Mátti reka ólétta konu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. janúar 2024 17:01 Konan starfaði í verslun á Keflavíkurflugvelli í um einn og hálfan mánuð áður en henni var sagt upp störfum. Vísir/Vilhelm Fyrirtæki, sem meðal annars rekur verslun í Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli, hefur verið sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfum fyrrverandi starfsmanns, sem var rekin þegar hún var barnshafandi. Málið má rekja aftur til vormánaða 2022 þegar konan var ráðin til starfa hjá versluninni á Keflavíkurflugvelli. Hún var, samkvæmt dómi, ráðin til starfa munnlega 20. apríl í 40 prósent vinnu en svo gengið frá ráðningarsamningi formlega 27. maí 2022. Viku síðar, þann 3. júní, var konunni sagt upp störfum en þá var hún barnshafandi. Fram kemur í dómnum að 1. júní þetta ár hafi konan greint samstarfsmanni sínum að hún væri barnshafandi. Umræddur samstarfsmaður hafði unnið í versluninni síðan í desember 2021 og hafði til að mynda tekið á móti konunni fyrsta vinnudag hennar. Deilt var um fyrir dómi hvort samstarfsmaðurinn teldist til yfirmanns, sem héraðsdómur mat hann ekki vera. Ítrekuð veikindi á stuttum starfstíma Daginn eftir, 2. júní, mætti konan ekki til vinnu vegna veikinda og daginn eftir það, 3. júní, var konunni sagt upp störfum símleiðis af framkvæmdastjóra. Samdægurs barst henni uppsagnarbréf þar sem fram kom að uppsögnin tæki gildi þegar í stað. Ástæða uppsagnarinnar var sögð sú að fyrirtækið taldi sig ekki geta staðið við áður umsamið starfshlutfall. Þar að auki hafi mæting konunnar ekki staðist væntingar. Af 23 vöktum frá fyrsta vinnudegi hafi konan verið fjarverandi eða veik í fimm skipti og einu sinni mætt þrjátíu mínútum of seint. Samstarfsmaðurinn ekki næsti yfirmaður Konan mótmælti uppsögninni skriflega 7. júní 2022 með vísan í ákvæði í kjarasamningi um réttindi hennar vegna þess að hún væri barnshafandi. Daginn eftir svaraði framkvæmdastjórinn bréfinu þar sem fram kom að hún hafi ekki haft vitneskju um að konan bæri barn undir belti, hvorki þegar ákvörðun um uppsögnina var tekin né þegar konunni var tilkynnt um uppsögnina. Vísaði framkvæmdastjórinn jafnframt til þess að samstarfsmaðurinn, sem konan hafði trúað fyrir að hún væri barnshafandi, væri ekki yfirmaður heldur væri framkvæmdastjórinn sjálfur næsti yfirmaður konunnar. Þá hafi framkvæmdastjórinn rætt við samstarfsmanninn sem hafi greint henni frá því að konan hafi trúað sér fyrir upplýsingunum en óskað eftir að hún héldi þeim fyrir sig. Konan fór fram á að fá greiddar bætur vegna ólögmætrar uppsagnar sem nemi launum fram að fæðingu barnsins, sem fæddist í lok janúar 2023. Þá fór hún fram á að fá greidda desember- og orlofsuppbót og orlof. Heildarfjárhæðin nemur rúmum 1,9 milljónum króna. Fram kemur í niðurstöðukafla dómsins að hann geti ekki fallist á að það eitt að samstarfsmaðurinn hafi tekið á móti konunni fyrsta starfsdag hennar, annast þjálfun hennar og fundið fyrir hana vinnuföt geti leitt til að hann verði talinn yfirmaður konunnar. „Þá verður að mati dómsins að miða við það að upplýsingar um þungun sem sölufulltrúi verslunar veitir samstarfsmanni, sem gegnir sömu stöðu og er því ekki yfirmaður þar, teljist ekki tilkynning til vinnuveitanda í skilningi lagaákvæðsins.“ Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Málið má rekja aftur til vormánaða 2022 þegar konan var ráðin til starfa hjá versluninni á Keflavíkurflugvelli. Hún var, samkvæmt dómi, ráðin til starfa munnlega 20. apríl í 40 prósent vinnu en svo gengið frá ráðningarsamningi formlega 27. maí 2022. Viku síðar, þann 3. júní, var konunni sagt upp störfum en þá var hún barnshafandi. Fram kemur í dómnum að 1. júní þetta ár hafi konan greint samstarfsmanni sínum að hún væri barnshafandi. Umræddur samstarfsmaður hafði unnið í versluninni síðan í desember 2021 og hafði til að mynda tekið á móti konunni fyrsta vinnudag hennar. Deilt var um fyrir dómi hvort samstarfsmaðurinn teldist til yfirmanns, sem héraðsdómur mat hann ekki vera. Ítrekuð veikindi á stuttum starfstíma Daginn eftir, 2. júní, mætti konan ekki til vinnu vegna veikinda og daginn eftir það, 3. júní, var konunni sagt upp störfum símleiðis af framkvæmdastjóra. Samdægurs barst henni uppsagnarbréf þar sem fram kom að uppsögnin tæki gildi þegar í stað. Ástæða uppsagnarinnar var sögð sú að fyrirtækið taldi sig ekki geta staðið við áður umsamið starfshlutfall. Þar að auki hafi mæting konunnar ekki staðist væntingar. Af 23 vöktum frá fyrsta vinnudegi hafi konan verið fjarverandi eða veik í fimm skipti og einu sinni mætt þrjátíu mínútum of seint. Samstarfsmaðurinn ekki næsti yfirmaður Konan mótmælti uppsögninni skriflega 7. júní 2022 með vísan í ákvæði í kjarasamningi um réttindi hennar vegna þess að hún væri barnshafandi. Daginn eftir svaraði framkvæmdastjórinn bréfinu þar sem fram kom að hún hafi ekki haft vitneskju um að konan bæri barn undir belti, hvorki þegar ákvörðun um uppsögnina var tekin né þegar konunni var tilkynnt um uppsögnina. Vísaði framkvæmdastjórinn jafnframt til þess að samstarfsmaðurinn, sem konan hafði trúað fyrir að hún væri barnshafandi, væri ekki yfirmaður heldur væri framkvæmdastjórinn sjálfur næsti yfirmaður konunnar. Þá hafi framkvæmdastjórinn rætt við samstarfsmanninn sem hafi greint henni frá því að konan hafi trúað sér fyrir upplýsingunum en óskað eftir að hún héldi þeim fyrir sig. Konan fór fram á að fá greiddar bætur vegna ólögmætrar uppsagnar sem nemi launum fram að fæðingu barnsins, sem fæddist í lok janúar 2023. Þá fór hún fram á að fá greidda desember- og orlofsuppbót og orlof. Heildarfjárhæðin nemur rúmum 1,9 milljónum króna. Fram kemur í niðurstöðukafla dómsins að hann geti ekki fallist á að það eitt að samstarfsmaðurinn hafi tekið á móti konunni fyrsta starfsdag hennar, annast þjálfun hennar og fundið fyrir hana vinnuföt geti leitt til að hann verði talinn yfirmaður konunnar. „Þá verður að mati dómsins að miða við það að upplýsingar um þungun sem sölufulltrúi verslunar veitir samstarfsmanni, sem gegnir sömu stöðu og er því ekki yfirmaður þar, teljist ekki tilkynning til vinnuveitanda í skilningi lagaákvæðsins.“
Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira