Gjörbreytt staða í húsnæðismálum á Suðurnesjum sem kallar á nýja nálgun Anton Guðmundsson skrifar 22. janúar 2024 11:30 Það er erfitt fyrir alla Íslendinga að verða vitni að þeim miklu náttúruhamförum sem orðið hafa í og við Grindavík. Öflugt og samheldið samfélag í fyrirmyndar sveitarfélagi hefur orðið fyrir miklum áföllum sem setur íbúa Grindavíkur í erfiða stöðu. Íslendingar eru þekktir fyrir öfluga samstöðu þegar áföll hafa dunið yfir og nú mun reyna á samstöðuna og viðbrögðin sem aldrei fyrr. Samstaða og kærleikur er eitt af einkennum þessarar þjóðar, Við sem byggjum þetta land saman höfum hlotið þá gæfu að til heyra þessu samfélagi. Ég vill byrja á að þakka almannavörnum og öllum þeim viðbragðsaðilum fyrir þeirra ómetanlega framlag við krefjandi aðstæður og er þeim óskað velfarnaðar í þeirra störfum í þágu samfélagsins. Staðan er hins vegar sú að þrýstingur hefur verið aukin til muna á fasteignamarkaðinn við þessar krefjandi aðstæður og var hann töluverður fyrir atburðina í Grindavík. Náttúruhamfarirnar hafa gefið okkur aukin verkefni á þessu sviði sem kallar á nýja sýn að mínu mati. Suðurnesjabær, Reykjanesbær og Vogar er nú þegar í gríðarlegum kostnaðarsömum framkvæmdum á sviði gatnagerðar í hverfum og uppbyggingu innviða, t.d. í nýbyggingum leikskóla og grunnskóla til þess að bregðast við auknum íbúafjölda á Suðurnesjum. Íbúar Suðurnesja voru 32.583 talsins þann 1. Október 2023 Þeim hefur fjölgað um 1.621 frá 1. desember 2022. Í Reykjanesbæ hefur fjölgað um 1.278 íbúa á sama tímabili sem gerir 5,8% fjölgun íbúa. Hlutfallslega er þó mest fjölgun í Sveitarfélaginu Vogum eða 10,7%. Þetta kemur fram í gögnum frá Þjóðskrá. Hlutfallslega hefur mest íbúafjölgun verið á Suðurnesjum eða um 5,2% sem er fjölgun um 1.621 íbúa. Samtals fjölgar íbúum á landinu öllu um 9.676 frá 1. desember 2022 til. 1. október 2023 sem er um 2,5%. Í Reykjanesbæ búa 23.276 manns. Íbúar Suðurnesjabæjar eru orðnir 4.046 talsins. Fjölgunin þar er 137 talsins eða 3,5% á tímabilinu. Grindvíkingar eru 3.718. Grindavíkurbær er byggður á lifandi eldstöð og er mikil óvissa uppi hvenær þeim atburðum linnir Það er samfélagsleg skylda stjórnvalda og nágranna sveitarfélaga að grípa samfélagið í Grindavík. Sú staðreynd blasir við að stór hluti af fólki frá Grindavík mun vilja búa áfram á Suðurnesjum. Ég tel að nú sem aldrei fyrr verði menn að setjast niður og móta markvissar aðgerðir til þess að komast á móts við íbúa og atvinnurekendur á svæðinu. Aukin gatnagerð er kostnaðarsöm, Sveitarfélögin hafa öll gert sínar fjárhagsáætlanir sem bera þess merki að sótt sé fram á öllum sviðum í innviða uppbyggingu en þörfin er meiri nú og hvernig ætlum við að bregðast við þeirri stöðu sem nú er kominn upp? Hægt er að setja aukinn þunga og flýta en frekar fyrir uppbyggingu á gatnagerð, lóðaúthlutunum og innviðaruppbyggingu með því að Alþingi setji á dagskrá og ræði það efnislega að færa nágrannasveitarfélögum Grindavíkur aukna fjármuni tímabundið í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til að bregðast við stöðunni á Suðurnesjum það gerir það að verkum að sveitarfélögin geta farið mun hraðar í skipulagða uppbyggingu á svæðinu en það sem er í gangi nú þegar. Einnig þurfum við að standa vörð um heilbrigðisþjónustu og tryggja viðunandi aðstöðu fyrir aldraða í öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum en eins og sakir standa er staðan ekki þannig í dag.Við munum komast í gegnum þessa erfiðu tíma saman með von um bjarta framtíð á Suðurnesjum. Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ og formaður bæjarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anton Guðmundsson Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Grindavík Suðurnesjabær Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Það er erfitt fyrir alla Íslendinga að verða vitni að þeim miklu náttúruhamförum sem orðið hafa í og við Grindavík. Öflugt og samheldið samfélag í fyrirmyndar sveitarfélagi hefur orðið fyrir miklum áföllum sem setur íbúa Grindavíkur í erfiða stöðu. Íslendingar eru þekktir fyrir öfluga samstöðu þegar áföll hafa dunið yfir og nú mun reyna á samstöðuna og viðbrögðin sem aldrei fyrr. Samstaða og kærleikur er eitt af einkennum þessarar þjóðar, Við sem byggjum þetta land saman höfum hlotið þá gæfu að til heyra þessu samfélagi. Ég vill byrja á að þakka almannavörnum og öllum þeim viðbragðsaðilum fyrir þeirra ómetanlega framlag við krefjandi aðstæður og er þeim óskað velfarnaðar í þeirra störfum í þágu samfélagsins. Staðan er hins vegar sú að þrýstingur hefur verið aukin til muna á fasteignamarkaðinn við þessar krefjandi aðstæður og var hann töluverður fyrir atburðina í Grindavík. Náttúruhamfarirnar hafa gefið okkur aukin verkefni á þessu sviði sem kallar á nýja sýn að mínu mati. Suðurnesjabær, Reykjanesbær og Vogar er nú þegar í gríðarlegum kostnaðarsömum framkvæmdum á sviði gatnagerðar í hverfum og uppbyggingu innviða, t.d. í nýbyggingum leikskóla og grunnskóla til þess að bregðast við auknum íbúafjölda á Suðurnesjum. Íbúar Suðurnesja voru 32.583 talsins þann 1. Október 2023 Þeim hefur fjölgað um 1.621 frá 1. desember 2022. Í Reykjanesbæ hefur fjölgað um 1.278 íbúa á sama tímabili sem gerir 5,8% fjölgun íbúa. Hlutfallslega er þó mest fjölgun í Sveitarfélaginu Vogum eða 10,7%. Þetta kemur fram í gögnum frá Þjóðskrá. Hlutfallslega hefur mest íbúafjölgun verið á Suðurnesjum eða um 5,2% sem er fjölgun um 1.621 íbúa. Samtals fjölgar íbúum á landinu öllu um 9.676 frá 1. desember 2022 til. 1. október 2023 sem er um 2,5%. Í Reykjanesbæ búa 23.276 manns. Íbúar Suðurnesjabæjar eru orðnir 4.046 talsins. Fjölgunin þar er 137 talsins eða 3,5% á tímabilinu. Grindvíkingar eru 3.718. Grindavíkurbær er byggður á lifandi eldstöð og er mikil óvissa uppi hvenær þeim atburðum linnir Það er samfélagsleg skylda stjórnvalda og nágranna sveitarfélaga að grípa samfélagið í Grindavík. Sú staðreynd blasir við að stór hluti af fólki frá Grindavík mun vilja búa áfram á Suðurnesjum. Ég tel að nú sem aldrei fyrr verði menn að setjast niður og móta markvissar aðgerðir til þess að komast á móts við íbúa og atvinnurekendur á svæðinu. Aukin gatnagerð er kostnaðarsöm, Sveitarfélögin hafa öll gert sínar fjárhagsáætlanir sem bera þess merki að sótt sé fram á öllum sviðum í innviða uppbyggingu en þörfin er meiri nú og hvernig ætlum við að bregðast við þeirri stöðu sem nú er kominn upp? Hægt er að setja aukinn þunga og flýta en frekar fyrir uppbyggingu á gatnagerð, lóðaúthlutunum og innviðaruppbyggingu með því að Alþingi setji á dagskrá og ræði það efnislega að færa nágrannasveitarfélögum Grindavíkur aukna fjármuni tímabundið í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til að bregðast við stöðunni á Suðurnesjum það gerir það að verkum að sveitarfélögin geta farið mun hraðar í skipulagða uppbyggingu á svæðinu en það sem er í gangi nú þegar. Einnig þurfum við að standa vörð um heilbrigðisþjónustu og tryggja viðunandi aðstöðu fyrir aldraða í öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum en eins og sakir standa er staðan ekki þannig í dag.Við munum komast í gegnum þessa erfiðu tíma saman með von um bjarta framtíð á Suðurnesjum. Höfundur er oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ og formaður bæjarráðs.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun