Vantraust eða afsögn ráðherra eina leiðin Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 20. janúar 2024 08:00 Það er auðvitað ekki í boði að stjórnmálaflokkur sem að vill láta taka sig alvarlega og talar að minnsta kosti í stefnu sinni fyrir atvinnufrelsi og eignarrétti, geti stutt eða treyst ráðherra sem blygðunarlaust brýtur gegn stjórnarskrárvörðum eignarrétti og atvinnufrelsi einstaklinga og lögaðila. Lögbrot sem að minnsta kosti daðrar einnig við brot á lögum um ráðherraábyrgð og getur skapað ríkissjóði háa bótakröfu. Stjórnmálaflokk sem það gerir, er tæplega hægt að taka alvarlega. Og skiptir þá engu, hversu mörg og stór verkefni séu fyrir stafni. Hér er þó í engu verið að gera lítið úr þeim stóru verkefnum, sem framundan eru næstu vikur og mánuði. En þau mál er vel hægt að leysa, alveg óháð því hver situr í stóli matvælaráðherra eða hvað forsætisráðherra þjóðarinnar heitir. Hótanir flokks hins brotlega ráðherra, Vinstri grænna um stjórnarslit verði vantraust á matvælaráðherra samþykkt, en til þess þarf atkvæði stjórnarþingmanna, sýna okkur hinum það fyrst og fremst að í huga þingmanna og eflaust fleiri flokksmanna Vinstri grænna er persóna hæstvirts matvælaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur og pólitísk valdníðsla þess ráðherra, æðri stjórnarskrá landsins. Þingmenn hinna stjórnarflokkanna, skulu einnig hafa það í huga, að greiði þeir atkvæði gegn vantrausti á matvælaráðherra, komi til slíkrar atkvæðagreiðslu á Alþingi, eru þeir einnig að setja Svandísi Svavarsdóttur á sama stall gagnvart stjórnarskránni og hennar eigin flokkur gerir. Það er óumdeilt, óháð því hversu menn segjast andvígir valdníðslu ráðherrans, þá verða orð þeirra ómerk og í raun lítilsvirðing við þjóðina ef þeim fylgja engar aðrar gjörðir en að tryggja með atkvæði sínu hinum brotlega ráðherra áframhaldandi setu í ríkisstjórn. Komi til þess að vantraust verði samþykkt og Vinstri grænir standi við hótanir sínar, er þingrof strax auðvitað gersamlega út úr myndinni. Enda ekki bæði hægt að tala um stór úrlausnarefni sem leysa þurfi úr á næstu vikum og mánuðum og að rjúfa þing strax og boða til kosninga. Við þær aðstæður væri auðvitað eðlilegast að núverandi stjórnarflokkar, utan Vinstri grænna, reyndu að mynda nýjan meirihluta í þinginu eða stofna til minnihlutastjórnar, sem varin yrði vantrausti, um þau verkefni sem nauðsynlegt er að leysa úr áður en boðað yrði til kosninga. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Það er auðvitað ekki í boði að stjórnmálaflokkur sem að vill láta taka sig alvarlega og talar að minnsta kosti í stefnu sinni fyrir atvinnufrelsi og eignarrétti, geti stutt eða treyst ráðherra sem blygðunarlaust brýtur gegn stjórnarskrárvörðum eignarrétti og atvinnufrelsi einstaklinga og lögaðila. Lögbrot sem að minnsta kosti daðrar einnig við brot á lögum um ráðherraábyrgð og getur skapað ríkissjóði háa bótakröfu. Stjórnmálaflokk sem það gerir, er tæplega hægt að taka alvarlega. Og skiptir þá engu, hversu mörg og stór verkefni séu fyrir stafni. Hér er þó í engu verið að gera lítið úr þeim stóru verkefnum, sem framundan eru næstu vikur og mánuði. En þau mál er vel hægt að leysa, alveg óháð því hver situr í stóli matvælaráðherra eða hvað forsætisráðherra þjóðarinnar heitir. Hótanir flokks hins brotlega ráðherra, Vinstri grænna um stjórnarslit verði vantraust á matvælaráðherra samþykkt, en til þess þarf atkvæði stjórnarþingmanna, sýna okkur hinum það fyrst og fremst að í huga þingmanna og eflaust fleiri flokksmanna Vinstri grænna er persóna hæstvirts matvælaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur og pólitísk valdníðsla þess ráðherra, æðri stjórnarskrá landsins. Þingmenn hinna stjórnarflokkanna, skulu einnig hafa það í huga, að greiði þeir atkvæði gegn vantrausti á matvælaráðherra, komi til slíkrar atkvæðagreiðslu á Alþingi, eru þeir einnig að setja Svandísi Svavarsdóttur á sama stall gagnvart stjórnarskránni og hennar eigin flokkur gerir. Það er óumdeilt, óháð því hversu menn segjast andvígir valdníðslu ráðherrans, þá verða orð þeirra ómerk og í raun lítilsvirðing við þjóðina ef þeim fylgja engar aðrar gjörðir en að tryggja með atkvæði sínu hinum brotlega ráðherra áframhaldandi setu í ríkisstjórn. Komi til þess að vantraust verði samþykkt og Vinstri grænir standi við hótanir sínar, er þingrof strax auðvitað gersamlega út úr myndinni. Enda ekki bæði hægt að tala um stór úrlausnarefni sem leysa þurfi úr á næstu vikum og mánuðum og að rjúfa þing strax og boða til kosninga. Við þær aðstæður væri auðvitað eðlilegast að núverandi stjórnarflokkar, utan Vinstri grænna, reyndu að mynda nýjan meirihluta í þinginu eða stofna til minnihlutastjórnar, sem varin yrði vantrausti, um þau verkefni sem nauðsynlegt er að leysa úr áður en boðað yrði til kosninga. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun