Löng bið eftir lækni og dæmi um að fólk fái ekki tíma Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. janúar 2024 20:01 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að það vanti að minnsta kosti þrjátíu lækna og tuttugu hjúkrunafræðinga á stofnunina. Hún telur að ástandið batni eftir nokkur ár þegar margir sem eru að sérhæfa sig í heimilislækningum útskrifast. Vísir Dæmi eru um að ekki sé hægt að bóka tíma hjá lækni á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir skort á fagfólki hjá stofnuninni og mikið álag. Verulegur læknaskortur er á landinu sem kemur t.d. fram í að aðeins helmingur íbúa á höfuðborgarsvæðinu er með fastan heimilislækni sem er svo þvert gegn stefnu stjórnvalda. Fréttastofa fór á stúfana í dag og hringdi í nokkrar heilsugæslustöðvar til að athuga hvenær væri hægt að fá tíma hjá lækni. Yfirleitt var um mánaðarbið eftir tíma og jafnvel dæmi um að það sé hreinlega ekki hægt að bóka tíma vegna álags. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segist þekkja dæmi um að heilsugæsla sé uppbókuð að sinni. „Því miður þekkjum við þannig tilfelli. Það sem við reynum þá er að taka þau tilfelli til okkar. Þá eru t.d. hjúkrunarfræðingar sem taka erindið og forflokka og meta hversu brátt það er og koma því í farveg síðar,“ segir Ragnheiður. Margar skýringar Ragnheiður bendir á að alls nítján stöðvar heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu sinni um þrjú þúsund manns á degi hverjum. Álagið sé hins vegar stöðugt að aukast. „Síðustu ár hafa margir læknar og hjúkrunarfræðingar hætt hjá okkur sökum aldurs. Það er að gerast á meðan þjóðin er að eldast. Landsmönnum er að fjölga, ferðamönnum fjölgar stöðugt og hluti þeirra þarf að sækja heilbrigðisþjónustu. Þá fáum við sífellt fleiri hælisleitendur til okkar. Ætli við þyrftum ekki um þrjátíu lækna og tuttugu hjúkrunarfræðinga til viðbótar svo vel ætti að vera. Því er ekki fyrir að fara nú en næstu ár líta betur út því fleiri eru að sérhæfa sig í heimilislækningum en áður,“ segir Ragnheiður. Fólk geti hringt í síma 1700 Hún bendir einnig á að fólk sem glímir við heilsubrest en hefur ekki fengið tíma hjá lækni geti haft samband í síma 1700 eða við netspjall hjá Upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar þar sem hægt sé að fá ráðgjöf. Daglega berist þangað fjöldi erinda. „Við erum öll að vilja gerð að finna lausnir og leiðir til að þjónusta almenning betur. Það berast um fimmtán hundruð erindi daglega á upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar þar sem bæði hjúkrunarfræðingar og móttökuritarar svara erindi almennings. Þá erum við nýlega byrjuð að nota gervigreind til að greina og flokka. Það eru að verða miklar framfarir í tæknimálum sem mun nýtast heilbrigðisþjónustu í framtíðinni,“ segir Ragnheiður. Heilbrigðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Heilsugæsla Tengdar fréttir Rosalega margir veikir og toppinum ekki náð Mikill fjöldi fólks liggur í veikindum vegna ýmissa öndunarfærasýkinga. Nýtt afbrigði Covid er mjög smitandi en veldur ekki alvarlegri veikindum. Sóttvarnalæknir segir þátttöku í bólusetningum vegna Covid og inflúensu undir væntingum þetta haustið. 21. desember 2023 13:45 Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Innlent Fleiri fréttir Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Sjá meira
Verulegur læknaskortur er á landinu sem kemur t.d. fram í að aðeins helmingur íbúa á höfuðborgarsvæðinu er með fastan heimilislækni sem er svo þvert gegn stefnu stjórnvalda. Fréttastofa fór á stúfana í dag og hringdi í nokkrar heilsugæslustöðvar til að athuga hvenær væri hægt að fá tíma hjá lækni. Yfirleitt var um mánaðarbið eftir tíma og jafnvel dæmi um að það sé hreinlega ekki hægt að bóka tíma vegna álags. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segist þekkja dæmi um að heilsugæsla sé uppbókuð að sinni. „Því miður þekkjum við þannig tilfelli. Það sem við reynum þá er að taka þau tilfelli til okkar. Þá eru t.d. hjúkrunarfræðingar sem taka erindið og forflokka og meta hversu brátt það er og koma því í farveg síðar,“ segir Ragnheiður. Margar skýringar Ragnheiður bendir á að alls nítján stöðvar heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu sinni um þrjú þúsund manns á degi hverjum. Álagið sé hins vegar stöðugt að aukast. „Síðustu ár hafa margir læknar og hjúkrunarfræðingar hætt hjá okkur sökum aldurs. Það er að gerast á meðan þjóðin er að eldast. Landsmönnum er að fjölga, ferðamönnum fjölgar stöðugt og hluti þeirra þarf að sækja heilbrigðisþjónustu. Þá fáum við sífellt fleiri hælisleitendur til okkar. Ætli við þyrftum ekki um þrjátíu lækna og tuttugu hjúkrunarfræðinga til viðbótar svo vel ætti að vera. Því er ekki fyrir að fara nú en næstu ár líta betur út því fleiri eru að sérhæfa sig í heimilislækningum en áður,“ segir Ragnheiður. Fólk geti hringt í síma 1700 Hún bendir einnig á að fólk sem glímir við heilsubrest en hefur ekki fengið tíma hjá lækni geti haft samband í síma 1700 eða við netspjall hjá Upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar þar sem hægt sé að fá ráðgjöf. Daglega berist þangað fjöldi erinda. „Við erum öll að vilja gerð að finna lausnir og leiðir til að þjónusta almenning betur. Það berast um fimmtán hundruð erindi daglega á upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar þar sem bæði hjúkrunarfræðingar og móttökuritarar svara erindi almennings. Þá erum við nýlega byrjuð að nota gervigreind til að greina og flokka. Það eru að verða miklar framfarir í tæknimálum sem mun nýtast heilbrigðisþjónustu í framtíðinni,“ segir Ragnheiður.
Heilbrigðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Heilsugæsla Tengdar fréttir Rosalega margir veikir og toppinum ekki náð Mikill fjöldi fólks liggur í veikindum vegna ýmissa öndunarfærasýkinga. Nýtt afbrigði Covid er mjög smitandi en veldur ekki alvarlegri veikindum. Sóttvarnalæknir segir þátttöku í bólusetningum vegna Covid og inflúensu undir væntingum þetta haustið. 21. desember 2023 13:45 Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Innlent Fleiri fréttir Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Sjá meira
Rosalega margir veikir og toppinum ekki náð Mikill fjöldi fólks liggur í veikindum vegna ýmissa öndunarfærasýkinga. Nýtt afbrigði Covid er mjög smitandi en veldur ekki alvarlegri veikindum. Sóttvarnalæknir segir þátttöku í bólusetningum vegna Covid og inflúensu undir væntingum þetta haustið. 21. desember 2023 13:45