Gervihnettir gætu tekið við símamöstrum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. janúar 2024 07:33 Síma- og netsamband gæti farið fram í gegn um gervihnetti ef Ísland tekur þátt í verkefninu. NASA Íslensk stjórnvöld hafa nú til skoðunar hvort landið eigi að taka þátt í áætlun Evrópusambandsins um öryggisfjarskiptakerfi um gervihnetti. Markmið þess er að tryggja aðgengi að hraðvirkum, öruggum og hagkvæmum fjarskiptum á heimsvísu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skoðar nú þessa möguleika fyrir hönd ríkisstjórnar landsins. Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að framkvæmdastjórn ESB hafi samþykkt að hefja samningaviðræður við Íslands um þátttöku í áætluninni, sem heitir á ensku Secure Connectivity Programme. Ætlast er til þess að áætlunin styðji við mikilvæga fjarskiptainnviði innan ESB og tryggi aðgengi löggæslu og viðbragðsaðila að öruggum fjarskiptum í neyð. Áformin fela jafnframt í sér uppbyggingu kerfis sem einkaaðilar gætu nýtt til að bjóða hraðvirka netþjónustu um alla Evrópu, þar með talið á dreifbýlum svæðum. Fram kemur í tilkynningu ráðuneytisins að hagsmunir Íslands af þátttöku í verkefninu gæti falist í eftirfarandi þáttum: Að hafa rödd við þróun og uppbyggingu kerfisins með það að markmiði að þjónustan verði til staðar fyrir Ísland. Að tryggja aðgang að öruggu og lokuðu fjarskiptakerfi fyrir opinbera löggæslu-, neyðar- og viðbragðsaðila sem væru á forræði opinberra aðila. Mögulega einnig í öryggis- og landvarnarskyni. Að hafa aðgang að netþjónustu fyrir mikilvæga samfélagsinnviði ef landið yrði fyrir alvarlegri netárás eða að samband um sæstrengi myndi af einhverjum ástæðum rofna. Að tryggja íbúum á dreifbýlustu svæðum landsins aðgang að netþjónustu og/eða aðilum sem þurfa aðgang á hálendinu. Að greiða fyrir þátttöku íslenskra aðila, s.s. háskóla, stofnana og fyrirtækja, að þróun, uppbyggingu og rekstri kerfisins. Lagt hefur verið til að háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið fari fyrir viðræðunum við ESB, enda fari ráðuneytið með netöryggis- og fjarskiptamál. Ráðuneytið verði jafnframt í viðræðunum í samstarfi við innviða- og utanríkisráðuneytin auk annarra ráðuneyta og EFTA-skrifstofurnar í Brussel. Evrópusambandið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Netöryggi Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skoðar nú þessa möguleika fyrir hönd ríkisstjórnar landsins. Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að framkvæmdastjórn ESB hafi samþykkt að hefja samningaviðræður við Íslands um þátttöku í áætluninni, sem heitir á ensku Secure Connectivity Programme. Ætlast er til þess að áætlunin styðji við mikilvæga fjarskiptainnviði innan ESB og tryggi aðgengi löggæslu og viðbragðsaðila að öruggum fjarskiptum í neyð. Áformin fela jafnframt í sér uppbyggingu kerfis sem einkaaðilar gætu nýtt til að bjóða hraðvirka netþjónustu um alla Evrópu, þar með talið á dreifbýlum svæðum. Fram kemur í tilkynningu ráðuneytisins að hagsmunir Íslands af þátttöku í verkefninu gæti falist í eftirfarandi þáttum: Að hafa rödd við þróun og uppbyggingu kerfisins með það að markmiði að þjónustan verði til staðar fyrir Ísland. Að tryggja aðgang að öruggu og lokuðu fjarskiptakerfi fyrir opinbera löggæslu-, neyðar- og viðbragðsaðila sem væru á forræði opinberra aðila. Mögulega einnig í öryggis- og landvarnarskyni. Að hafa aðgang að netþjónustu fyrir mikilvæga samfélagsinnviði ef landið yrði fyrir alvarlegri netárás eða að samband um sæstrengi myndi af einhverjum ástæðum rofna. Að tryggja íbúum á dreifbýlustu svæðum landsins aðgang að netþjónustu og/eða aðilum sem þurfa aðgang á hálendinu. Að greiða fyrir þátttöku íslenskra aðila, s.s. háskóla, stofnana og fyrirtækja, að þróun, uppbyggingu og rekstri kerfisins. Lagt hefur verið til að háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið fari fyrir viðræðunum við ESB, enda fari ráðuneytið með netöryggis- og fjarskiptamál. Ráðuneytið verði jafnframt í viðræðunum í samstarfi við innviða- og utanríkisráðuneytin auk annarra ráðuneyta og EFTA-skrifstofurnar í Brussel.
Evrópusambandið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Netöryggi Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Sjá meira