Nomalísering daglegrar neyslu vímuefna er uppgjöf Sigurður Páll Jónsson skrifar 22. janúar 2024 07:30 Víða í heiminum og ekki síst hér á Íslandi hefur náðst góður árangur við að hjálpa fíknisjúklingum frá neyslu til edrúmennsku, ekki síst með tilkomu AA samtakana sem stofnuð voru árið 1935 í USA. Stofnfundur AA samtakana á Íslandi var 16. apríl 1954. Nær eingöngu var þá um að ræða einstaklinga sem áttu við áfengissýki að etja. AA bókin sem inniheldur 12 reynsluspor samtakana kom út 1939. Hafa þau reynsluspor hjálpað, ekki bara áfengissjúklingum heldur mjög mörgum öðrum sem fíknin nær tökum á. Hugsvik fíknarinnar fara ekki í manngreinarálit en talið er að 15-20% okkar fái „ofnæmið“ eða hafi það meðfætt „genatíkst“ Allt er í heiminum hverfult og í dag er mín tilfinning að óþreyja gagnvart tímalengd bata og meðferða sé að aukast og þar með fari trúin á aðferðirnar minnkandi. Hraði og óþolinmæði nútímans kallar á hraðari úrræði. Staðreyndin er hinsvegar sú að það er engin „patent lausn“ til. Góðir hlutir gerast hægt í glímunni við fíknina. Það vitum við sem höfum þegið hjálpina og náð bata. Biðlistar inná meðferðastaði hafa verið um 700 til 800 manns til margra ára og hafa stjórnvöld lítið sem ekkert gert til að stytta þann fjölda. Einsaklingur sem sækir um meðferð í fyrsta sinn fær fljótlega inngöngu en ef viðkomandi fellur, og sækir aftur um meðferð er sá hinn sami settur aftast í röðina. Margir deyja á biðlistum. Þetta er sorgleg staðreynd sem leiðir hugann að því hvort „verðmæti“ okkar sem einstaklingar sé metið eftir því hver á í hlut? Fúsleiki fíkla til að þyggja hjálpina getur varað í misstuttan tíma og eftir því sem veikindin ágerast minnka þeir „gluggar“. Á biðlistunum er oftast veikasta fólkið sem þarf að grípa strax þegar þessir litlu gluggar opnast, þá á sjúklingur no 564 lítinn séns og glugginn lokast. Ef stjórnvöld sýndu einhvern áhuga á þessum „málaflokk“ og tækju höfuðið uppúr sandinum, kæmi fljótlega í ljós að einstaklingur sem hefur náð bata frá fíkn og er orðinn „nýtur“ þjóðfélagsþegn, er verðmætur. En algjörlega „verðlaus“ þegar viðkomandi var meira og minna á framfæri hins opinbera vegna óreglu og veikinda. Aðgerðir stjórnvalda til að koma málum áfram eru oftast ef ekki alltaf að veita fjármagn til verkefna. Ef fjármagn yrði stóraukið til áfengis og fíkniefnameðferða, þannig að biðlistar nánast hverfi, myndi sá kostnaður koma margfalt til baka í heilbrigðum og sjálfstæðum einstaklingum að stærstum hluta! Neyslurými á föstum stað verður opnað í vor fyrir fólk með fíknisjúkdóma, en var á tímabili í bifreið. Sú tilraun gekk að mörgu leiti vel að hjálpa fólki þar sem það er statt. Árið 2020 var samþykkt á alþingi að opna neyslurými þar sem neytendur eru 18 ára og eldri geta sprautað fíkniefnum í æð. Fagfólk sér um að aðstoða og skaffa hrein áhöld. Ég greiddi atkvæði með þessu í atkvæðagreiðslu á alþingi m.a með það í huga að hreinlæti tækja og tóla væri í lagi, eins þau efni sem notuð eru. Einnig er von mín að viðkomandi fíklar fái ráðleggingar og eða aðstoð hjá heilbrigðisstarfsfólki við að komast í meðferð. „Normalísering“ á ofneyslu fíkniefna þar á meðal áfengis má ekki eiga sér stað í mínum huga. Ég þekki ekki nokkurn mann sem hefur gert það að markmiði sínu að verða alki, fíkill eða útigangsmaður. Gerum okkur grein fyrir því að einstaklingar í þessari stöðu hafa átt foreldra, jafnvel maka, börn, átt heimili og verið í vinnu en fíknin er viljanum yfirsterkari. Meðferðarúrræði á Íslandi, hafa sýnt og sannað að þar hafa hvert kraftaverkið af öðru átt sér stað og einstaklingar komist úr myrkri fíknar og vonleysis til vonar og trúar á það að líf án áfengis og eða fíkniefna er mögulegt. Ef ég stíg aftur á alþingi mun ég halda áfram að berjast fyrir þessum málum og leitast við að gera það sem þarf til að koma þeim til hjálpar sem eftir hjálpinni sækjast. Höfundur er varaþingmaður fyrir Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Miðflokkurinn Fíkn Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Víða í heiminum og ekki síst hér á Íslandi hefur náðst góður árangur við að hjálpa fíknisjúklingum frá neyslu til edrúmennsku, ekki síst með tilkomu AA samtakana sem stofnuð voru árið 1935 í USA. Stofnfundur AA samtakana á Íslandi var 16. apríl 1954. Nær eingöngu var þá um að ræða einstaklinga sem áttu við áfengissýki að etja. AA bókin sem inniheldur 12 reynsluspor samtakana kom út 1939. Hafa þau reynsluspor hjálpað, ekki bara áfengissjúklingum heldur mjög mörgum öðrum sem fíknin nær tökum á. Hugsvik fíknarinnar fara ekki í manngreinarálit en talið er að 15-20% okkar fái „ofnæmið“ eða hafi það meðfætt „genatíkst“ Allt er í heiminum hverfult og í dag er mín tilfinning að óþreyja gagnvart tímalengd bata og meðferða sé að aukast og þar með fari trúin á aðferðirnar minnkandi. Hraði og óþolinmæði nútímans kallar á hraðari úrræði. Staðreyndin er hinsvegar sú að það er engin „patent lausn“ til. Góðir hlutir gerast hægt í glímunni við fíknina. Það vitum við sem höfum þegið hjálpina og náð bata. Biðlistar inná meðferðastaði hafa verið um 700 til 800 manns til margra ára og hafa stjórnvöld lítið sem ekkert gert til að stytta þann fjölda. Einsaklingur sem sækir um meðferð í fyrsta sinn fær fljótlega inngöngu en ef viðkomandi fellur, og sækir aftur um meðferð er sá hinn sami settur aftast í röðina. Margir deyja á biðlistum. Þetta er sorgleg staðreynd sem leiðir hugann að því hvort „verðmæti“ okkar sem einstaklingar sé metið eftir því hver á í hlut? Fúsleiki fíkla til að þyggja hjálpina getur varað í misstuttan tíma og eftir því sem veikindin ágerast minnka þeir „gluggar“. Á biðlistunum er oftast veikasta fólkið sem þarf að grípa strax þegar þessir litlu gluggar opnast, þá á sjúklingur no 564 lítinn séns og glugginn lokast. Ef stjórnvöld sýndu einhvern áhuga á þessum „málaflokk“ og tækju höfuðið uppúr sandinum, kæmi fljótlega í ljós að einstaklingur sem hefur náð bata frá fíkn og er orðinn „nýtur“ þjóðfélagsþegn, er verðmætur. En algjörlega „verðlaus“ þegar viðkomandi var meira og minna á framfæri hins opinbera vegna óreglu og veikinda. Aðgerðir stjórnvalda til að koma málum áfram eru oftast ef ekki alltaf að veita fjármagn til verkefna. Ef fjármagn yrði stóraukið til áfengis og fíkniefnameðferða, þannig að biðlistar nánast hverfi, myndi sá kostnaður koma margfalt til baka í heilbrigðum og sjálfstæðum einstaklingum að stærstum hluta! Neyslurými á föstum stað verður opnað í vor fyrir fólk með fíknisjúkdóma, en var á tímabili í bifreið. Sú tilraun gekk að mörgu leiti vel að hjálpa fólki þar sem það er statt. Árið 2020 var samþykkt á alþingi að opna neyslurými þar sem neytendur eru 18 ára og eldri geta sprautað fíkniefnum í æð. Fagfólk sér um að aðstoða og skaffa hrein áhöld. Ég greiddi atkvæði með þessu í atkvæðagreiðslu á alþingi m.a með það í huga að hreinlæti tækja og tóla væri í lagi, eins þau efni sem notuð eru. Einnig er von mín að viðkomandi fíklar fái ráðleggingar og eða aðstoð hjá heilbrigðisstarfsfólki við að komast í meðferð. „Normalísering“ á ofneyslu fíkniefna þar á meðal áfengis má ekki eiga sér stað í mínum huga. Ég þekki ekki nokkurn mann sem hefur gert það að markmiði sínu að verða alki, fíkill eða útigangsmaður. Gerum okkur grein fyrir því að einstaklingar í þessari stöðu hafa átt foreldra, jafnvel maka, börn, átt heimili og verið í vinnu en fíknin er viljanum yfirsterkari. Meðferðarúrræði á Íslandi, hafa sýnt og sannað að þar hafa hvert kraftaverkið af öðru átt sér stað og einstaklingar komist úr myrkri fíknar og vonleysis til vonar og trúar á það að líf án áfengis og eða fíkniefna er mögulegt. Ef ég stíg aftur á alþingi mun ég halda áfram að berjast fyrir þessum málum og leitast við að gera það sem þarf til að koma þeim til hjálpar sem eftir hjálpinni sækjast. Höfundur er varaþingmaður fyrir Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun