Kortlögðu Covid-19 tveimur vikum áður en erfðamengið var opinberað Samúel Karl Ólason skrifar 18. janúar 2024 11:54 Yfirvöld í Kína eru grunuð um að hafa leynt upplýsingum um Covid-19 í upphafi faraldursins sem dró milljónir til dauða. Getty/Kevin Frayer Kínverskir vísindamenn reyndu að birta kortlagt erfðamengi Nýju kórónuveirunnar, tveimur vikum áður en yfirvöld í Kína opinberuðu erfðamengið. Þetta kemur fram í nýlega opinberuðum gögnum í Bandaríkjunum og gæti töfin hafa tafið rannsóknir á veirunni og þróun bóluefna í uppruna heimsfaraldursins. Gögnin, sem opinberuð voru af nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar uppruna kórónuveirunnar, vekja upp spurningar um leyndarhyggju kínverskra embættismanna samkvæmt frétt Wall Street Journal en sérfræðingar vara við því að þau varpa ekki ljósi á mögulegan uppruna veirunnar. Þann 28. desember, þegar ráðamenn í Kína töluðu enn um Covid-19 sem óþekkta lungnabólgu, sendi vísindamaðurinn Lili Ren kortlagt erfðamengi SARS-CoV-2 kórónuveirunnar inn til GenBank, sem er opinn gagnagrunnur um erfðamengi sem stýrt er frá Bandaríkjunum. Þremur dögum eftir það var Ren svarað um að það vantaði frekari upplýsingar en þar sem hún svaraði ekki var gögnum frá henni eytt þann 16. janúar. Þann 12. janúar sendi teymi kínverskra vísindamanna einnig erfðamengi, sem sagt er hafa verið nánast það sama og Ren hafi sent inn tveimur vikum áður. Degi áður höfðu kínverskir vísindamenn sent sama erfðamengi til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Í frétt WSJ segir að þessar tvær vikur hefðu getað skipt miklu máli við að hjálpa alþjóðasamfélaginu að þróa varnir gegn veirunni, sem talin er hafa dregið milljónir manna til dauða. Héldu aftur af vísindamönnum Scott Gottlieb, sem hefur skrifað um viðleitni kínverskra vísindamanna til að kortleggja erfðamengi kórónuveirunnar, sagði Washington Post, að þessi nýju gögn gæfu til kynna að vísindamenn hafi reynt að birta erfðamengið áður en ráðamenn í Kína gripu fram fyrir hendurnar á þeim. Hann segir þetta enn eina staðfestingu á því að vísindamenn hafi kortlagt erðamengið fyrr en Kínverjar hafa sagt opinberlega. Vísar hann til þess að ráðamenn hafi skipað vísindamönnum í byrjun janúar 2020 að birta ekki gögn um erfðamengi veirunnar. „Við þurfum að komast til botns á því af hverju yfirvöld kæfðu eðlilegar tilraunir vísindamanna til að skilja óþekkta veiru.“ Umdeildur uppruni Uppruni Covid-19 hefur lengi verið umdeildur og mörgum spurningum um hann er enn ósvarað. Veiran stakk fyrst upp kollinum, eftir því sem best er vitað, í Wuhan í Kína. Þar má finna margar rannsóknarstofur þar sem unnið er að rannsóknum á kórónuveirum, vegna þess að mörg dýr á svæðinu, eins og leðurblökur, bera ýmsar kórónuveirur. Líklegast þykir að veiran sem veldur Covid-19 hafi borist í menn úr leðurblökum, með mögulegri viðkomu í annarri dýrategund, eins og áður hefur gerst. Mörg af allra fyrstu smitunum eru talin tengjast markaði í borginni en þar voru dýr eins og leðurblökur og beltisdýr, sem bera gjarnan kórónuveirur, seld til manneldis. Kínverskir embættismenn létu þó farga öllum dýrunum á markaðnum í upphafi faraldursins. Því var ekki hægt að greina þau almennilega. Yfirvöld í Bandaríkjunum og víðar hafa einnig haft til rannsóknar hvort veiran hafi lekið úr rannsóknarstofu í Wuhan. Því hefur verið haldið fram víða og þar á meðal í Bandaríkjunum. Þó mörgum spurningum sé ósvarað um upphaf faraldurs Covid eru sérfræðingar sammála um að veiran sem olli honum hafi þróast náttúrulega, hvort sem hún barst úr dýrum í menn eða lak fyrir slysni úr rannsóknarstofu. Ekki er sjálfgefið að finna uppruna faraldra. Það hefur til að mynda ekki tekist með ebólu sem barst fyrst í menn fyrir meira en fjörutíu árum, svo vitað sé. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sendi sérfræðingateymi til Kína í janúar 2021 sem áttu að framkvæma rannsókn á uppruna faraldursins. Það var eftir langar viðræður við yfirvöld í Kína, sem höfðu staðið í vegi rannsóknar og reynt að halda því fram að veiran hefði borist til Kína erlendis frá. Ráðamenn í Kína hafa verið ósáttir við þær ásakanir og fregnir um að þeir hafi haldið vitlaust á málum í upphafi faraldursins. Teymið varði mánuði í Kína og þar af tveimur vikum í einangrun. Vísindamenn WHO fengu aðgang að skýrslum og rannsóknum kínverskra vísindamanna og embættismanna en ekki að hráum gögnum. Rannsóknin skilaði litlum árangri og yfirvöld í Kína hafa staðið í vegi þess að alþjóðlegt teymi vísindamanna rannsaki málið frekar. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Gögnin, sem opinberuð voru af nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar uppruna kórónuveirunnar, vekja upp spurningar um leyndarhyggju kínverskra embættismanna samkvæmt frétt Wall Street Journal en sérfræðingar vara við því að þau varpa ekki ljósi á mögulegan uppruna veirunnar. Þann 28. desember, þegar ráðamenn í Kína töluðu enn um Covid-19 sem óþekkta lungnabólgu, sendi vísindamaðurinn Lili Ren kortlagt erfðamengi SARS-CoV-2 kórónuveirunnar inn til GenBank, sem er opinn gagnagrunnur um erfðamengi sem stýrt er frá Bandaríkjunum. Þremur dögum eftir það var Ren svarað um að það vantaði frekari upplýsingar en þar sem hún svaraði ekki var gögnum frá henni eytt þann 16. janúar. Þann 12. janúar sendi teymi kínverskra vísindamanna einnig erfðamengi, sem sagt er hafa verið nánast það sama og Ren hafi sent inn tveimur vikum áður. Degi áður höfðu kínverskir vísindamenn sent sama erfðamengi til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Í frétt WSJ segir að þessar tvær vikur hefðu getað skipt miklu máli við að hjálpa alþjóðasamfélaginu að þróa varnir gegn veirunni, sem talin er hafa dregið milljónir manna til dauða. Héldu aftur af vísindamönnum Scott Gottlieb, sem hefur skrifað um viðleitni kínverskra vísindamanna til að kortleggja erfðamengi kórónuveirunnar, sagði Washington Post, að þessi nýju gögn gæfu til kynna að vísindamenn hafi reynt að birta erfðamengið áður en ráðamenn í Kína gripu fram fyrir hendurnar á þeim. Hann segir þetta enn eina staðfestingu á því að vísindamenn hafi kortlagt erðamengið fyrr en Kínverjar hafa sagt opinberlega. Vísar hann til þess að ráðamenn hafi skipað vísindamönnum í byrjun janúar 2020 að birta ekki gögn um erfðamengi veirunnar. „Við þurfum að komast til botns á því af hverju yfirvöld kæfðu eðlilegar tilraunir vísindamanna til að skilja óþekkta veiru.“ Umdeildur uppruni Uppruni Covid-19 hefur lengi verið umdeildur og mörgum spurningum um hann er enn ósvarað. Veiran stakk fyrst upp kollinum, eftir því sem best er vitað, í Wuhan í Kína. Þar má finna margar rannsóknarstofur þar sem unnið er að rannsóknum á kórónuveirum, vegna þess að mörg dýr á svæðinu, eins og leðurblökur, bera ýmsar kórónuveirur. Líklegast þykir að veiran sem veldur Covid-19 hafi borist í menn úr leðurblökum, með mögulegri viðkomu í annarri dýrategund, eins og áður hefur gerst. Mörg af allra fyrstu smitunum eru talin tengjast markaði í borginni en þar voru dýr eins og leðurblökur og beltisdýr, sem bera gjarnan kórónuveirur, seld til manneldis. Kínverskir embættismenn létu þó farga öllum dýrunum á markaðnum í upphafi faraldursins. Því var ekki hægt að greina þau almennilega. Yfirvöld í Bandaríkjunum og víðar hafa einnig haft til rannsóknar hvort veiran hafi lekið úr rannsóknarstofu í Wuhan. Því hefur verið haldið fram víða og þar á meðal í Bandaríkjunum. Þó mörgum spurningum sé ósvarað um upphaf faraldurs Covid eru sérfræðingar sammála um að veiran sem olli honum hafi þróast náttúrulega, hvort sem hún barst úr dýrum í menn eða lak fyrir slysni úr rannsóknarstofu. Ekki er sjálfgefið að finna uppruna faraldra. Það hefur til að mynda ekki tekist með ebólu sem barst fyrst í menn fyrir meira en fjörutíu árum, svo vitað sé. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sendi sérfræðingateymi til Kína í janúar 2021 sem áttu að framkvæma rannsókn á uppruna faraldursins. Það var eftir langar viðræður við yfirvöld í Kína, sem höfðu staðið í vegi rannsóknar og reynt að halda því fram að veiran hefði borist til Kína erlendis frá. Ráðamenn í Kína hafa verið ósáttir við þær ásakanir og fregnir um að þeir hafi haldið vitlaust á málum í upphafi faraldursins. Teymið varði mánuði í Kína og þar af tveimur vikum í einangrun. Vísindamenn WHO fengu aðgang að skýrslum og rannsóknum kínverskra vísindamanna og embættismanna en ekki að hráum gögnum. Rannsóknin skilaði litlum árangri og yfirvöld í Kína hafa staðið í vegi þess að alþjóðlegt teymi vísindamanna rannsaki málið frekar.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira