Reykjavík eignist nýja vini í Palestínu Stefán Pálsson skrifar 11. janúar 2024 07:00 Árið 1944 tóku enska borgin Coventry og Stalíngrað í Sovétríkjunum upp vinaborgasamband. Sú fyrrnefnda hafði farið verst allra borga á Bretlandseyjum út úr loftárásum Þjóðverja og sú síðarnefnda mátti heita rústir einar eftir langvinnt og blóðugt umsátur í stríðinu. Nokkrum misserum síðar þróuðu íbúar Coventry hugmyndina lengra og stofnuðu til vinaborgasambands við þýskar borgir sem sömuleiðis höfðu mátt þola harðar loftárásir, þar á meðal Dresden sem orðið hafði fyrir gríðarlegum eldsprengjuárásum. Talið er að þessi táknræni gjörningur hafi skipt talsverðu máli við að græða sárin og vinna að sáttum milli þjóðanna teggja sem svo skömmu áður höfðu barist á banaspjótum. Coventry var ekki fyrsta borgin til að koma á vinasambandi við aðrar borgir. Vinaborgir, einnig nefndar systraborgir eða tvíburaborgir, höfðu þekkst á fyrri helmingi tuttugustu aldar en vinsældir fyrirbærisins hófust fyrst fyrir alvöru eftir stríðið og voru nátengdar hugsjónum um frið og útrýmingu styrjalda. Í stórum hlutum heimsins má það teljast viðtekin venja að borgir og stærri sveitarfélög eigi í slíku samstarfi við eina að fleiri borgir og bæi í öðrum ríkjum. Inntak slíks samstarfs er mismunandi í hverju tilfelli. Stundum er það lítið annað en að nafninu til en í öðrum tilvikum hefur vinaborgarsamband verið kveikja að ýmis konar samskiptum, svo sem stúdentaskiptum eða gagnkvæmum heimsóknum listamanna eða íþróttafólks. Vinaborgasamband kannað Á síðasta fundi borgarstjórnar Reykjavíkur var samþykkt að vinna áfram að tillögu okkar Vinstri grænna um að Reykjavíkurborg kanni möguleika og kosti þess að koma á vinabæjarsambandi við borg eða sveitarfélag í Palestínu. Fordæmið er augljóst. Í fyrra gerðist Reykjavík vinaborg Lviv í Úkraínu og var tilgangurinn augljóslega sá að senda skýr pólitísk skilaboð um samstöðu með fórnarlömbum árásarstríðsins þar í landi. Óþarf er að fjölyrða um hrylling þann sem fylgt hefur árásum Ísraelshers á Gaza síðustu vikur með óheyrilegu mannfalli og þjáningum borgara. Saga hernáms og ofbeldis á svæðinu er þó miklu lengri og öllum kunn. Heimsbyggðin getur ekki setið hjá og fylgst aðgerðalaust með. Með því að efna til vinaborgarsambands við samfélög í Palestínu myndi Reykjavík senda skýr og uppbyggileg skilaboð. Fyrirmyndina að slíku samstarfi mætti hæglega sækja til vina okkar Norðmanna sem búa að langri hefð fyrir slíku. Norskar borgir og stórbæir hafa t.a.m. verið í vinarborgasambandi við Ramallah, Nablus og Gazaborg. Í mörgum tilvikum hefur það orðið kveikjan að blómlegum ungmennasamskiptum og listsköpun. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Borgarstjórn Reykjavík Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Halldór 29.03.2025 Halldór Skoðun Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1944 tóku enska borgin Coventry og Stalíngrað í Sovétríkjunum upp vinaborgasamband. Sú fyrrnefnda hafði farið verst allra borga á Bretlandseyjum út úr loftárásum Þjóðverja og sú síðarnefnda mátti heita rústir einar eftir langvinnt og blóðugt umsátur í stríðinu. Nokkrum misserum síðar þróuðu íbúar Coventry hugmyndina lengra og stofnuðu til vinaborgasambands við þýskar borgir sem sömuleiðis höfðu mátt þola harðar loftárásir, þar á meðal Dresden sem orðið hafði fyrir gríðarlegum eldsprengjuárásum. Talið er að þessi táknræni gjörningur hafi skipt talsverðu máli við að græða sárin og vinna að sáttum milli þjóðanna teggja sem svo skömmu áður höfðu barist á banaspjótum. Coventry var ekki fyrsta borgin til að koma á vinasambandi við aðrar borgir. Vinaborgir, einnig nefndar systraborgir eða tvíburaborgir, höfðu þekkst á fyrri helmingi tuttugustu aldar en vinsældir fyrirbærisins hófust fyrst fyrir alvöru eftir stríðið og voru nátengdar hugsjónum um frið og útrýmingu styrjalda. Í stórum hlutum heimsins má það teljast viðtekin venja að borgir og stærri sveitarfélög eigi í slíku samstarfi við eina að fleiri borgir og bæi í öðrum ríkjum. Inntak slíks samstarfs er mismunandi í hverju tilfelli. Stundum er það lítið annað en að nafninu til en í öðrum tilvikum hefur vinaborgarsamband verið kveikja að ýmis konar samskiptum, svo sem stúdentaskiptum eða gagnkvæmum heimsóknum listamanna eða íþróttafólks. Vinaborgasamband kannað Á síðasta fundi borgarstjórnar Reykjavíkur var samþykkt að vinna áfram að tillögu okkar Vinstri grænna um að Reykjavíkurborg kanni möguleika og kosti þess að koma á vinabæjarsambandi við borg eða sveitarfélag í Palestínu. Fordæmið er augljóst. Í fyrra gerðist Reykjavík vinaborg Lviv í Úkraínu og var tilgangurinn augljóslega sá að senda skýr pólitísk skilaboð um samstöðu með fórnarlömbum árásarstríðsins þar í landi. Óþarf er að fjölyrða um hrylling þann sem fylgt hefur árásum Ísraelshers á Gaza síðustu vikur með óheyrilegu mannfalli og þjáningum borgara. Saga hernáms og ofbeldis á svæðinu er þó miklu lengri og öllum kunn. Heimsbyggðin getur ekki setið hjá og fylgst aðgerðalaust með. Með því að efna til vinaborgarsambands við samfélög í Palestínu myndi Reykjavík senda skýr og uppbyggileg skilaboð. Fyrirmyndina að slíku samstarfi mætti hæglega sækja til vina okkar Norðmanna sem búa að langri hefð fyrir slíku. Norskar borgir og stórbæir hafa t.a.m. verið í vinarborgasambandi við Ramallah, Nablus og Gazaborg. Í mörgum tilvikum hefur það orðið kveikjan að blómlegum ungmennasamskiptum og listsköpun. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar