„Stríð í sextíu mínútur á móti þessum turnum“ Sindri Sverrisson skrifar 16. janúar 2024 13:30 Varnarnaglinn Ýmir Örn Gíslason gleðst með áhorfendum eftir að sigurinn gegn Svartfellingum var í höfn. VÍSIR/VILHELM Ýmir Örn Gíslason, einn af strákunum okkar á EM í handbolta, fær að glíma við einn allra erfiðasta línumann heims í kvöld þegar hann tekst á við hinn tröllvaxna Bence Bánhidi. Leikur Íslands og Ungverjalands er úrslitaleikur um efsta sæti C-riðils en þessi lið þekkjast afar vel eftir rimmur síðustu ára. Ungverjar unnu á HM í fyrra en Ísland á EM fyrir tveimur árum. „Ég er bara mjög spenntur. Þetta verður krefjandi leikur. Þeir eru mjög góðir og að spila vel. Mér finnst þeir líta betur út núna en á síðustu árum. Þeir eru rosalega þéttir varnarlega, og við þurfum þessa þolinmæði til að taka 2-3 aukasendingar til að komast í gegn. Þetta verður auðvitað ekki svo einfalt en þannig er hugmyndin í grófum dráttum. Varnarlega verður þetta stríð í sextíu mínútur á móti þessum tveimur turnum á línunni, skyttunum sem þeir hafa og litlu, snöggu miðjumönnunum,“ sagði Ýmir á æfingu landsliðsins í gær. Klippa: Ýmir um stríðið við Banhidi En hvernig er að eiga við Bánhidi og félaga? „Það er bara ekki auðvelt. Hann er stór og sterkur, grípur vel, slúttar vel, er vel staðsettur. Hann er erfiður að eiga við.“ Hvað er best að gera? Þétta vel í kringum hann og treysta markvörðunum „Ætli það sé ekki bara að vera klókir og átta okkur á því þegar það er verið að spila upp á hann [Bánhidi]. Hvort þeir ætli í skot eða að spila á hann. Þétta vel í kringum hann og treysta þá bara markvörðunum betur. Þeir [markverðir Íslands] eru helvíti góðir í þessum skotum að utan. Ætli þetta snúist ekki um að treysta og trúa?“ Ísland gerði jafntefli við Serbíu í fyrsta leik og vann svo eins marks sigur á Svartfjallalandi í fyrradag. Ungverjar hafa unnið báða leiki sína en það þýðir að með sigri í kvöld kæmist Ísland með tvö stig áfram í milliriðil. „Við getum allir verið sammála um að við eigum meira inni. Hvort sem það er sóknarlega eða varnarlega, í hlaupum og allt þetta. Það er rosalega gott að vera komnir með þessi þrjú stig en vera samt að spila ekki nógu vel, og á köflum eiginlega illa. Það er það jákvæða sem maður tekur út úr þessu.“ Næsti leikur Íslands er gegn Ungverjalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira
Leikur Íslands og Ungverjalands er úrslitaleikur um efsta sæti C-riðils en þessi lið þekkjast afar vel eftir rimmur síðustu ára. Ungverjar unnu á HM í fyrra en Ísland á EM fyrir tveimur árum. „Ég er bara mjög spenntur. Þetta verður krefjandi leikur. Þeir eru mjög góðir og að spila vel. Mér finnst þeir líta betur út núna en á síðustu árum. Þeir eru rosalega þéttir varnarlega, og við þurfum þessa þolinmæði til að taka 2-3 aukasendingar til að komast í gegn. Þetta verður auðvitað ekki svo einfalt en þannig er hugmyndin í grófum dráttum. Varnarlega verður þetta stríð í sextíu mínútur á móti þessum tveimur turnum á línunni, skyttunum sem þeir hafa og litlu, snöggu miðjumönnunum,“ sagði Ýmir á æfingu landsliðsins í gær. Klippa: Ýmir um stríðið við Banhidi En hvernig er að eiga við Bánhidi og félaga? „Það er bara ekki auðvelt. Hann er stór og sterkur, grípur vel, slúttar vel, er vel staðsettur. Hann er erfiður að eiga við.“ Hvað er best að gera? Þétta vel í kringum hann og treysta markvörðunum „Ætli það sé ekki bara að vera klókir og átta okkur á því þegar það er verið að spila upp á hann [Bánhidi]. Hvort þeir ætli í skot eða að spila á hann. Þétta vel í kringum hann og treysta þá bara markvörðunum betur. Þeir [markverðir Íslands] eru helvíti góðir í þessum skotum að utan. Ætli þetta snúist ekki um að treysta og trúa?“ Ísland gerði jafntefli við Serbíu í fyrsta leik og vann svo eins marks sigur á Svartfjallalandi í fyrradag. Ungverjar hafa unnið báða leiki sína en það þýðir að með sigri í kvöld kæmist Ísland með tvö stig áfram í milliriðil. „Við getum allir verið sammála um að við eigum meira inni. Hvort sem það er sóknarlega eða varnarlega, í hlaupum og allt þetta. Það er rosalega gott að vera komnir með þessi þrjú stig en vera samt að spila ekki nógu vel, og á köflum eiginlega illa. Það er það jákvæða sem maður tekur út úr þessu.“ Næsti leikur Íslands er gegn Ungverjalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira