Pískrað milli þingmanna að hvalveiðar verði færðar milli ráðuneyta Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. janúar 2024 18:17 Þorbjörg Sigríður, þingmaður Viðreisnar, segir slúðrað um flutning á hvölum milli ráðuneyta. Vísir/Vilhelm Þingmaður Viðreisnar segir pískrað inni í Alþingi um að hvalveiðar verði færðar úr matvælaráðuneytinu yfir í umhverfisráðuneytið. Svandísi verði þannig forðað frá vantrausti í nafni náttúruverndar og um leið fái Sjálfstæðisflokkurinn stjórn á málaflokknum. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, skrifar um hvalveiðimálið og stöðu Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, í Facebook-færslu sem hún titlar „Hvaða lög brutu hvalirnir?“ í dag. Hún segir þar að frestun matvælaráðherra á hvalveiðum í sumar ekki snúast um afstöðu fólks til hvalveiða heldur vinnubrögð og valdbeitingu ráðherra. Matvælaráðherra hafi varið rúmum hálfum mánuði í að lesa álit Umboðsmanns og helstu niðurstöður hennar séu að umboðsmaður noti „mjög vægt orðalag“ um vinnubrögð hennar. Það sé hins vegar langt frá því að vera væg gagnrýni þegar ráðherra er sagður fara fram af óþarflegri hörku. Athyglinni dreift með tali um stefnubreytingu í útlendingamálum Sennilega sé ástæðan fyrir lögbroti ráðherra að ríkisstjórnin geti ekki komið sér saman um afstöðu til hvalveiða frekar en um önnur mál. Í staðinn hafi ráðherrann farið leið sem baki ríkinu skaðabótakröfu. Formaður Sjálfstæðisflokksins þegi um vantraust á meðan og dreifi athyglinni með því að tala um stefnubreytingu í útlendingumálum sem hann viti að djúpmóðgi Vinstri græna. „Kannski til að auðvelda þingmönnum Sjálfstæðisflokksins að verja Svandísi gegn vantrausti?“ veltir Þorbjörg fyrir sér. Loks segir í færslunni að nýjasta lausnin sem hafi heyrst sé að málefni hvalveiða verði flutt úr matvælaráðuneytinu yfir í annað ráðuneyti. Þannig gangi Svandís enn lengra en Bjarni sem flutti sig um ráðuneyti. „Hvaða nýmóðins gerendameðvirkni er það að hvalirnir yfirgefi ráðuneytið fyrir lögbrot ráðherrans?“ spyr hún að lokum. Allir fái eitthvað með flutningi hvalanna „Þetta eru vangaveltur innan úr þinghúsi. Maður heyrir þetta yfir fiskibollunum í mötuneytinu þar sem þetta fer þingmanna í millum,“ segir Þorbjörg aðspurð hvaðan þessi nýja lausn komi. „Þannig geti Sjálfstæðismenn sagt að slegið hafi verið á puttana á Svandísi. Allir fái eitthvað, hún fái skammir en víki ekki,“ bætir hún við. Hvert fara hvalirnir þá? „Slúðrið er að hvalirnir færu úr matvælaráðuneytinu og yfir í umhverfisráðuneytið. Þar situr ráðherra sem hefur talað mjög opinskátt um afstöðu sína til hvalveiða. Í því samhengi væri þetta tap fyrir VG. Þá væri kominn ráðherra sem væri hreint ekki að fara að setja stein í götu Kristjáns Loftssonar,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg segir að þetta væri þá gert í nafni náttúruverndarsjónarmiða en í reynd væri það hið gagnstæða. Mun ekki verja Svandísi vantrausti Aðspurð út í afstöðu Viðreisnar til vantrauststillögunnar segir Þorbjörg að þingflokkurinn bíði eftir viðbrögðum ríkisstjórnarinnar áður en þau taka afstöðu. „En ég get alveg sagt fyrir mitt leyti að ég mun ekki verja Svandísi vantrausti. Það er alveg skýrt. Mér finnst álit umboðsmanns og ekki síður viðbrögð hennar í kjölfarið, þar sem hún nánast staðfestir að hún hafi vitandi vits verið að brjóta lög, ekki gefa tilefni til neins annars en að styðja vantrauststillögu,“ segir Þorbjörg. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Hvalveiðar Viðreisn Alþingi Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Hún á ekki að vera ráðherra“ Formaður Flokks fólksins segir vantrausttillögu sem hún hyggst leggja fram á hendur matvælaráðherra á morgun, snúast um lögbrot ráðherra í starfi. Um grafalvarlegt mál sé að ræða og einhverskonar stólaskipti eða aðrar hrókeringar innan ríkisstjórnarinnar sé alls ekki nóg. 21. janúar 2024 16:31 „Við bíðum viðbragða VG og setjumst svo yfir stöðuna“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn bíða viðbragða frá VG vegna boðaðrar vantraustillögu á hendur matvælaráðherra. Viðbrögðin geti breytt miklu um hina pólitísku stöðu. 21. janúar 2024 13:44 Leggja fram vantrauststillögu á hendur Svandísi á mánudag Inga Sæland ætlar að leggja fram vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, á mánudag þegar þing kemur aftur saman. 20. janúar 2024 17:23 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, skrifar um hvalveiðimálið og stöðu Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, í Facebook-færslu sem hún titlar „Hvaða lög brutu hvalirnir?“ í dag. Hún segir þar að frestun matvælaráðherra á hvalveiðum í sumar ekki snúast um afstöðu fólks til hvalveiða heldur vinnubrögð og valdbeitingu ráðherra. Matvælaráðherra hafi varið rúmum hálfum mánuði í að lesa álit Umboðsmanns og helstu niðurstöður hennar séu að umboðsmaður noti „mjög vægt orðalag“ um vinnubrögð hennar. Það sé hins vegar langt frá því að vera væg gagnrýni þegar ráðherra er sagður fara fram af óþarflegri hörku. Athyglinni dreift með tali um stefnubreytingu í útlendingamálum Sennilega sé ástæðan fyrir lögbroti ráðherra að ríkisstjórnin geti ekki komið sér saman um afstöðu til hvalveiða frekar en um önnur mál. Í staðinn hafi ráðherrann farið leið sem baki ríkinu skaðabótakröfu. Formaður Sjálfstæðisflokksins þegi um vantraust á meðan og dreifi athyglinni með því að tala um stefnubreytingu í útlendingumálum sem hann viti að djúpmóðgi Vinstri græna. „Kannski til að auðvelda þingmönnum Sjálfstæðisflokksins að verja Svandísi gegn vantrausti?“ veltir Þorbjörg fyrir sér. Loks segir í færslunni að nýjasta lausnin sem hafi heyrst sé að málefni hvalveiða verði flutt úr matvælaráðuneytinu yfir í annað ráðuneyti. Þannig gangi Svandís enn lengra en Bjarni sem flutti sig um ráðuneyti. „Hvaða nýmóðins gerendameðvirkni er það að hvalirnir yfirgefi ráðuneytið fyrir lögbrot ráðherrans?“ spyr hún að lokum. Allir fái eitthvað með flutningi hvalanna „Þetta eru vangaveltur innan úr þinghúsi. Maður heyrir þetta yfir fiskibollunum í mötuneytinu þar sem þetta fer þingmanna í millum,“ segir Þorbjörg aðspurð hvaðan þessi nýja lausn komi. „Þannig geti Sjálfstæðismenn sagt að slegið hafi verið á puttana á Svandísi. Allir fái eitthvað, hún fái skammir en víki ekki,“ bætir hún við. Hvert fara hvalirnir þá? „Slúðrið er að hvalirnir færu úr matvælaráðuneytinu og yfir í umhverfisráðuneytið. Þar situr ráðherra sem hefur talað mjög opinskátt um afstöðu sína til hvalveiða. Í því samhengi væri þetta tap fyrir VG. Þá væri kominn ráðherra sem væri hreint ekki að fara að setja stein í götu Kristjáns Loftssonar,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg segir að þetta væri þá gert í nafni náttúruverndarsjónarmiða en í reynd væri það hið gagnstæða. Mun ekki verja Svandísi vantrausti Aðspurð út í afstöðu Viðreisnar til vantrauststillögunnar segir Þorbjörg að þingflokkurinn bíði eftir viðbrögðum ríkisstjórnarinnar áður en þau taka afstöðu. „En ég get alveg sagt fyrir mitt leyti að ég mun ekki verja Svandísi vantrausti. Það er alveg skýrt. Mér finnst álit umboðsmanns og ekki síður viðbrögð hennar í kjölfarið, þar sem hún nánast staðfestir að hún hafi vitandi vits verið að brjóta lög, ekki gefa tilefni til neins annars en að styðja vantrauststillögu,“ segir Þorbjörg.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Hvalveiðar Viðreisn Alþingi Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Hún á ekki að vera ráðherra“ Formaður Flokks fólksins segir vantrausttillögu sem hún hyggst leggja fram á hendur matvælaráðherra á morgun, snúast um lögbrot ráðherra í starfi. Um grafalvarlegt mál sé að ræða og einhverskonar stólaskipti eða aðrar hrókeringar innan ríkisstjórnarinnar sé alls ekki nóg. 21. janúar 2024 16:31 „Við bíðum viðbragða VG og setjumst svo yfir stöðuna“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn bíða viðbragða frá VG vegna boðaðrar vantraustillögu á hendur matvælaráðherra. Viðbrögðin geti breytt miklu um hina pólitísku stöðu. 21. janúar 2024 13:44 Leggja fram vantrauststillögu á hendur Svandísi á mánudag Inga Sæland ætlar að leggja fram vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, á mánudag þegar þing kemur aftur saman. 20. janúar 2024 17:23 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Sjá meira
„Hún á ekki að vera ráðherra“ Formaður Flokks fólksins segir vantrausttillögu sem hún hyggst leggja fram á hendur matvælaráðherra á morgun, snúast um lögbrot ráðherra í starfi. Um grafalvarlegt mál sé að ræða og einhverskonar stólaskipti eða aðrar hrókeringar innan ríkisstjórnarinnar sé alls ekki nóg. 21. janúar 2024 16:31
„Við bíðum viðbragða VG og setjumst svo yfir stöðuna“ Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn bíða viðbragða frá VG vegna boðaðrar vantraustillögu á hendur matvælaráðherra. Viðbrögðin geti breytt miklu um hina pólitísku stöðu. 21. janúar 2024 13:44
Leggja fram vantrauststillögu á hendur Svandísi á mánudag Inga Sæland ætlar að leggja fram vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, á mánudag þegar þing kemur aftur saman. 20. janúar 2024 17:23