Fyrstir með afglæpavæðingu en draga nú í land Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2024 14:31 Neysluskammtar fíkniefna verða mögulega aftur refsiverðir í Oregon í lok árs. AP/Dave Killen Þingmenn á ríkisþingi Oregon í Bandaríkjunum lögðu í gær fram frumvarp þar sem fyrri lög ríkisins varðandi afglæpavæðingu fíkniefnanotkunar eru felld úr gildi. Oregon var fyrsta ríki Bandaríkjanna til að taka stór skref í afglæpavæðingu en viðhorf íbúa ríkisins hefur tekið miklum breytingum samhliða mikilli fíkniefnanotkun á almannafæri og umfangsmikilli notkun fentanyls. Frumvarpið mun gera vörslu lítils magns af fíkniefnum aftur að minniháttar afbrotum og gera lögregluþjónum kleift að leggja hald á fíkniefni og stöðva notkun þeirra á almannafæri eins og á gangstéttum og í almenningsgörðum. Samkvæmt AP fréttaveitunni á frumvarpið einnig að gera yfirvöldum auðveldara að lögsækja fíkniefnasala, auðvelda aðgengi fólks að lyfjum sem hjálpa við fíkn og hjálpa fólki í afvötnun við að finna húsnæði. Fréttaveitan hefur eftir einum þingmannanna að um málamiðlun sé að ræða. Þetta sé besta leiðin til að tryggja öryggi fólks og halda áfram að bjarga mannslífum. Kjósendur í Oregon samþykktu með 58 prósenta stuðningi árið 2020 umfangsmikla afglæpavæðingu fíkniefnaneyslu í ríkinu. Síðan þá hefur dauðsföllum vegna ofstórra skammta fjölgað gífurlega og pólitískur þrýstingur á meirihluta Demókrata í ríkinu aukist mjög. Segja handtökur aldrei hafa virkað Rannsakendur segja enn of snemmt að segja til um hvort kenna megi afglæpavæðingunni um fjölgun dauðsfalla í Oregon og aðrir gagnrýndur nýja frumvarpsins segja það aldrei hafa virkað að handtaka fólk fyrir neyslu. Frumvarpið felur í sér að fólk sem er handtekið með neysluskammta á að fá tækifæri til að sleppa við lögsókn með því að hitta meðferðarfulltrúa. Verði fólk dæmt fyrir vörslu neysluskammta á það að geta afmáð það af sakaskrá sinni með tiltölulega auðveldum hætti, samkvæmt frétt ríkisútvarps Oregon. Þar er þó haft eftir Repúblikönum á ríkisþinginu að frumvarpið gangi ekki nægilega langt í að fella afglæpavæðingu úr gildi. Samtök lögregluþjóna og saksóknara hafa einnig slegið á svipaða strengi. Héraðssaksóknarar Oregon segja að varsla neysluskammta eigi að vera refsiverð með allt að árs fangelsisvist. Það sé eina leiðin til að fá fólk til að leita sér aðstoðar. Bandaríkin Fíkn Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Frumvarpið mun gera vörslu lítils magns af fíkniefnum aftur að minniháttar afbrotum og gera lögregluþjónum kleift að leggja hald á fíkniefni og stöðva notkun þeirra á almannafæri eins og á gangstéttum og í almenningsgörðum. Samkvæmt AP fréttaveitunni á frumvarpið einnig að gera yfirvöldum auðveldara að lögsækja fíkniefnasala, auðvelda aðgengi fólks að lyfjum sem hjálpa við fíkn og hjálpa fólki í afvötnun við að finna húsnæði. Fréttaveitan hefur eftir einum þingmannanna að um málamiðlun sé að ræða. Þetta sé besta leiðin til að tryggja öryggi fólks og halda áfram að bjarga mannslífum. Kjósendur í Oregon samþykktu með 58 prósenta stuðningi árið 2020 umfangsmikla afglæpavæðingu fíkniefnaneyslu í ríkinu. Síðan þá hefur dauðsföllum vegna ofstórra skammta fjölgað gífurlega og pólitískur þrýstingur á meirihluta Demókrata í ríkinu aukist mjög. Segja handtökur aldrei hafa virkað Rannsakendur segja enn of snemmt að segja til um hvort kenna megi afglæpavæðingunni um fjölgun dauðsfalla í Oregon og aðrir gagnrýndur nýja frumvarpsins segja það aldrei hafa virkað að handtaka fólk fyrir neyslu. Frumvarpið felur í sér að fólk sem er handtekið með neysluskammta á að fá tækifæri til að sleppa við lögsókn með því að hitta meðferðarfulltrúa. Verði fólk dæmt fyrir vörslu neysluskammta á það að geta afmáð það af sakaskrá sinni með tiltölulega auðveldum hætti, samkvæmt frétt ríkisútvarps Oregon. Þar er þó haft eftir Repúblikönum á ríkisþinginu að frumvarpið gangi ekki nægilega langt í að fella afglæpavæðingu úr gildi. Samtök lögregluþjóna og saksóknara hafa einnig slegið á svipaða strengi. Héraðssaksóknarar Oregon segja að varsla neysluskammta eigi að vera refsiverð með allt að árs fangelsisvist. Það sé eina leiðin til að fá fólk til að leita sér aðstoðar.
Bandaríkin Fíkn Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira