Mótmæla áætlunum Macrons um að skipta út gluggum Notre Dame Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. desember 2023 20:23 Hugmynd Macron er sú að hengja gömlu gluggana til sýnis í nýju Notre Dame safni. Getty/Chesnot Frakkar eru ævareiðir vegna fyrirhugaðra gluggaskipta í dómkirkjunni Notre Dame í París. Emmanuel Macron Frakklandsforseti hefur lagt það til að steindum gluggunum verði skipt út fyrir nýstárlegri glugga. Meira en 120 þúsund hafa skrifað undir ákall um að haldið verði í upphaflega hönnun glugganna. Mótmælendur hafa líkt áformunum við skemmdarverk og halda því fram að skiptin muni gerbreyta byggingunni á verri veg. Uppbygging kirkjunnar stendur enn yfir eftir að hún brann nánast til kaldra kola í apríl 2019. Macron heimsótti dómkirkjuna í desembermánuði og tilkynnti þar að gluggunum í sex af sjö hliðarkapellum kirkjunnar, sem rekja má aftur til þrettándu aldar, yrði skipt út. Gluggarnir sem setja á í eru líka steindir en með nýrri hönnun og var efnt til samkeppni til að velja útlitið. Samkvæmt frétt Guardian átti erkibiskup Parísar, Laurent Ulrich, hugmyndina að gluggaskiptunum. Ulrich er sagður hafa borið hugmyndina undir forsetann með formlegu bréfi og Macron litist vel á hugmyndina. Gluggarnir, sem skipta á út, voru hannaðir af arkitektinum Eugéne Viollet-le-Duc en hann teiknaði jafnframt turnspíruna, sem bætt var við mannvirkið um miðja 19. öld. Gluggarnir komust heilir í gegn um eldsvoðann sem eyðilagði hálfa kirkjuna og er ætlunin að stilla þeim upp til sýnis í nýju Notre Dame safni. Frakkland Bruninn í Notre-Dame Tengdar fréttir Stefna frönskum yfirvöldum vegna blýmengunar eftir brunann í Notre Dame Eitt stærsta stéttafélag í Frakklandi, heilbrigðissamtök og íbúar í París hafa tekið höndum saman og munu leggja fram stefnu gegn yfirvöldum í Frakklandi og Parísarborg vegna þess hve mikið blý hefur verið í andrúmsloftinu í París eftir brunann á Notre Dame. 6. júlí 2021 15:56 Tveggja alda gömul tré í spíru Notre Dame felld Franskir skógarhöggsmenn byrjuðu í gær að fella forn eikartré sem valin hafa verið vegna endurbyggingar spíru dómkirkjunnar Notre Dame í París. Fyrstu trén voru felld í í Berceskógi og var það fyrsta um 230 ára gamalt. 9. mars 2021 21:01 Leita að aldagömlum eikartrjám við smíði nýrrar spíru Áætlað er að þörf sé á allt að þúsund, 150 til 200 ára gömlum eikartrjám, þegar endurskapa skal hina 96 metra háu spíru á dómkirkjunni Notre Dame í París í Frakklandi sem eyðilagðist í stórbrunanum í apríl 2019. 16. febrúar 2021 14:53 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Meira en 120 þúsund hafa skrifað undir ákall um að haldið verði í upphaflega hönnun glugganna. Mótmælendur hafa líkt áformunum við skemmdarverk og halda því fram að skiptin muni gerbreyta byggingunni á verri veg. Uppbygging kirkjunnar stendur enn yfir eftir að hún brann nánast til kaldra kola í apríl 2019. Macron heimsótti dómkirkjuna í desembermánuði og tilkynnti þar að gluggunum í sex af sjö hliðarkapellum kirkjunnar, sem rekja má aftur til þrettándu aldar, yrði skipt út. Gluggarnir sem setja á í eru líka steindir en með nýrri hönnun og var efnt til samkeppni til að velja útlitið. Samkvæmt frétt Guardian átti erkibiskup Parísar, Laurent Ulrich, hugmyndina að gluggaskiptunum. Ulrich er sagður hafa borið hugmyndina undir forsetann með formlegu bréfi og Macron litist vel á hugmyndina. Gluggarnir, sem skipta á út, voru hannaðir af arkitektinum Eugéne Viollet-le-Duc en hann teiknaði jafnframt turnspíruna, sem bætt var við mannvirkið um miðja 19. öld. Gluggarnir komust heilir í gegn um eldsvoðann sem eyðilagði hálfa kirkjuna og er ætlunin að stilla þeim upp til sýnis í nýju Notre Dame safni.
Frakkland Bruninn í Notre-Dame Tengdar fréttir Stefna frönskum yfirvöldum vegna blýmengunar eftir brunann í Notre Dame Eitt stærsta stéttafélag í Frakklandi, heilbrigðissamtök og íbúar í París hafa tekið höndum saman og munu leggja fram stefnu gegn yfirvöldum í Frakklandi og Parísarborg vegna þess hve mikið blý hefur verið í andrúmsloftinu í París eftir brunann á Notre Dame. 6. júlí 2021 15:56 Tveggja alda gömul tré í spíru Notre Dame felld Franskir skógarhöggsmenn byrjuðu í gær að fella forn eikartré sem valin hafa verið vegna endurbyggingar spíru dómkirkjunnar Notre Dame í París. Fyrstu trén voru felld í í Berceskógi og var það fyrsta um 230 ára gamalt. 9. mars 2021 21:01 Leita að aldagömlum eikartrjám við smíði nýrrar spíru Áætlað er að þörf sé á allt að þúsund, 150 til 200 ára gömlum eikartrjám, þegar endurskapa skal hina 96 metra háu spíru á dómkirkjunni Notre Dame í París í Frakklandi sem eyðilagðist í stórbrunanum í apríl 2019. 16. febrúar 2021 14:53 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Stefna frönskum yfirvöldum vegna blýmengunar eftir brunann í Notre Dame Eitt stærsta stéttafélag í Frakklandi, heilbrigðissamtök og íbúar í París hafa tekið höndum saman og munu leggja fram stefnu gegn yfirvöldum í Frakklandi og Parísarborg vegna þess hve mikið blý hefur verið í andrúmsloftinu í París eftir brunann á Notre Dame. 6. júlí 2021 15:56
Tveggja alda gömul tré í spíru Notre Dame felld Franskir skógarhöggsmenn byrjuðu í gær að fella forn eikartré sem valin hafa verið vegna endurbyggingar spíru dómkirkjunnar Notre Dame í París. Fyrstu trén voru felld í í Berceskógi og var það fyrsta um 230 ára gamalt. 9. mars 2021 21:01
Leita að aldagömlum eikartrjám við smíði nýrrar spíru Áætlað er að þörf sé á allt að þúsund, 150 til 200 ára gömlum eikartrjám, þegar endurskapa skal hina 96 metra háu spíru á dómkirkjunni Notre Dame í París í Frakklandi sem eyðilagðist í stórbrunanum í apríl 2019. 16. febrúar 2021 14:53