Nomalísering daglegrar neyslu vímuefna er uppgjöf Sigurður Páll Jónsson skrifar 22. janúar 2024 07:30 Víða í heiminum og ekki síst hér á Íslandi hefur náðst góður árangur við að hjálpa fíknisjúklingum frá neyslu til edrúmennsku, ekki síst með tilkomu AA samtakana sem stofnuð voru árið 1935 í USA. Stofnfundur AA samtakana á Íslandi var 16. apríl 1954. Nær eingöngu var þá um að ræða einstaklinga sem áttu við áfengissýki að etja. AA bókin sem inniheldur 12 reynsluspor samtakana kom út 1939. Hafa þau reynsluspor hjálpað, ekki bara áfengissjúklingum heldur mjög mörgum öðrum sem fíknin nær tökum á. Hugsvik fíknarinnar fara ekki í manngreinarálit en talið er að 15-20% okkar fái „ofnæmið“ eða hafi það meðfætt „genatíkst“ Allt er í heiminum hverfult og í dag er mín tilfinning að óþreyja gagnvart tímalengd bata og meðferða sé að aukast og þar með fari trúin á aðferðirnar minnkandi. Hraði og óþolinmæði nútímans kallar á hraðari úrræði. Staðreyndin er hinsvegar sú að það er engin „patent lausn“ til. Góðir hlutir gerast hægt í glímunni við fíknina. Það vitum við sem höfum þegið hjálpina og náð bata. Biðlistar inná meðferðastaði hafa verið um 700 til 800 manns til margra ára og hafa stjórnvöld lítið sem ekkert gert til að stytta þann fjölda. Einsaklingur sem sækir um meðferð í fyrsta sinn fær fljótlega inngöngu en ef viðkomandi fellur, og sækir aftur um meðferð er sá hinn sami settur aftast í röðina. Margir deyja á biðlistum. Þetta er sorgleg staðreynd sem leiðir hugann að því hvort „verðmæti“ okkar sem einstaklingar sé metið eftir því hver á í hlut? Fúsleiki fíkla til að þyggja hjálpina getur varað í misstuttan tíma og eftir því sem veikindin ágerast minnka þeir „gluggar“. Á biðlistunum er oftast veikasta fólkið sem þarf að grípa strax þegar þessir litlu gluggar opnast, þá á sjúklingur no 564 lítinn séns og glugginn lokast. Ef stjórnvöld sýndu einhvern áhuga á þessum „málaflokk“ og tækju höfuðið uppúr sandinum, kæmi fljótlega í ljós að einstaklingur sem hefur náð bata frá fíkn og er orðinn „nýtur“ þjóðfélagsþegn, er verðmætur. En algjörlega „verðlaus“ þegar viðkomandi var meira og minna á framfæri hins opinbera vegna óreglu og veikinda. Aðgerðir stjórnvalda til að koma málum áfram eru oftast ef ekki alltaf að veita fjármagn til verkefna. Ef fjármagn yrði stóraukið til áfengis og fíkniefnameðferða, þannig að biðlistar nánast hverfi, myndi sá kostnaður koma margfalt til baka í heilbrigðum og sjálfstæðum einstaklingum að stærstum hluta! Neyslurými á föstum stað verður opnað í vor fyrir fólk með fíknisjúkdóma, en var á tímabili í bifreið. Sú tilraun gekk að mörgu leiti vel að hjálpa fólki þar sem það er statt. Árið 2020 var samþykkt á alþingi að opna neyslurými þar sem neytendur eru 18 ára og eldri geta sprautað fíkniefnum í æð. Fagfólk sér um að aðstoða og skaffa hrein áhöld. Ég greiddi atkvæði með þessu í atkvæðagreiðslu á alþingi m.a með það í huga að hreinlæti tækja og tóla væri í lagi, eins þau efni sem notuð eru. Einnig er von mín að viðkomandi fíklar fái ráðleggingar og eða aðstoð hjá heilbrigðisstarfsfólki við að komast í meðferð. „Normalísering“ á ofneyslu fíkniefna þar á meðal áfengis má ekki eiga sér stað í mínum huga. Ég þekki ekki nokkurn mann sem hefur gert það að markmiði sínu að verða alki, fíkill eða útigangsmaður. Gerum okkur grein fyrir því að einstaklingar í þessari stöðu hafa átt foreldra, jafnvel maka, börn, átt heimili og verið í vinnu en fíknin er viljanum yfirsterkari. Meðferðarúrræði á Íslandi, hafa sýnt og sannað að þar hafa hvert kraftaverkið af öðru átt sér stað og einstaklingar komist úr myrkri fíknar og vonleysis til vonar og trúar á það að líf án áfengis og eða fíkniefna er mögulegt. Ef ég stíg aftur á alþingi mun ég halda áfram að berjast fyrir þessum málum og leitast við að gera það sem þarf til að koma þeim til hjálpar sem eftir hjálpinni sækjast. Höfundur er varaþingmaður fyrir Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Miðflokkurinn Fíkn Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Víða í heiminum og ekki síst hér á Íslandi hefur náðst góður árangur við að hjálpa fíknisjúklingum frá neyslu til edrúmennsku, ekki síst með tilkomu AA samtakana sem stofnuð voru árið 1935 í USA. Stofnfundur AA samtakana á Íslandi var 16. apríl 1954. Nær eingöngu var þá um að ræða einstaklinga sem áttu við áfengissýki að etja. AA bókin sem inniheldur 12 reynsluspor samtakana kom út 1939. Hafa þau reynsluspor hjálpað, ekki bara áfengissjúklingum heldur mjög mörgum öðrum sem fíknin nær tökum á. Hugsvik fíknarinnar fara ekki í manngreinarálit en talið er að 15-20% okkar fái „ofnæmið“ eða hafi það meðfætt „genatíkst“ Allt er í heiminum hverfult og í dag er mín tilfinning að óþreyja gagnvart tímalengd bata og meðferða sé að aukast og þar með fari trúin á aðferðirnar minnkandi. Hraði og óþolinmæði nútímans kallar á hraðari úrræði. Staðreyndin er hinsvegar sú að það er engin „patent lausn“ til. Góðir hlutir gerast hægt í glímunni við fíknina. Það vitum við sem höfum þegið hjálpina og náð bata. Biðlistar inná meðferðastaði hafa verið um 700 til 800 manns til margra ára og hafa stjórnvöld lítið sem ekkert gert til að stytta þann fjölda. Einsaklingur sem sækir um meðferð í fyrsta sinn fær fljótlega inngöngu en ef viðkomandi fellur, og sækir aftur um meðferð er sá hinn sami settur aftast í röðina. Margir deyja á biðlistum. Þetta er sorgleg staðreynd sem leiðir hugann að því hvort „verðmæti“ okkar sem einstaklingar sé metið eftir því hver á í hlut? Fúsleiki fíkla til að þyggja hjálpina getur varað í misstuttan tíma og eftir því sem veikindin ágerast minnka þeir „gluggar“. Á biðlistunum er oftast veikasta fólkið sem þarf að grípa strax þegar þessir litlu gluggar opnast, þá á sjúklingur no 564 lítinn séns og glugginn lokast. Ef stjórnvöld sýndu einhvern áhuga á þessum „málaflokk“ og tækju höfuðið uppúr sandinum, kæmi fljótlega í ljós að einstaklingur sem hefur náð bata frá fíkn og er orðinn „nýtur“ þjóðfélagsþegn, er verðmætur. En algjörlega „verðlaus“ þegar viðkomandi var meira og minna á framfæri hins opinbera vegna óreglu og veikinda. Aðgerðir stjórnvalda til að koma málum áfram eru oftast ef ekki alltaf að veita fjármagn til verkefna. Ef fjármagn yrði stóraukið til áfengis og fíkniefnameðferða, þannig að biðlistar nánast hverfi, myndi sá kostnaður koma margfalt til baka í heilbrigðum og sjálfstæðum einstaklingum að stærstum hluta! Neyslurými á föstum stað verður opnað í vor fyrir fólk með fíknisjúkdóma, en var á tímabili í bifreið. Sú tilraun gekk að mörgu leiti vel að hjálpa fólki þar sem það er statt. Árið 2020 var samþykkt á alþingi að opna neyslurými þar sem neytendur eru 18 ára og eldri geta sprautað fíkniefnum í æð. Fagfólk sér um að aðstoða og skaffa hrein áhöld. Ég greiddi atkvæði með þessu í atkvæðagreiðslu á alþingi m.a með það í huga að hreinlæti tækja og tóla væri í lagi, eins þau efni sem notuð eru. Einnig er von mín að viðkomandi fíklar fái ráðleggingar og eða aðstoð hjá heilbrigðisstarfsfólki við að komast í meðferð. „Normalísering“ á ofneyslu fíkniefna þar á meðal áfengis má ekki eiga sér stað í mínum huga. Ég þekki ekki nokkurn mann sem hefur gert það að markmiði sínu að verða alki, fíkill eða útigangsmaður. Gerum okkur grein fyrir því að einstaklingar í þessari stöðu hafa átt foreldra, jafnvel maka, börn, átt heimili og verið í vinnu en fíknin er viljanum yfirsterkari. Meðferðarúrræði á Íslandi, hafa sýnt og sannað að þar hafa hvert kraftaverkið af öðru átt sér stað og einstaklingar komist úr myrkri fíknar og vonleysis til vonar og trúar á það að líf án áfengis og eða fíkniefna er mögulegt. Ef ég stíg aftur á alþingi mun ég halda áfram að berjast fyrir þessum málum og leitast við að gera það sem þarf til að koma þeim til hjálpar sem eftir hjálpinni sækjast. Höfundur er varaþingmaður fyrir Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun