„Það kemur dagur eftir þennan dag“ Vésteinn Örn Pétursson og Heimir Már Pétursson skrifa 15. janúar 2024 20:40 Á morgun lýkur borgarstjóraferli Dags og Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, tekur við. Vísir/Einar Dagur B. Eggertsson vann sinn síðasta dag sem borgarstjóri á þessu kjörtímabili í dag og hefur stólaskipti við Einar Þorsteinsson formann borgarráðs á morgun. „Ég er búinn að vera hérna síðustu daga, alla helgina, að setja niður og ganga frá. Það er góð tilfinningin og fyllir mann stolti að skilja vel við,“ sagði Dagur þegar rætt var við hann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Dagur segist telja að hann muni sakna margra hluta, nú þegar borgarstjóraferlinum lýkur. „Ég skal bara alveg vera heiðarlegur með það. En það er líka gott að vera í góðum meirihluta og sjá þessi mál halda áfram. Ég finn fyrir heilmiklu stolti og kaflaskil eru líka bara spennandi,“ sagði Dagur. Í innslaginu hér að neðan má sjá að Dagur hefur sankað að sér þónokkrum fjölda skófla. Þó er ekki um að ræða allar þær skóflur sem hann hefur beitt við skóflustungur í gegnum árin. „Nei, ég var stopppaður þegar ég var búinn að safna mér rúmlega 20 skóflum. Það hafa líka komið hérna krakkar sem hafa verið duglegir að moka snjó í sínum hverfum. Þá hef ég stundum gefið skóflu. Þetta er hringrásarhagkerfi,“ sagði Dagur, sem kvaðst ekki viss hvort hann þyrði að taka eina skóflu með sér heim. Útilokar ekkert Flokkur Dags, Samfylkingin, hefur að undanförnu notið mikils fylgis í skoðanakönnunum á landsvísu. Því lá beinast við að spyrja Dag á þessum tímamótum hvort hann ætlaði sér á þing. „Eitt af því sem hefur glatt mig síðasta árið er að við höfum líka mælst bara býsna vel í borginni, þrátt fyrir að hafa verið lengi í meirihluta. En nú lýkur þessum kafla hjá mér og ég hef sagt að ég útiloki svo sem ekki neitt, en ég er ekki búinn að ákveða neitt heldur,“ sagði Dagur. Aðspurður hvort hann hefði rætt málið við Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, sagði hann að þau ræddu oft saman. „En hún er að standa sig mjög vel, og flokkurinn í heild. Það sem ég held að sé lykillinn, alveg eins og hérna í borginni, er bara að fara út, tala við fólk, hlusta hvað það er að segja, hvað brennur helst á því, og búa svo til góða pólitík til þess að mæta því. Mæta áhyggjunum en líka vonunum,“ sagði Dagur. Fréttamaður bar þá upp á borgarstjóra brandara sem telja verður líklegt að sá síðarnefndi hafi áður heyrt „Dagur að kveldi kominn.“ Dagur var ekki lengi að svara til: „Það kemur dagur eftir þennan dag.“ Dagur ásamt eiginkonu sinni, Örnu Dögg Einarsdóttur. Borgarstjórn Reykjavík Samfylkingin Tímamót Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
„Ég er búinn að vera hérna síðustu daga, alla helgina, að setja niður og ganga frá. Það er góð tilfinningin og fyllir mann stolti að skilja vel við,“ sagði Dagur þegar rætt var við hann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Dagur segist telja að hann muni sakna margra hluta, nú þegar borgarstjóraferlinum lýkur. „Ég skal bara alveg vera heiðarlegur með það. En það er líka gott að vera í góðum meirihluta og sjá þessi mál halda áfram. Ég finn fyrir heilmiklu stolti og kaflaskil eru líka bara spennandi,“ sagði Dagur. Í innslaginu hér að neðan má sjá að Dagur hefur sankað að sér þónokkrum fjölda skófla. Þó er ekki um að ræða allar þær skóflur sem hann hefur beitt við skóflustungur í gegnum árin. „Nei, ég var stopppaður þegar ég var búinn að safna mér rúmlega 20 skóflum. Það hafa líka komið hérna krakkar sem hafa verið duglegir að moka snjó í sínum hverfum. Þá hef ég stundum gefið skóflu. Þetta er hringrásarhagkerfi,“ sagði Dagur, sem kvaðst ekki viss hvort hann þyrði að taka eina skóflu með sér heim. Útilokar ekkert Flokkur Dags, Samfylkingin, hefur að undanförnu notið mikils fylgis í skoðanakönnunum á landsvísu. Því lá beinast við að spyrja Dag á þessum tímamótum hvort hann ætlaði sér á þing. „Eitt af því sem hefur glatt mig síðasta árið er að við höfum líka mælst bara býsna vel í borginni, þrátt fyrir að hafa verið lengi í meirihluta. En nú lýkur þessum kafla hjá mér og ég hef sagt að ég útiloki svo sem ekki neitt, en ég er ekki búinn að ákveða neitt heldur,“ sagði Dagur. Aðspurður hvort hann hefði rætt málið við Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar, sagði hann að þau ræddu oft saman. „En hún er að standa sig mjög vel, og flokkurinn í heild. Það sem ég held að sé lykillinn, alveg eins og hérna í borginni, er bara að fara út, tala við fólk, hlusta hvað það er að segja, hvað brennur helst á því, og búa svo til góða pólitík til þess að mæta því. Mæta áhyggjunum en líka vonunum,“ sagði Dagur. Fréttamaður bar þá upp á borgarstjóra brandara sem telja verður líklegt að sá síðarnefndi hafi áður heyrt „Dagur að kveldi kominn.“ Dagur var ekki lengi að svara til: „Það kemur dagur eftir þennan dag.“ Dagur ásamt eiginkonu sinni, Örnu Dögg Einarsdóttur.
Borgarstjórn Reykjavík Samfylkingin Tímamót Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira