Búnaðinum safnaði Samira hér á Íslandi og fékk hann „að gjöf frá góðhjörtuðu fólki“ eins og segir í færslu Skagamanna um gjafirnar. Það voru ungir knattspyrnuiðkendur í Gana sem nutu góðs af gjöfunum en Samira sagði í samtali við Stöð 2 fyrr í vetur að margir væru þarna að fá fótboltaskó í fyrsta sinn.
Samira sagði jafnframt að verkefni eins og þetta væri ómetanlegt fyrir samfélagið og krakkana á hennar heimaslóðum í Gana.
„Þetta skiptir þau öllu máli. Þetta eru hæfileikaríkir krakkar. Ég kynntist þessu í mínum uppvexti og þegar ég var að vinna mig upp. En fótboltatreyjur hafa ótrúlega mikið að segja. Íþróttir almennt stuðla að því að færa ungmenni saman svo þau geti stundað félagslíf saman og ræktað hæfileika sína til að ná langt. Verkefni sem þetta skiptir þessa krakka mjög miklu.“
Skagamenn deildu nokkrum myndum frá afhendingunni á Twitter og vonast til að þetta árlega verkefni festi sig í sessi og vaxi fiskur um hrygg þegar fram líða stundir.
Samira Suleman fór í frí um jólin heim til Ghana með fullar ferðatöskur af fótboltavarningi til þessa að gefa áhugasömum fótboltaiðkendum á sínum heimaslóðum
— ÍA Akranes FC (@Skagamenn) December 27, 2023
Vörurnar fékk hún gefins frá góðhjörtuðu fólki hér á landi
Hér eru nokkrar myndir af því er hún afhendi varninginn pic.twitter.com/9k80rJQM3f