálgun fylkingarinnar. „Breiðfylkingin tjáði í yfirlýsingu þann 17. janúar áhyggur sínar af illskiljanlegum viðsnúningi í framgöngu SA. Breiðfylkingin benti þar á að hljóð og mynd færu ekki saman milli opinberra yfirlýsinga SA milli jóla og nýárs og þess sem lagt hefur verið fram í reynd við samningsborðið,“ segir í tilkynningunni. „Fáheyrð framganga“ Samtök atvinnulífsins hafi á fundi í dag lagt fram tilboð þar sem þau hafi boðið lægri launahækkanir en í áður framlögðu tilboði þeirra frá 17. janúar síðastliðnum. „Slík framganga í kjaraviðræðum er fáheyrð og kallar á að aðilar endurskoði grundvallarnálgun sína. Breiðfylkingin hefur aldrei hvikað frá því markmiði að gera langtímakjarasamning á grunni hófsamra krónutöluhækkana, þar sem markmiðið er að ná hratt niður verðbólgu og vöxtum um leið og ríkið geri löngu tímabæra leiðréttingu á barna-, húsnæðis- og vaxtabótum,“ segir í tilkynningunni. „Breiðfylkingin kynnti útfærðar tillögur sínar, þar með talið nákvæmar kröfur varðandi launalið, fyrir SA þann 28. desember sl. og hefur síðan þá lagt fram ný tilboð þar sem komið hefur verið til móts við kröfur SA.“ Mikill samhljómur í upphafi Mikill samhljómur var meðal samningsaðila til að byrja með en um miðjan þennan mánuð breyttist hljóðið og viðræður fóru að kólna. Nú er staðan sú að deilunni hefur formlega verið vísað til ríkissáttasemjara. Fundahöld taka ekki svakalegum breytingum þrátt fyrir það en Ástráður Haraldsson, ríkissáttasemjari, hefur setið alla fundi í þessari lotu. Nú tekur hann formlega við fundastjórn og miðlun. Markmið samninganna er að stuðla að lækkun verðbólgu og vaxta og tekist hefur verið á um krónutölul launahækkana á þessu og næstu árum, þá aðferðafræði sem samningarnir eigi að byggja á sem og forsenduákvæði. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Sólveig Anna segir ríkisstjórnina ekki getað fríað sig ábyrgð í kjarasamningum Formaður Eflingar segir kjarasamninga ríflega sjötíu prósenta fólks á vinnumarkaði ekki eitthvað verkefni sem stjórnvöld geti ýtt frá sér vegna atburðanna í Grindavík. Samningarnir skipti alla þjóðina máli. 23. janúar 2024 19:29 „Tökum ekki að okkur að semja um launaskrið hærri launaðra hópa“ Breiðfylking stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði og Samtök atvinnulífsins funduðu í Karphúsinu í dag vegna kjaraviðræðna. Formaður Eflingar segir breiðfylkinguna vilja semja um flata krónutöluhækkun og hún taki ekki að sér að semja um launaskrið hærri launaðra hópa. 22. janúar 2024 20:27 Viðræður breiðfylkingar ASÍ og SA í uppnámi Formaður VR segir Samtök atvinnulífsins hafa hleypt kjaraviðræðum í uppnám með kröfu um að tekið verði tillit til launaskriðs þeirra hæstlaunuðu í kostnaðarmati við kjarasamninga. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir markmið samningsaðila enn vera þau sömu, að ná niður verðbólgu og vöxtum. 18. janúar 2024 19:21 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Fleiri fréttir Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Sjá meira
Samninganefndir breiðfylkingar ASÍ, sem nær til um 93 prósent félagsmanna Alþýðusambandsins, og SA hafa í tæpan mánuð setið við samningsborðið og reynt að ná samkomulagi um kjarasamninga til þriggja til fimm ára. Fundað var í Karphúsinu í dag en eftir árangurslausar viðræður var ákvörðunin tekin. Fram kemur í tilkynningu frá breiðfylkingunni að eftir fjölda funda sé komið í ljós að SA fallist ekki á hófsama nálgun fylkingarinnar. „Breiðfylkingin tjáði í yfirlýsingu þann 17. janúar áhyggur sínar af illskiljanlegum viðsnúningi í framgöngu SA. Breiðfylkingin benti þar á að hljóð og mynd færu ekki saman milli opinberra yfirlýsinga SA milli jóla og nýárs og þess sem lagt hefur verið fram í reynd við samningsborðið,“ segir í tilkynningunni. „Fáheyrð framganga“ Samtök atvinnulífsins hafi á fundi í dag lagt fram tilboð þar sem þau hafi boðið lægri launahækkanir en í áður framlögðu tilboði þeirra frá 17. janúar síðastliðnum. „Slík framganga í kjaraviðræðum er fáheyrð og kallar á að aðilar endurskoði grundvallarnálgun sína. Breiðfylkingin hefur aldrei hvikað frá því markmiði að gera langtímakjarasamning á grunni hófsamra krónutöluhækkana, þar sem markmiðið er að ná hratt niður verðbólgu og vöxtum um leið og ríkið geri löngu tímabæra leiðréttingu á barna-, húsnæðis- og vaxtabótum,“ segir í tilkynningunni. „Breiðfylkingin kynnti útfærðar tillögur sínar, þar með talið nákvæmar kröfur varðandi launalið, fyrir SA þann 28. desember sl. og hefur síðan þá lagt fram ný tilboð þar sem komið hefur verið til móts við kröfur SA.“ Mikill samhljómur í upphafi Mikill samhljómur var meðal samningsaðila til að byrja með en um miðjan þennan mánuð breyttist hljóðið og viðræður fóru að kólna. Nú er staðan sú að deilunni hefur formlega verið vísað til ríkissáttasemjara. Fundahöld taka ekki svakalegum breytingum þrátt fyrir það en Ástráður Haraldsson, ríkissáttasemjari, hefur setið alla fundi í þessari lotu. Nú tekur hann formlega við fundastjórn og miðlun. Markmið samninganna er að stuðla að lækkun verðbólgu og vaxta og tekist hefur verið á um krónutölul launahækkana á þessu og næstu árum, þá aðferðafræði sem samningarnir eigi að byggja á sem og forsenduákvæði.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Sólveig Anna segir ríkisstjórnina ekki getað fríað sig ábyrgð í kjarasamningum Formaður Eflingar segir kjarasamninga ríflega sjötíu prósenta fólks á vinnumarkaði ekki eitthvað verkefni sem stjórnvöld geti ýtt frá sér vegna atburðanna í Grindavík. Samningarnir skipti alla þjóðina máli. 23. janúar 2024 19:29 „Tökum ekki að okkur að semja um launaskrið hærri launaðra hópa“ Breiðfylking stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði og Samtök atvinnulífsins funduðu í Karphúsinu í dag vegna kjaraviðræðna. Formaður Eflingar segir breiðfylkinguna vilja semja um flata krónutöluhækkun og hún taki ekki að sér að semja um launaskrið hærri launaðra hópa. 22. janúar 2024 20:27 Viðræður breiðfylkingar ASÍ og SA í uppnámi Formaður VR segir Samtök atvinnulífsins hafa hleypt kjaraviðræðum í uppnám með kröfu um að tekið verði tillit til launaskriðs þeirra hæstlaunuðu í kostnaðarmati við kjarasamninga. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir markmið samningsaðila enn vera þau sömu, að ná niður verðbólgu og vöxtum. 18. janúar 2024 19:21 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Fleiri fréttir Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Sjá meira
Sólveig Anna segir ríkisstjórnina ekki getað fríað sig ábyrgð í kjarasamningum Formaður Eflingar segir kjarasamninga ríflega sjötíu prósenta fólks á vinnumarkaði ekki eitthvað verkefni sem stjórnvöld geti ýtt frá sér vegna atburðanna í Grindavík. Samningarnir skipti alla þjóðina máli. 23. janúar 2024 19:29
„Tökum ekki að okkur að semja um launaskrið hærri launaðra hópa“ Breiðfylking stéttarfélaga á almennum vinnumarkaði og Samtök atvinnulífsins funduðu í Karphúsinu í dag vegna kjaraviðræðna. Formaður Eflingar segir breiðfylkinguna vilja semja um flata krónutöluhækkun og hún taki ekki að sér að semja um launaskrið hærri launaðra hópa. 22. janúar 2024 20:27
Viðræður breiðfylkingar ASÍ og SA í uppnámi Formaður VR segir Samtök atvinnulífsins hafa hleypt kjaraviðræðum í uppnám með kröfu um að tekið verði tillit til launaskriðs þeirra hæstlaunuðu í kostnaðarmati við kjarasamninga. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir markmið samningsaðila enn vera þau sömu, að ná niður verðbólgu og vöxtum. 18. janúar 2024 19:21