Rekstur neyslurýmis í Borgartúni samþykktur Lovísa Arnardóttir skrifar 12. janúar 2024 08:48 Neyslurýmið verður á lóð í Borgartúni 5. Þar beint við eru skrifstofur Reykjavíkurborgar þar sem margir notendur sækja reglulega þjónustu. Vísir/Arnar Byggingarfulltrúi samþykkti í vikunni umsókn Rauða kross Íslands um að koma upp einingahúsum fyrir neyslurými á lóð við Borgartún 5 í Reykjavík. Umsóknin var samþykkt þann 9. janúar. Ósk Sigurðardóttir, deildarstjóri Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu, segir samþykktina mikið gleðiefni. Rauði krossinn hafi unnið að þessu allt frá því að neyslurýminu Ylju var lokað síðasta vor. „Við erum ekki búin að fá lóðina eða byggingarleyfið afhent og ég er að bíða eftir upplýsingum um hversu langan tíma það tekur,“ segir Ósk „Terra eru tilbúin með einingarnar og eru ekkert lengi að setja þetta upp. En við þurfum að fá lóðina afhenta auk þess sem það þarf að tilnefna byggingarstjóra,“ segir Ósk og því liggi ekki alveg fyrir hvenær verði hægt að hefja framkvæmdir. Svona líta einingahúsin út sem Terra einingar láta Rauða krossinn fá án endurgjalds.Vísir/Sigurjón Spurð hvers vegna þessi staðsetning hafi orðið fyrir valinu segir Ósk að svæðið sé miðsvæðið og nálægt ýmissi þjónustu sem notendur þjónustunnar eru í. „Það var erfitt að finna rými. Þetta var staðsetning og rými sem hentaði og er nálægt gistiskýlunum, konukoti, Samhjálp og annarri þjónustu sem notendur sækja hjá Reykjavíkurborg en skrifstofur borgarinnar eru beint á móti.“ Ósk tók við sem deildarstjóri Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Hér er hún í bíl Frú Ragnheiðar. Aðsend Ósk segir að hún viti ekki til þess að neinar íbúðir séu nálægt lóðinni. Aðeins sé um að ræða atvinnuhúsnæði. Rýmið er alls 118,4 fermetrar en inni í því verður móttaka, forstofa, reykherbergi og salerni. „Svo er neyslurýmið sjálft og viðtalsrými, Svo verða salerni fyrir þau sem koma í neyslurýmið og kaffistofa og sér salerni fyrir starfsfólk,“ segir Ósk og að það sé gengið inn á einum stað og út á öðrum. Pláss fyrir fimm í einu Hún segir að pláss sé fyrir fjóra til fimm inni hverju sinni og því sé um að ræða gríðarlega þjónustuaukningu fyrir þennan hóp frá því að neyslurýmið var rekið í bíl. Þar komst aðeins einn inn í einu. Grunnteikning af því hvernig rýmið mun líta út. Ósk segir að auk þess sé Rauði krossinn að skoða að opna svokallaða símaráðgjöf fyrir fólk sem notar vímuefni. „Það er því verið að stórauka þjónustuna. Fyrirmyndin er sími að utan sem heitir „Never use alone“. Þar sem fólk getur hringt og verið með einhvern á línunni á meðan það notar vímuefni. Það getur komið í veg fyrir ofskömmtun og getur aukið öryggi fólks í vímuefnanotkun. Hún segir að miðað sé við að fólk geti hringt í símann og fengið aðstoð og upplýsingar vegna notkunar ýmissa efna. Er þetta stór dagur hjá ykkur í þessari vegferð? „Heldur betur. Það var mikil gleði í húsinu þegar við fengum svarið. Við erum ótrúlega spennt að halda áfram og undirbúa og láta þetta verða að veruleika. Við erum ótrúlega þakklát borginni og byggingarfulltrúa allri aðstoðinni sem þau hafa veitt okkur.“ Hvenær verður þetta tilbúið og opið fyrir notendur? „Ég ætla að vera mjög bjartsýn og leyfa mér að segja þrír mánuður. En það á eftir að koma þessu upp, kaupa allt inn og á öll leyfi. Það þarf að tengja frárennsli og rafmagn. Þannig tveir til þrír mánuðir er bjartsýn spá.“ Fíkn Heilbrigðismál Reykjavík Sveitarstjórnarmál Skipulag Hjálparstarf Tengdar fréttir Líst illa á að lífsbjargandi neyslurými verði í bifreið: „Fólk er að deyja“ Reykjavíkurborg skoðar að opna færanlegt neyslurými aftur á meðan leitað er að varanlegu rými. Rauði krossinn segir hugmyndina afleita. Að þjóðfélagshópurinn sem sæki sér þjónustuna eigi skilið betri húsakost en bíl. 4. október 2023 20:03 Rósum prýdd mótmæli á Austurvelli Á dögunum efndu Samtök aðstandenda og fíknisjúkra til mótmæla á Austurvelli. Með mótmælunum vildu samtökin koma skýrum skilaboðum til stjórnvalda um erfiða stöðu fólks sem glímir við vímuefnavanda. 19. desember 2023 08:00 Skilur sársaukann og áföllin að baki neyslunni Halldóra Mogensen segist skilja vel áföllin og sársaukann sem keyrir marga vímuefnanotendur áfram. Sjálf hafi hún leitað í vímuefni sem ung manneskja. Það ferðalag hafi endað á erfiðum stað en hefur orðið til þess að fíkniefnalöggjöf og afglæpavæðing hefur verið þingkonunni afar hugleikin. Svo hugleikin að nú hefur hún í fimmta sinn mælt fyrir frumvarpi um afglæpavæðingu. 23. október 2023 07:00 Hundrað sinnum á bráðamóttökuna vegna sýkinga á einu ári Dæmi eru um að einn einstaklingur hafi leitað 100 hundrað sinnum á bráðamóttökuna vegna sýkinga í kjölfar neyslu vímuefna í æð. Hjúkrunarfræðingur á smitsjúkdómadeild segir fleiri leita þangað og neyta vímuefna í ótryggum aðstæðum eftir að neyslurýminu Ylju var lokað. 24. ágúst 2023 19:57 Heyrir af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku Kona sem nýtti neyslurými Ylju reglulega segist heyra af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku. Það sé mikil synd að ekki takist að opna nýtt úrræði. Ekkert neyslurými hefur verið rekið í um hálft ár og ráðherra segir einungis vanta húsnæði. 14. ágúst 2023 20:30 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Ósk Sigurðardóttir, deildarstjóri Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu, segir samþykktina mikið gleðiefni. Rauði krossinn hafi unnið að þessu allt frá því að neyslurýminu Ylju var lokað síðasta vor. „Við erum ekki búin að fá lóðina eða byggingarleyfið afhent og ég er að bíða eftir upplýsingum um hversu langan tíma það tekur,“ segir Ósk „Terra eru tilbúin með einingarnar og eru ekkert lengi að setja þetta upp. En við þurfum að fá lóðina afhenta auk þess sem það þarf að tilnefna byggingarstjóra,“ segir Ósk og því liggi ekki alveg fyrir hvenær verði hægt að hefja framkvæmdir. Svona líta einingahúsin út sem Terra einingar láta Rauða krossinn fá án endurgjalds.Vísir/Sigurjón Spurð hvers vegna þessi staðsetning hafi orðið fyrir valinu segir Ósk að svæðið sé miðsvæðið og nálægt ýmissi þjónustu sem notendur þjónustunnar eru í. „Það var erfitt að finna rými. Þetta var staðsetning og rými sem hentaði og er nálægt gistiskýlunum, konukoti, Samhjálp og annarri þjónustu sem notendur sækja hjá Reykjavíkurborg en skrifstofur borgarinnar eru beint á móti.“ Ósk tók við sem deildarstjóri Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Hér er hún í bíl Frú Ragnheiðar. Aðsend Ósk segir að hún viti ekki til þess að neinar íbúðir séu nálægt lóðinni. Aðeins sé um að ræða atvinnuhúsnæði. Rýmið er alls 118,4 fermetrar en inni í því verður móttaka, forstofa, reykherbergi og salerni. „Svo er neyslurýmið sjálft og viðtalsrými, Svo verða salerni fyrir þau sem koma í neyslurýmið og kaffistofa og sér salerni fyrir starfsfólk,“ segir Ósk og að það sé gengið inn á einum stað og út á öðrum. Pláss fyrir fimm í einu Hún segir að pláss sé fyrir fjóra til fimm inni hverju sinni og því sé um að ræða gríðarlega þjónustuaukningu fyrir þennan hóp frá því að neyslurýmið var rekið í bíl. Þar komst aðeins einn inn í einu. Grunnteikning af því hvernig rýmið mun líta út. Ósk segir að auk þess sé Rauði krossinn að skoða að opna svokallaða símaráðgjöf fyrir fólk sem notar vímuefni. „Það er því verið að stórauka þjónustuna. Fyrirmyndin er sími að utan sem heitir „Never use alone“. Þar sem fólk getur hringt og verið með einhvern á línunni á meðan það notar vímuefni. Það getur komið í veg fyrir ofskömmtun og getur aukið öryggi fólks í vímuefnanotkun. Hún segir að miðað sé við að fólk geti hringt í símann og fengið aðstoð og upplýsingar vegna notkunar ýmissa efna. Er þetta stór dagur hjá ykkur í þessari vegferð? „Heldur betur. Það var mikil gleði í húsinu þegar við fengum svarið. Við erum ótrúlega spennt að halda áfram og undirbúa og láta þetta verða að veruleika. Við erum ótrúlega þakklát borginni og byggingarfulltrúa allri aðstoðinni sem þau hafa veitt okkur.“ Hvenær verður þetta tilbúið og opið fyrir notendur? „Ég ætla að vera mjög bjartsýn og leyfa mér að segja þrír mánuður. En það á eftir að koma þessu upp, kaupa allt inn og á öll leyfi. Það þarf að tengja frárennsli og rafmagn. Þannig tveir til þrír mánuðir er bjartsýn spá.“
Fíkn Heilbrigðismál Reykjavík Sveitarstjórnarmál Skipulag Hjálparstarf Tengdar fréttir Líst illa á að lífsbjargandi neyslurými verði í bifreið: „Fólk er að deyja“ Reykjavíkurborg skoðar að opna færanlegt neyslurými aftur á meðan leitað er að varanlegu rými. Rauði krossinn segir hugmyndina afleita. Að þjóðfélagshópurinn sem sæki sér þjónustuna eigi skilið betri húsakost en bíl. 4. október 2023 20:03 Rósum prýdd mótmæli á Austurvelli Á dögunum efndu Samtök aðstandenda og fíknisjúkra til mótmæla á Austurvelli. Með mótmælunum vildu samtökin koma skýrum skilaboðum til stjórnvalda um erfiða stöðu fólks sem glímir við vímuefnavanda. 19. desember 2023 08:00 Skilur sársaukann og áföllin að baki neyslunni Halldóra Mogensen segist skilja vel áföllin og sársaukann sem keyrir marga vímuefnanotendur áfram. Sjálf hafi hún leitað í vímuefni sem ung manneskja. Það ferðalag hafi endað á erfiðum stað en hefur orðið til þess að fíkniefnalöggjöf og afglæpavæðing hefur verið þingkonunni afar hugleikin. Svo hugleikin að nú hefur hún í fimmta sinn mælt fyrir frumvarpi um afglæpavæðingu. 23. október 2023 07:00 Hundrað sinnum á bráðamóttökuna vegna sýkinga á einu ári Dæmi eru um að einn einstaklingur hafi leitað 100 hundrað sinnum á bráðamóttökuna vegna sýkinga í kjölfar neyslu vímuefna í æð. Hjúkrunarfræðingur á smitsjúkdómadeild segir fleiri leita þangað og neyta vímuefna í ótryggum aðstæðum eftir að neyslurýminu Ylju var lokað. 24. ágúst 2023 19:57 Heyrir af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku Kona sem nýtti neyslurými Ylju reglulega segist heyra af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku. Það sé mikil synd að ekki takist að opna nýtt úrræði. Ekkert neyslurými hefur verið rekið í um hálft ár og ráðherra segir einungis vanta húsnæði. 14. ágúst 2023 20:30 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Líst illa á að lífsbjargandi neyslurými verði í bifreið: „Fólk er að deyja“ Reykjavíkurborg skoðar að opna færanlegt neyslurými aftur á meðan leitað er að varanlegu rými. Rauði krossinn segir hugmyndina afleita. Að þjóðfélagshópurinn sem sæki sér þjónustuna eigi skilið betri húsakost en bíl. 4. október 2023 20:03
Rósum prýdd mótmæli á Austurvelli Á dögunum efndu Samtök aðstandenda og fíknisjúkra til mótmæla á Austurvelli. Með mótmælunum vildu samtökin koma skýrum skilaboðum til stjórnvalda um erfiða stöðu fólks sem glímir við vímuefnavanda. 19. desember 2023 08:00
Skilur sársaukann og áföllin að baki neyslunni Halldóra Mogensen segist skilja vel áföllin og sársaukann sem keyrir marga vímuefnanotendur áfram. Sjálf hafi hún leitað í vímuefni sem ung manneskja. Það ferðalag hafi endað á erfiðum stað en hefur orðið til þess að fíkniefnalöggjöf og afglæpavæðing hefur verið þingkonunni afar hugleikin. Svo hugleikin að nú hefur hún í fimmta sinn mælt fyrir frumvarpi um afglæpavæðingu. 23. október 2023 07:00
Hundrað sinnum á bráðamóttökuna vegna sýkinga á einu ári Dæmi eru um að einn einstaklingur hafi leitað 100 hundrað sinnum á bráðamóttökuna vegna sýkinga í kjölfar neyslu vímuefna í æð. Hjúkrunarfræðingur á smitsjúkdómadeild segir fleiri leita þangað og neyta vímuefna í ótryggum aðstæðum eftir að neyslurýminu Ylju var lokað. 24. ágúst 2023 19:57
Heyrir af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku Kona sem nýtti neyslurými Ylju reglulega segist heyra af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku. Það sé mikil synd að ekki takist að opna nýtt úrræði. Ekkert neyslurými hefur verið rekið í um hálft ár og ráðherra segir einungis vanta húsnæði. 14. ágúst 2023 20:30