„Computer says no“ hjá Play vegna ónýts farangurs Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. janúar 2024 14:00 Taskan var illa brotin þegar hún birtist á færibandinu. Kristján Pétursson „Mér finnast þau bara alveg ömurleg,“ segir Kristján Sævald Pétursson um viðbrögð Play en hann varð fyrir því á dögunum að taskan hans eyðilagðist í flugi með flugfélaginu. Kristján setti sig í samband við fréttastofu í morgun, þegar hann las frétt Vísis um raunir Sverris Jörstad Sverrissonar, sem einnig varð fyrir farangurstjóni rétt fyrir árslok 2023. Kristján var farþegi í jómfrúarflugi Play til Fuerteventura, einnar af Kanaríeyjunum, 20. desember síðasliðinn en þegar á áfangastað var komið fékk hann töskuna úr frakt illa brotna. Hann sá þann kost einan í stöðunni að kaupa nýja tösku. Flogið var heim 27. desember og þegar heim var komið setti Kristján sig í samband við Play. Sagði hann frá óförum síðum og óskaði eftir því að Play endurgreiddi honum nýju töskuna, um 16 þúsund krónur. Hann fékk eftirfarandi svar frá Play: „Meginreglan er sú að farþegar tilkynni tjón sitt sem allra fyrst eftir lendingu. Ábyrgð flyst frá flugrekanda yfir á farþegann við móttöku á farangri. Ef, af einhverjum ástæðum, farþegi sér ekki tjónið strax við móttöku á flugvellinum, þá hafa farþegar að hámarki 7 daga frá móttöku farangurs við lendingu til að tilkynna tjón sitt skv. Montreal Samningnum sem flugfélög vinna eftir og hefur verið innleiddur á Íslandi. Þar sem meira en 7 dagar eru liðnir frá því að þú lentir, þá getum við því miður ekki tekið kröfu þína til afgreiðslu.“ Reyndi hvað hann gat til að tilkynna tjónið Þetta þótti Kristjáni nokkuð súrt enda hafði hann ekki eingöngu látið fylgja myndir af gömlu töskunni og kvittunina fyrir þeirri nýju, heldur einnig tjónaskýrslu sem honum var bent á að fylla út á flugvellinum. Og þar með er ekki öll sagan sögð, því eins og Kristján útskýrði í framhaldspósti til Play reyndi hann hvað hann gat að fylla út tilkynningu til Play á flugvellinum en hlekkurinn á heimasíðu Play var óvirkur og er raunar enn þegar þetta er skrifað. Þá reyndi hann einnig að fylla út þjónustubeiðni en þar var ekki hægt að velja áfangastaðinn Fuerteventura. Lét hann skjáskot fylgja seinni póstinum þessu til staðfestingar. Skjáskot af heimasíðu Play. Hlekkurinn er enn óvirkur. Kristján bíður enn svara og segist ekki munu sætta sig við þessi málalok. „Þetta eru ekkert miklir fjármunir, ný taska kostaði mig bara 16 þúsund kall, en manni finnst bara sanngjarnt að þeir bregðist við fyrst þeir mölvuðu töskuna,“ segir hann. Hann bendir einnig á að hann hafi ekki verið í aðstöðu til að vera í miklum netsamskiptum erlendis í miðju jólafríi, sem hann hafi þó þurft að gera hlé á til að ferðast nokkurn spöl og útvega sér nýja tösku. „Ég reyndi allt sem ég gat á flugvellinum. Þetta var þeirra heimasíða sem virkaði ekki og ég er með sannanir fyrir því hvernig þetta var bara allt í ólagi hjá þeim. Svo er enginn sveigjanleiki hjá þeim... það voru jól og áramót og hvað átti ég að gera í fríinu ekki með tölvu?“ Hann hyggist hiklaust leita réttar síns. Play Neytendur Ferðalög Fréttir af flugi Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sjá meira
Kristján setti sig í samband við fréttastofu í morgun, þegar hann las frétt Vísis um raunir Sverris Jörstad Sverrissonar, sem einnig varð fyrir farangurstjóni rétt fyrir árslok 2023. Kristján var farþegi í jómfrúarflugi Play til Fuerteventura, einnar af Kanaríeyjunum, 20. desember síðasliðinn en þegar á áfangastað var komið fékk hann töskuna úr frakt illa brotna. Hann sá þann kost einan í stöðunni að kaupa nýja tösku. Flogið var heim 27. desember og þegar heim var komið setti Kristján sig í samband við Play. Sagði hann frá óförum síðum og óskaði eftir því að Play endurgreiddi honum nýju töskuna, um 16 þúsund krónur. Hann fékk eftirfarandi svar frá Play: „Meginreglan er sú að farþegar tilkynni tjón sitt sem allra fyrst eftir lendingu. Ábyrgð flyst frá flugrekanda yfir á farþegann við móttöku á farangri. Ef, af einhverjum ástæðum, farþegi sér ekki tjónið strax við móttöku á flugvellinum, þá hafa farþegar að hámarki 7 daga frá móttöku farangurs við lendingu til að tilkynna tjón sitt skv. Montreal Samningnum sem flugfélög vinna eftir og hefur verið innleiddur á Íslandi. Þar sem meira en 7 dagar eru liðnir frá því að þú lentir, þá getum við því miður ekki tekið kröfu þína til afgreiðslu.“ Reyndi hvað hann gat til að tilkynna tjónið Þetta þótti Kristjáni nokkuð súrt enda hafði hann ekki eingöngu látið fylgja myndir af gömlu töskunni og kvittunina fyrir þeirri nýju, heldur einnig tjónaskýrslu sem honum var bent á að fylla út á flugvellinum. Og þar með er ekki öll sagan sögð, því eins og Kristján útskýrði í framhaldspósti til Play reyndi hann hvað hann gat að fylla út tilkynningu til Play á flugvellinum en hlekkurinn á heimasíðu Play var óvirkur og er raunar enn þegar þetta er skrifað. Þá reyndi hann einnig að fylla út þjónustubeiðni en þar var ekki hægt að velja áfangastaðinn Fuerteventura. Lét hann skjáskot fylgja seinni póstinum þessu til staðfestingar. Skjáskot af heimasíðu Play. Hlekkurinn er enn óvirkur. Kristján bíður enn svara og segist ekki munu sætta sig við þessi málalok. „Þetta eru ekkert miklir fjármunir, ný taska kostaði mig bara 16 þúsund kall, en manni finnst bara sanngjarnt að þeir bregðist við fyrst þeir mölvuðu töskuna,“ segir hann. Hann bendir einnig á að hann hafi ekki verið í aðstöðu til að vera í miklum netsamskiptum erlendis í miðju jólafríi, sem hann hafi þó þurft að gera hlé á til að ferðast nokkurn spöl og útvega sér nýja tösku. „Ég reyndi allt sem ég gat á flugvellinum. Þetta var þeirra heimasíða sem virkaði ekki og ég er með sannanir fyrir því hvernig þetta var bara allt í ólagi hjá þeim. Svo er enginn sveigjanleiki hjá þeim... það voru jól og áramót og hvað átti ég að gera í fríinu ekki með tölvu?“ Hann hyggist hiklaust leita réttar síns.
Play Neytendur Ferðalög Fréttir af flugi Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sjá meira