Pirraðir Grindvíkingar og andleg heilsa þeirra ekki góð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. janúar 2024 13:04 Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar, sem er einnig varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum og íbúi í Grindavík var gestur á laugardagsfundi D-listan í Árborg í gær. Vísir „Það er margt sem hefði mátt fara betur og laga“ segir formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar vegna ástandsins í bæjarfélaginu. Þá sé heilmikill pirringur á meðal Grindvíkinga og andleg heilsa íbúa ekki góð. Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar og varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum var gestur á laugardagsfundi Sjálfstæðisflokksins í Árborg í gær þar sem hann fór yfir stöðuna í Grindavík og þá svaraði hann fjölmörgum spurningum fundarmanna. „Það er margt sem hefur mátt fara betur og laga. Við þurfum núna að skoða framhaldið og við erum bara eins og orð fundarins er eiginlega bara óviss,“ segir Hjálmar. En yfir hverju ertu mest pirraður? „Ég er svona óánægður með gang mála yfir mati, hættumati á svæðinu. Það hefur jú komið víða í ljós, jú, jú, það eru sprungur og það eru hættulegri svæði innan Grindavíkur heldur en önnur. Ég hefði bara viljað sjá það mat ganga hraðar fyrir sig. Hvar er algjörlega bannað að vera og hvar er óhætt að vera bara til að sækja eigur sínar og annað. Nú er ég ekki að tala um að gista í Grindavík, bara að menn fái að fara í verðmætabjörgun og ýmislegt, sem við getum hæglega gert frá öðrum leiðum heldur en þessu hættulegasta svæði.“ Og Hjálmar bætir við. „Menn hafa verulegar áhyggjur af þeim eignum sem eru heilar en liggja undir skemmtum af öðrum ástæðum.“ Jón Gauti Dagbjartsson, Grindvíkingur mætti með Hjálmari á fundinn og tók þátt í umræðunum. Hér eru þeir með Kjartani Björnssyni, sem stýrði fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir Hjálmar um andlega heilsu Grindvíkinga, hver er staðan þar að hans mati? „Andleg heilsa Grindvíkinga er bara alls ekki góð. Við erum að reyna að sjá út úr einhverjum atburðum þegar við fáum annan atburð ofan í það, þannig að við erum í bullandi vörn en við erum reyndar bara mjög þakklát fyrir samhug Íslendinga gagnvart okkur og við erum bara ánægð með það að það eru allir að hugsa til okkar og við erum að reyna að leysa stöðu, sem er fordæmalaus á Íslandi,“ segir Hjálmar. Fjölmargir mættu á fundinn til að hlusta á Hjálmar og Jón Gauta og spyrja þá spurninga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Húsnæðismál Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar og varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum var gestur á laugardagsfundi Sjálfstæðisflokksins í Árborg í gær þar sem hann fór yfir stöðuna í Grindavík og þá svaraði hann fjölmörgum spurningum fundarmanna. „Það er margt sem hefur mátt fara betur og laga. Við þurfum núna að skoða framhaldið og við erum bara eins og orð fundarins er eiginlega bara óviss,“ segir Hjálmar. En yfir hverju ertu mest pirraður? „Ég er svona óánægður með gang mála yfir mati, hættumati á svæðinu. Það hefur jú komið víða í ljós, jú, jú, það eru sprungur og það eru hættulegri svæði innan Grindavíkur heldur en önnur. Ég hefði bara viljað sjá það mat ganga hraðar fyrir sig. Hvar er algjörlega bannað að vera og hvar er óhætt að vera bara til að sækja eigur sínar og annað. Nú er ég ekki að tala um að gista í Grindavík, bara að menn fái að fara í verðmætabjörgun og ýmislegt, sem við getum hæglega gert frá öðrum leiðum heldur en þessu hættulegasta svæði.“ Og Hjálmar bætir við. „Menn hafa verulegar áhyggjur af þeim eignum sem eru heilar en liggja undir skemmtum af öðrum ástæðum.“ Jón Gauti Dagbjartsson, Grindvíkingur mætti með Hjálmari á fundinn og tók þátt í umræðunum. Hér eru þeir með Kjartani Björnssyni, sem stýrði fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir Hjálmar um andlega heilsu Grindvíkinga, hver er staðan þar að hans mati? „Andleg heilsa Grindvíkinga er bara alls ekki góð. Við erum að reyna að sjá út úr einhverjum atburðum þegar við fáum annan atburð ofan í það, þannig að við erum í bullandi vörn en við erum reyndar bara mjög þakklát fyrir samhug Íslendinga gagnvart okkur og við erum bara ánægð með það að það eru allir að hugsa til okkar og við erum að reyna að leysa stöðu, sem er fordæmalaus á Íslandi,“ segir Hjálmar. Fjölmargir mættu á fundinn til að hlusta á Hjálmar og Jón Gauta og spyrja þá spurninga.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Húsnæðismál Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira