Spá því að ársverðbólga verði 5,9 prósent í apríl Lovísa Arnardóttir skrifar 11. janúar 2024 11:16 Útsölur og lækkun flugfargjalda á að vega á móti gjaldskrárhækkunum sem tóku gildi um áramót. Útsölur eru í flestum verslunum þessa dagana. Vísir/Vilhelm Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að verðbólga haldi áfram að hjaðna og verði komin í sex prósent í apríl. En til að það gerist þarf íbúðamarkaður „að vera til friðs“ og krónan að haldast stöðug. Þetta kemur fram í nýjustu spá deildarinnar sem birt var í dag. „Í desember síðastliðnum hjaðnaði verðbólga þvert á spár og mælist ársverðbólga nú 7,7%. Við erum nokkuð bjartsýn á verðbólguhorfur og teljum að verðbólga haldi áfram að hjaðna á næstu mánuðum og það nokkuð hratt. Helsta ástæða þess er að stórir hækkunarmánuðir á fyrri hluta síðasta árs eru að detta út úr 12 mánaða mælingunni,“ segir í spá Greiningar Íslandsbanka en höfundur hennar er Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur. Samkvæmt bráðabirgðaspá deildarinnar verður ársverðbólga 5,9 prósent í apríl gangi spáin eftir. Það sé talsverð óvissa og stærsti óvissuþátturinn sé verðþróun á íbúðamarkaði og gengi krónunnar. Bráðabirgðaspá þar til í apríl: Febrúar 0,8% - ársverðbólga mælist 6,6%: Útsölulok helstu áhrif Mars 0,5% - ársverðbólga mælist 6,6%: Útsölulok teygjast fram í mars Apríl 0,6% – ársverðbólga mælist 5,9%: Árstíðabundin hækkun flugfargjalda Í spá Greiningar kemur einnig fram að deildin spáir 0,4 prósent hækkun vísitölu neysluverðs í janúar. Ýmsar gjaldskrárbreytingar tóku gildi um áramót að vanda auk þess sem ýmis gjöld hækkuðu á milli mánaða. Hækkanir á bílum vega þar þyngst vegna niðurfellingar virðisaukaskatts á nýjum rafmagns- og vetnisbílum. Þess í stað er veittur styrkur úr Orkusjóði vegna kaupa á slíkum bílum sem kosta undir 10 milljónum króna sem á að draga aðeins úr hækkuninni. Greining hjá Íslandsbanka spáir því að þessi breyting muni hækka verð á bílum um 6,5 prósent á milli mánaða. Áfengi og tóbak hækkar samkvæmt spánni um 3,5 prósent og eldsneyti um 1,6 prósent. Hvort tveggja er að mestu vegna hækkana á krónutölugjöldum um áramót. Einnig hækka matar- og drykkjarvörur í verði um 0,6 prósent samkvæmt spá Íslandsbanka. Þar vegi þyngst hækkanir á mjólkurvörum um 0,06 prósent en Verðlagsnefnd búvara tilkynnti hækkanir sem tóku gildi nú í janúar. Aðrir helstu liðir sem hækka á milli mánaða eru tómstundir og menning ásamt annarri vöru og þjónustu Verð á fötum og skóm lækkar um 8,5 prósent Í spá Greiningar segir að á móti þessu vegi útsölur og lækkun á flugfargjöldum. Samkvæmt mælingu Íslandsbanka lækkar verð á fötum og skóm um 8,5 prósent og húsgögnum og heimilisbúnaði um 5 prósent. Flugfargjöld lækka einnig í mánuðinum en þó talsvert minna en venjan er þar sem flugverð hækkaði minna en vant er í desember. Samkvæmt spá þeirra munu flugfargjöld lækka um 5 prósent Íbúðamarkaður heilbrigðari Fjallað erum stöðu íbúðamarkaðarins í spánni en þar segir að hann hafi róast heilmikið og sé orðinn talsvert heilbrigðari en hann var fyrir rúmu ári síðan. Árshækkun íbúðaverðs mældist 4,2 prósent í desember síðastliðnum en til samanburðar mældist árshækkun mest 25 prósent sumarið 2022. „Íbúðaverð hefur þó verið að sveiflast nokkuð til og erfitt hefur reynst að spá fyrir um einstaka mánaðarbreytingar. Þótt ekki sé hægt að útiloka áframhaldandi sveiflur teljum við að þróunin til meðallangs tíma verði með þeim hætti að íbúðamarkaður verði rólegur og árshækkun haldi áfram að mælast lág,“ segir í spánni. Þá er því spáð að reiknaða húsaleigan hækki um 0,6 prósent í janúar á milli mánaða. Vaxtaþátturinn skýri hækkunina að mestu, eða 0,5 prósent á meðan íbúðaverð skýrir 0,1 prósent. Hægt er að kynna sér spána hér. Efnahagsmál Verðlag Íslandsbanki Íslenska krónan Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira
„Í desember síðastliðnum hjaðnaði verðbólga þvert á spár og mælist ársverðbólga nú 7,7%. Við erum nokkuð bjartsýn á verðbólguhorfur og teljum að verðbólga haldi áfram að hjaðna á næstu mánuðum og það nokkuð hratt. Helsta ástæða þess er að stórir hækkunarmánuðir á fyrri hluta síðasta árs eru að detta út úr 12 mánaða mælingunni,“ segir í spá Greiningar Íslandsbanka en höfundur hennar er Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur. Samkvæmt bráðabirgðaspá deildarinnar verður ársverðbólga 5,9 prósent í apríl gangi spáin eftir. Það sé talsverð óvissa og stærsti óvissuþátturinn sé verðþróun á íbúðamarkaði og gengi krónunnar. Bráðabirgðaspá þar til í apríl: Febrúar 0,8% - ársverðbólga mælist 6,6%: Útsölulok helstu áhrif Mars 0,5% - ársverðbólga mælist 6,6%: Útsölulok teygjast fram í mars Apríl 0,6% – ársverðbólga mælist 5,9%: Árstíðabundin hækkun flugfargjalda Í spá Greiningar kemur einnig fram að deildin spáir 0,4 prósent hækkun vísitölu neysluverðs í janúar. Ýmsar gjaldskrárbreytingar tóku gildi um áramót að vanda auk þess sem ýmis gjöld hækkuðu á milli mánaða. Hækkanir á bílum vega þar þyngst vegna niðurfellingar virðisaukaskatts á nýjum rafmagns- og vetnisbílum. Þess í stað er veittur styrkur úr Orkusjóði vegna kaupa á slíkum bílum sem kosta undir 10 milljónum króna sem á að draga aðeins úr hækkuninni. Greining hjá Íslandsbanka spáir því að þessi breyting muni hækka verð á bílum um 6,5 prósent á milli mánaða. Áfengi og tóbak hækkar samkvæmt spánni um 3,5 prósent og eldsneyti um 1,6 prósent. Hvort tveggja er að mestu vegna hækkana á krónutölugjöldum um áramót. Einnig hækka matar- og drykkjarvörur í verði um 0,6 prósent samkvæmt spá Íslandsbanka. Þar vegi þyngst hækkanir á mjólkurvörum um 0,06 prósent en Verðlagsnefnd búvara tilkynnti hækkanir sem tóku gildi nú í janúar. Aðrir helstu liðir sem hækka á milli mánaða eru tómstundir og menning ásamt annarri vöru og þjónustu Verð á fötum og skóm lækkar um 8,5 prósent Í spá Greiningar segir að á móti þessu vegi útsölur og lækkun á flugfargjöldum. Samkvæmt mælingu Íslandsbanka lækkar verð á fötum og skóm um 8,5 prósent og húsgögnum og heimilisbúnaði um 5 prósent. Flugfargjöld lækka einnig í mánuðinum en þó talsvert minna en venjan er þar sem flugverð hækkaði minna en vant er í desember. Samkvæmt spá þeirra munu flugfargjöld lækka um 5 prósent Íbúðamarkaður heilbrigðari Fjallað erum stöðu íbúðamarkaðarins í spánni en þar segir að hann hafi róast heilmikið og sé orðinn talsvert heilbrigðari en hann var fyrir rúmu ári síðan. Árshækkun íbúðaverðs mældist 4,2 prósent í desember síðastliðnum en til samanburðar mældist árshækkun mest 25 prósent sumarið 2022. „Íbúðaverð hefur þó verið að sveiflast nokkuð til og erfitt hefur reynst að spá fyrir um einstaka mánaðarbreytingar. Þótt ekki sé hægt að útiloka áframhaldandi sveiflur teljum við að þróunin til meðallangs tíma verði með þeim hætti að íbúðamarkaður verði rólegur og árshækkun haldi áfram að mælast lág,“ segir í spánni. Þá er því spáð að reiknaða húsaleigan hækki um 0,6 prósent í janúar á milli mánaða. Vaxtaþátturinn skýri hækkunina að mestu, eða 0,5 prósent á meðan íbúðaverð skýrir 0,1 prósent. Hægt er að kynna sér spána hér.
Efnahagsmál Verðlag Íslandsbanki Íslenska krónan Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira