Kortlögðu Covid-19 tveimur vikum áður en erfðamengið var opinberað Samúel Karl Ólason skrifar 18. janúar 2024 11:54 Yfirvöld í Kína eru grunuð um að hafa leynt upplýsingum um Covid-19 í upphafi faraldursins sem dró milljónir til dauða. Getty/Kevin Frayer Kínverskir vísindamenn reyndu að birta kortlagt erfðamengi Nýju kórónuveirunnar, tveimur vikum áður en yfirvöld í Kína opinberuðu erfðamengið. Þetta kemur fram í nýlega opinberuðum gögnum í Bandaríkjunum og gæti töfin hafa tafið rannsóknir á veirunni og þróun bóluefna í uppruna heimsfaraldursins. Gögnin, sem opinberuð voru af nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar uppruna kórónuveirunnar, vekja upp spurningar um leyndarhyggju kínverskra embættismanna samkvæmt frétt Wall Street Journal en sérfræðingar vara við því að þau varpa ekki ljósi á mögulegan uppruna veirunnar. Þann 28. desember, þegar ráðamenn í Kína töluðu enn um Covid-19 sem óþekkta lungnabólgu, sendi vísindamaðurinn Lili Ren kortlagt erfðamengi SARS-CoV-2 kórónuveirunnar inn til GenBank, sem er opinn gagnagrunnur um erfðamengi sem stýrt er frá Bandaríkjunum. Þremur dögum eftir það var Ren svarað um að það vantaði frekari upplýsingar en þar sem hún svaraði ekki var gögnum frá henni eytt þann 16. janúar. Þann 12. janúar sendi teymi kínverskra vísindamanna einnig erfðamengi, sem sagt er hafa verið nánast það sama og Ren hafi sent inn tveimur vikum áður. Degi áður höfðu kínverskir vísindamenn sent sama erfðamengi til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Í frétt WSJ segir að þessar tvær vikur hefðu getað skipt miklu máli við að hjálpa alþjóðasamfélaginu að þróa varnir gegn veirunni, sem talin er hafa dregið milljónir manna til dauða. Héldu aftur af vísindamönnum Scott Gottlieb, sem hefur skrifað um viðleitni kínverskra vísindamanna til að kortleggja erfðamengi kórónuveirunnar, sagði Washington Post, að þessi nýju gögn gæfu til kynna að vísindamenn hafi reynt að birta erfðamengið áður en ráðamenn í Kína gripu fram fyrir hendurnar á þeim. Hann segir þetta enn eina staðfestingu á því að vísindamenn hafi kortlagt erðamengið fyrr en Kínverjar hafa sagt opinberlega. Vísar hann til þess að ráðamenn hafi skipað vísindamönnum í byrjun janúar 2020 að birta ekki gögn um erfðamengi veirunnar. „Við þurfum að komast til botns á því af hverju yfirvöld kæfðu eðlilegar tilraunir vísindamanna til að skilja óþekkta veiru.“ Umdeildur uppruni Uppruni Covid-19 hefur lengi verið umdeildur og mörgum spurningum um hann er enn ósvarað. Veiran stakk fyrst upp kollinum, eftir því sem best er vitað, í Wuhan í Kína. Þar má finna margar rannsóknarstofur þar sem unnið er að rannsóknum á kórónuveirum, vegna þess að mörg dýr á svæðinu, eins og leðurblökur, bera ýmsar kórónuveirur. Líklegast þykir að veiran sem veldur Covid-19 hafi borist í menn úr leðurblökum, með mögulegri viðkomu í annarri dýrategund, eins og áður hefur gerst. Mörg af allra fyrstu smitunum eru talin tengjast markaði í borginni en þar voru dýr eins og leðurblökur og beltisdýr, sem bera gjarnan kórónuveirur, seld til manneldis. Kínverskir embættismenn létu þó farga öllum dýrunum á markaðnum í upphafi faraldursins. Því var ekki hægt að greina þau almennilega. Yfirvöld í Bandaríkjunum og víðar hafa einnig haft til rannsóknar hvort veiran hafi lekið úr rannsóknarstofu í Wuhan. Því hefur verið haldið fram víða og þar á meðal í Bandaríkjunum. Þó mörgum spurningum sé ósvarað um upphaf faraldurs Covid eru sérfræðingar sammála um að veiran sem olli honum hafi þróast náttúrulega, hvort sem hún barst úr dýrum í menn eða lak fyrir slysni úr rannsóknarstofu. Ekki er sjálfgefið að finna uppruna faraldra. Það hefur til að mynda ekki tekist með ebólu sem barst fyrst í menn fyrir meira en fjörutíu árum, svo vitað sé. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sendi sérfræðingateymi til Kína í janúar 2021 sem áttu að framkvæma rannsókn á uppruna faraldursins. Það var eftir langar viðræður við yfirvöld í Kína, sem höfðu staðið í vegi rannsóknar og reynt að halda því fram að veiran hefði borist til Kína erlendis frá. Ráðamenn í Kína hafa verið ósáttir við þær ásakanir og fregnir um að þeir hafi haldið vitlaust á málum í upphafi faraldursins. Teymið varði mánuði í Kína og þar af tveimur vikum í einangrun. Vísindamenn WHO fengu aðgang að skýrslum og rannsóknum kínverskra vísindamanna og embættismanna en ekki að hráum gögnum. Rannsóknin skilaði litlum árangri og yfirvöld í Kína hafa staðið í vegi þess að alþjóðlegt teymi vísindamanna rannsaki málið frekar. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Sjá meira
Gögnin, sem opinberuð voru af nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar uppruna kórónuveirunnar, vekja upp spurningar um leyndarhyggju kínverskra embættismanna samkvæmt frétt Wall Street Journal en sérfræðingar vara við því að þau varpa ekki ljósi á mögulegan uppruna veirunnar. Þann 28. desember, þegar ráðamenn í Kína töluðu enn um Covid-19 sem óþekkta lungnabólgu, sendi vísindamaðurinn Lili Ren kortlagt erfðamengi SARS-CoV-2 kórónuveirunnar inn til GenBank, sem er opinn gagnagrunnur um erfðamengi sem stýrt er frá Bandaríkjunum. Þremur dögum eftir það var Ren svarað um að það vantaði frekari upplýsingar en þar sem hún svaraði ekki var gögnum frá henni eytt þann 16. janúar. Þann 12. janúar sendi teymi kínverskra vísindamanna einnig erfðamengi, sem sagt er hafa verið nánast það sama og Ren hafi sent inn tveimur vikum áður. Degi áður höfðu kínverskir vísindamenn sent sama erfðamengi til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Í frétt WSJ segir að þessar tvær vikur hefðu getað skipt miklu máli við að hjálpa alþjóðasamfélaginu að þróa varnir gegn veirunni, sem talin er hafa dregið milljónir manna til dauða. Héldu aftur af vísindamönnum Scott Gottlieb, sem hefur skrifað um viðleitni kínverskra vísindamanna til að kortleggja erfðamengi kórónuveirunnar, sagði Washington Post, að þessi nýju gögn gæfu til kynna að vísindamenn hafi reynt að birta erfðamengið áður en ráðamenn í Kína gripu fram fyrir hendurnar á þeim. Hann segir þetta enn eina staðfestingu á því að vísindamenn hafi kortlagt erðamengið fyrr en Kínverjar hafa sagt opinberlega. Vísar hann til þess að ráðamenn hafi skipað vísindamönnum í byrjun janúar 2020 að birta ekki gögn um erfðamengi veirunnar. „Við þurfum að komast til botns á því af hverju yfirvöld kæfðu eðlilegar tilraunir vísindamanna til að skilja óþekkta veiru.“ Umdeildur uppruni Uppruni Covid-19 hefur lengi verið umdeildur og mörgum spurningum um hann er enn ósvarað. Veiran stakk fyrst upp kollinum, eftir því sem best er vitað, í Wuhan í Kína. Þar má finna margar rannsóknarstofur þar sem unnið er að rannsóknum á kórónuveirum, vegna þess að mörg dýr á svæðinu, eins og leðurblökur, bera ýmsar kórónuveirur. Líklegast þykir að veiran sem veldur Covid-19 hafi borist í menn úr leðurblökum, með mögulegri viðkomu í annarri dýrategund, eins og áður hefur gerst. Mörg af allra fyrstu smitunum eru talin tengjast markaði í borginni en þar voru dýr eins og leðurblökur og beltisdýr, sem bera gjarnan kórónuveirur, seld til manneldis. Kínverskir embættismenn létu þó farga öllum dýrunum á markaðnum í upphafi faraldursins. Því var ekki hægt að greina þau almennilega. Yfirvöld í Bandaríkjunum og víðar hafa einnig haft til rannsóknar hvort veiran hafi lekið úr rannsóknarstofu í Wuhan. Því hefur verið haldið fram víða og þar á meðal í Bandaríkjunum. Þó mörgum spurningum sé ósvarað um upphaf faraldurs Covid eru sérfræðingar sammála um að veiran sem olli honum hafi þróast náttúrulega, hvort sem hún barst úr dýrum í menn eða lak fyrir slysni úr rannsóknarstofu. Ekki er sjálfgefið að finna uppruna faraldra. Það hefur til að mynda ekki tekist með ebólu sem barst fyrst í menn fyrir meira en fjörutíu árum, svo vitað sé. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sendi sérfræðingateymi til Kína í janúar 2021 sem áttu að framkvæma rannsókn á uppruna faraldursins. Það var eftir langar viðræður við yfirvöld í Kína, sem höfðu staðið í vegi rannsóknar og reynt að halda því fram að veiran hefði borist til Kína erlendis frá. Ráðamenn í Kína hafa verið ósáttir við þær ásakanir og fregnir um að þeir hafi haldið vitlaust á málum í upphafi faraldursins. Teymið varði mánuði í Kína og þar af tveimur vikum í einangrun. Vísindamenn WHO fengu aðgang að skýrslum og rannsóknum kínverskra vísindamanna og embættismanna en ekki að hráum gögnum. Rannsóknin skilaði litlum árangri og yfirvöld í Kína hafa staðið í vegi þess að alþjóðlegt teymi vísindamanna rannsaki málið frekar.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Sjá meira