Pirraðir Grindvíkingar og andleg heilsa þeirra ekki góð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. janúar 2024 13:04 Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar, sem er einnig varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum og íbúi í Grindavík var gestur á laugardagsfundi D-listan í Árborg í gær. Vísir „Það er margt sem hefði mátt fara betur og laga“ segir formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar vegna ástandsins í bæjarfélaginu. Þá sé heilmikill pirringur á meðal Grindvíkinga og andleg heilsa íbúa ekki góð. Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar og varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum var gestur á laugardagsfundi Sjálfstæðisflokksins í Árborg í gær þar sem hann fór yfir stöðuna í Grindavík og þá svaraði hann fjölmörgum spurningum fundarmanna. „Það er margt sem hefur mátt fara betur og laga. Við þurfum núna að skoða framhaldið og við erum bara eins og orð fundarins er eiginlega bara óviss,“ segir Hjálmar. En yfir hverju ertu mest pirraður? „Ég er svona óánægður með gang mála yfir mati, hættumati á svæðinu. Það hefur jú komið víða í ljós, jú, jú, það eru sprungur og það eru hættulegri svæði innan Grindavíkur heldur en önnur. Ég hefði bara viljað sjá það mat ganga hraðar fyrir sig. Hvar er algjörlega bannað að vera og hvar er óhætt að vera bara til að sækja eigur sínar og annað. Nú er ég ekki að tala um að gista í Grindavík, bara að menn fái að fara í verðmætabjörgun og ýmislegt, sem við getum hæglega gert frá öðrum leiðum heldur en þessu hættulegasta svæði.“ Og Hjálmar bætir við. „Menn hafa verulegar áhyggjur af þeim eignum sem eru heilar en liggja undir skemmtum af öðrum ástæðum.“ Jón Gauti Dagbjartsson, Grindvíkingur mætti með Hjálmari á fundinn og tók þátt í umræðunum. Hér eru þeir með Kjartani Björnssyni, sem stýrði fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir Hjálmar um andlega heilsu Grindvíkinga, hver er staðan þar að hans mati? „Andleg heilsa Grindvíkinga er bara alls ekki góð. Við erum að reyna að sjá út úr einhverjum atburðum þegar við fáum annan atburð ofan í það, þannig að við erum í bullandi vörn en við erum reyndar bara mjög þakklát fyrir samhug Íslendinga gagnvart okkur og við erum bara ánægð með það að það eru allir að hugsa til okkar og við erum að reyna að leysa stöðu, sem er fordæmalaus á Íslandi,“ segir Hjálmar. Fjölmargir mættu á fundinn til að hlusta á Hjálmar og Jón Gauta og spyrja þá spurninga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Húsnæðismál Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira
Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar og varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum var gestur á laugardagsfundi Sjálfstæðisflokksins í Árborg í gær þar sem hann fór yfir stöðuna í Grindavík og þá svaraði hann fjölmörgum spurningum fundarmanna. „Það er margt sem hefur mátt fara betur og laga. Við þurfum núna að skoða framhaldið og við erum bara eins og orð fundarins er eiginlega bara óviss,“ segir Hjálmar. En yfir hverju ertu mest pirraður? „Ég er svona óánægður með gang mála yfir mati, hættumati á svæðinu. Það hefur jú komið víða í ljós, jú, jú, það eru sprungur og það eru hættulegri svæði innan Grindavíkur heldur en önnur. Ég hefði bara viljað sjá það mat ganga hraðar fyrir sig. Hvar er algjörlega bannað að vera og hvar er óhætt að vera bara til að sækja eigur sínar og annað. Nú er ég ekki að tala um að gista í Grindavík, bara að menn fái að fara í verðmætabjörgun og ýmislegt, sem við getum hæglega gert frá öðrum leiðum heldur en þessu hættulegasta svæði.“ Og Hjálmar bætir við. „Menn hafa verulegar áhyggjur af þeim eignum sem eru heilar en liggja undir skemmtum af öðrum ástæðum.“ Jón Gauti Dagbjartsson, Grindvíkingur mætti með Hjálmari á fundinn og tók þátt í umræðunum. Hér eru þeir með Kjartani Björnssyni, sem stýrði fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir Hjálmar um andlega heilsu Grindvíkinga, hver er staðan þar að hans mati? „Andleg heilsa Grindvíkinga er bara alls ekki góð. Við erum að reyna að sjá út úr einhverjum atburðum þegar við fáum annan atburð ofan í það, þannig að við erum í bullandi vörn en við erum reyndar bara mjög þakklát fyrir samhug Íslendinga gagnvart okkur og við erum bara ánægð með það að það eru allir að hugsa til okkar og við erum að reyna að leysa stöðu, sem er fordæmalaus á Íslandi,“ segir Hjálmar. Fjölmargir mættu á fundinn til að hlusta á Hjálmar og Jón Gauta og spyrja þá spurninga.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Húsnæðismál Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Sjá meira