Lét aflífa hvolpinn og fær engar skaðabætur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. janúar 2024 16:00 Samkvæmt heimildum fréttastofu var um Labrador hvolp að ræða. Getty Hundaræktendur þurfa ekki að endurgreiða konu sem aflífaði veikan hvolp sem hún hafði keypt af þeim. Þar vó þungt að hún ákvað að láta aflífa hvolpinn áður en ítarleg skoðun gat farið fram á honum. Það var í september 2022 sem konan keypti hvolp af ræktendunum á 380 þúsund krónur, þá átta vikna gamlan. Í janúar 2023 fór að bera á því að hvolpurinn ætti erfitt með ákveðnar hreyfingar. Leitaði konan til dýralæknis sem tók röntgenmyndir. Þær sýndu bólgur í hnjám hvolpsins og gekkst hann undir bólgueyðandi og verkjastillandi lyfjameðferð. Hvolpurinn fór aftur í skoðun þann 20. mars og í framhaldi af þeirri skoðun ákvað konan að láta aflífa hvolpinn. Taldi hún ástand hans fara versnandi og var hann aflífaður daginn eftir. Taldi hún hvolpinn hafa verið haldinn galla við kaupin og krafðist endurgreiðslu að fullu eða hluta. Ræktendurnir neituðu endurgreiðslu. Ræktendur vildu frekari greiningu Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa fékk málið á sitt borð með kæru konunnar. Nefndin vísaði í gögn málsins þar sem fram kom að ræktendurnir töldu ótímabært að aflífa dýrið í lok febrúar sökum aldurs og þeirrar staðreyndar að hvolpurinn væri enn að stækka. Hvöttu þau til að fá aðra myndgreiningu, leita álits annars dýralæknis eða senda röntgenmyndir af hvolpinum til sérfræðinga erlendis í því skyni að fá sjúkdómsgreiningu. Konan sagðist ekki sjá ástæðu til þess vegna þess kostnaðar sem fylgdi. Niðurstaðan myndi engu breyta um möguleika hvolpsins. Kærunefndin telur að þar sem ekki hafi verið leitað frekara sérfræðiálits liggi ekki fyrir hvort ástand hvolpsins verði rakið til meðfædds sjúkdóms eins og konan taldi eða hvort einkennin hafi verið áunnin eins og ræktendurnir töldu líklegast. Skammur fyrirvari Konan hafi sent ræktendunum skilaboð að kvöldi 20. mars og upplýst um ákvörðun sína að láta aflífa hvolpinn. Um leið hafi hún gert kröfu um afslátt af kaupverðinu. Daginn eftir hafi hvolpurinn verið aflífaður. Nefndin segir óumdeilt í málinu að ákvörðun um aflífun hafi verið tekin af konunni en ekki að læknisráðið og sú ákvörðun verið tilkynnt ræktendum með innan við sólarhringsfyrirvara án nokkurs gefins kostar á samráði. Í ljósi þess hafi konan ekki veitt ræktendunum tækifæri til að meta hvort ástand hvolpsins væri þannig að óhjákvæmilegt væri annað en að aflífa hann. Þar sem hann hefði þegar verið aflífaður væri um leið ómögulegt tað freista þess að sýna fram á að ástandið hafi ekki verið fyrir hendi við afhendingu hvolpanna hálfu ári fyrr. Var kröfu konunnar um riftun kaupanna og skaðabætur hafnað. Hundar Dýraheilbrigði Gæludýr Dýr Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
Það var í september 2022 sem konan keypti hvolp af ræktendunum á 380 þúsund krónur, þá átta vikna gamlan. Í janúar 2023 fór að bera á því að hvolpurinn ætti erfitt með ákveðnar hreyfingar. Leitaði konan til dýralæknis sem tók röntgenmyndir. Þær sýndu bólgur í hnjám hvolpsins og gekkst hann undir bólgueyðandi og verkjastillandi lyfjameðferð. Hvolpurinn fór aftur í skoðun þann 20. mars og í framhaldi af þeirri skoðun ákvað konan að láta aflífa hvolpinn. Taldi hún ástand hans fara versnandi og var hann aflífaður daginn eftir. Taldi hún hvolpinn hafa verið haldinn galla við kaupin og krafðist endurgreiðslu að fullu eða hluta. Ræktendurnir neituðu endurgreiðslu. Ræktendur vildu frekari greiningu Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa fékk málið á sitt borð með kæru konunnar. Nefndin vísaði í gögn málsins þar sem fram kom að ræktendurnir töldu ótímabært að aflífa dýrið í lok febrúar sökum aldurs og þeirrar staðreyndar að hvolpurinn væri enn að stækka. Hvöttu þau til að fá aðra myndgreiningu, leita álits annars dýralæknis eða senda röntgenmyndir af hvolpinum til sérfræðinga erlendis í því skyni að fá sjúkdómsgreiningu. Konan sagðist ekki sjá ástæðu til þess vegna þess kostnaðar sem fylgdi. Niðurstaðan myndi engu breyta um möguleika hvolpsins. Kærunefndin telur að þar sem ekki hafi verið leitað frekara sérfræðiálits liggi ekki fyrir hvort ástand hvolpsins verði rakið til meðfædds sjúkdóms eins og konan taldi eða hvort einkennin hafi verið áunnin eins og ræktendurnir töldu líklegast. Skammur fyrirvari Konan hafi sent ræktendunum skilaboð að kvöldi 20. mars og upplýst um ákvörðun sína að láta aflífa hvolpinn. Um leið hafi hún gert kröfu um afslátt af kaupverðinu. Daginn eftir hafi hvolpurinn verið aflífaður. Nefndin segir óumdeilt í málinu að ákvörðun um aflífun hafi verið tekin af konunni en ekki að læknisráðið og sú ákvörðun verið tilkynnt ræktendum með innan við sólarhringsfyrirvara án nokkurs gefins kostar á samráði. Í ljósi þess hafi konan ekki veitt ræktendunum tækifæri til að meta hvort ástand hvolpsins væri þannig að óhjákvæmilegt væri annað en að aflífa hann. Þar sem hann hefði þegar verið aflífaður væri um leið ómögulegt tað freista þess að sýna fram á að ástandið hafi ekki verið fyrir hendi við afhendingu hvolpanna hálfu ári fyrr. Var kröfu konunnar um riftun kaupanna og skaðabætur hafnað.
Hundar Dýraheilbrigði Gæludýr Dýr Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ursula von der Leyen kemur til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira