Navalní fundinn í fanganýlendu í Síberíu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. desember 2023 14:02 Navalní hafði verið leitað frá upphafi desembermánaðar. vísir/ap Alexei Navalní leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi er fundinn eftir þriggja vikna leit aðstandenda hans í fanganýlendu í Síberíu. Þetta staðfestir talskona hans en leitin stóð frá 6. desember þegar Navalní var færður úr fyrra fangelsi. Navalní, sem hefur um nokkurt skeið verið höfuðandstæðingur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta, hefur setið inni frá árinu 2021. „Lögfræðingur hans fékk að heimsækja hann í dag. Það er í lagi með hann,“ tilkynnir talskonan Kira Yarmysh á samskiptamiðlinum Telegram. Hann hafi verið færður til IK-3 fanganýlendunnar í sjálfstjórnarhéraðinu Yamalo-Nenets í norður-Rússlandi. Áður sat Navalní inni í Melekhovo, 235 kílómetra austur af Moskvu, höfuðborg Rússlands. Umrædd nýlenda þykir ein sú afskekktasta sem um getur og aðstæðum er lýst sem grimmilegum. Ivan Shadov aðstoðarmaður Navalny segir í samtali við BBC að meðferð Navalny færi sönnur á það hvernig farið sé með pólitískir andstæðinga sem settir eru á bak við lás og slá. Þeir séu bældir niður og einangraðir. Refsing hins 47 ára gamla Navalnys var þyngd um nítján ár í ágúst á þessu ári innan veggja hámarksöryggisfangelsisins þar sem Navalní var byrjaður að afplána níu ára dóm. Hann var þá fangelsaður eftir að hafa hlotið tveggja og hálfs árs dóm fyrir brot á skilorði vegna annars dóms frá árinu 2014. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur gagnrýnt þá sakfellingu og sagt dóminn gerræðislegan. Ástæða þess að Navalíni rauf skilorðið var sú að eitrað hafði verið fyrir honum og hann lá við dauðans dyr á sjúkrahúsi í Þýskalandi. Navalní hefur sakað Pútin Rússlandsforseta um að bera ábyrgð á eitruninni þar sem notast var við taugaeitrið Novichok. Það var einnig notað til að eitra fyrir fyrrverandi njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans. Rússland Mál Alexei Navalní Tengdar fréttir Sterk tilhneiging andstæðinga Pútín til að deyja fyrir aldur fram Málaliðaforinginn Jegveníj Prigozhin bættist í stóran hóp andstæðinga stjórnvalda í Kreml sem hafa látist við grunsamlegar kringumstæður í stjórnartíð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Pólitískir mótherjar, blaðamenn og meintir svikarar hafa margir látist fyrir aldur fram eða veikst heiftarlega. 26. ágúst 2023 07:00 Navalní horfinn úr fangelsi Alexei Navalní, pólitískur andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, missti af réttarhöldum í morgun, eftir að lögmenn hans höfðu ekki náð tali af honum í tæpa viku. Hann átti að sækja réttarhöldin gegnum fjarfundarbúnað en nú segja forsvarsmenn fanganýlendunnar þar sem hann hefur verið í afplánun að hann sé ekki lengur þar. 11. desember 2023 14:32 Refsing Navalnís þyngd um nítján ár Refsing Alexei Navalní, pólitísks andstæðings Vladimírs Pútín, hefur verið þyngd um nítján ár. Dómurinn var kveðinn upp innan veggja hámarksöryggisfangelsisins þar sem Navalní var byrjaður að afplána níu ára dóm. 4. ágúst 2023 16:36 Ekkert spurst til Navalní og Þórhildur Sunna krefst upplýsinga Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona Pírata og aðalfulltrúi pólitískra fanga á Evrópuráðsþinginu hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún krefur rússnesk yfirvöld um að upplýsa lögmenn Navalní, pólitísks andstæðings Pútín, um staðsetningu hans og leyfa þeim að hitta hann. 13. desember 2023 00:16 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Navalní, sem hefur um nokkurt skeið verið höfuðandstæðingur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta, hefur setið inni frá árinu 2021. „Lögfræðingur hans fékk að heimsækja hann í dag. Það er í lagi með hann,“ tilkynnir talskonan Kira Yarmysh á samskiptamiðlinum Telegram. Hann hafi verið færður til IK-3 fanganýlendunnar í sjálfstjórnarhéraðinu Yamalo-Nenets í norður-Rússlandi. Áður sat Navalní inni í Melekhovo, 235 kílómetra austur af Moskvu, höfuðborg Rússlands. Umrædd nýlenda þykir ein sú afskekktasta sem um getur og aðstæðum er lýst sem grimmilegum. Ivan Shadov aðstoðarmaður Navalny segir í samtali við BBC að meðferð Navalny færi sönnur á það hvernig farið sé með pólitískir andstæðinga sem settir eru á bak við lás og slá. Þeir séu bældir niður og einangraðir. Refsing hins 47 ára gamla Navalnys var þyngd um nítján ár í ágúst á þessu ári innan veggja hámarksöryggisfangelsisins þar sem Navalní var byrjaður að afplána níu ára dóm. Hann var þá fangelsaður eftir að hafa hlotið tveggja og hálfs árs dóm fyrir brot á skilorði vegna annars dóms frá árinu 2014. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur gagnrýnt þá sakfellingu og sagt dóminn gerræðislegan. Ástæða þess að Navalíni rauf skilorðið var sú að eitrað hafði verið fyrir honum og hann lá við dauðans dyr á sjúkrahúsi í Þýskalandi. Navalní hefur sakað Pútin Rússlandsforseta um að bera ábyrgð á eitruninni þar sem notast var við taugaeitrið Novichok. Það var einnig notað til að eitra fyrir fyrrverandi njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans.
Rússland Mál Alexei Navalní Tengdar fréttir Sterk tilhneiging andstæðinga Pútín til að deyja fyrir aldur fram Málaliðaforinginn Jegveníj Prigozhin bættist í stóran hóp andstæðinga stjórnvalda í Kreml sem hafa látist við grunsamlegar kringumstæður í stjórnartíð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Pólitískir mótherjar, blaðamenn og meintir svikarar hafa margir látist fyrir aldur fram eða veikst heiftarlega. 26. ágúst 2023 07:00 Navalní horfinn úr fangelsi Alexei Navalní, pólitískur andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, missti af réttarhöldum í morgun, eftir að lögmenn hans höfðu ekki náð tali af honum í tæpa viku. Hann átti að sækja réttarhöldin gegnum fjarfundarbúnað en nú segja forsvarsmenn fanganýlendunnar þar sem hann hefur verið í afplánun að hann sé ekki lengur þar. 11. desember 2023 14:32 Refsing Navalnís þyngd um nítján ár Refsing Alexei Navalní, pólitísks andstæðings Vladimírs Pútín, hefur verið þyngd um nítján ár. Dómurinn var kveðinn upp innan veggja hámarksöryggisfangelsisins þar sem Navalní var byrjaður að afplána níu ára dóm. 4. ágúst 2023 16:36 Ekkert spurst til Navalní og Þórhildur Sunna krefst upplýsinga Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona Pírata og aðalfulltrúi pólitískra fanga á Evrópuráðsþinginu hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún krefur rússnesk yfirvöld um að upplýsa lögmenn Navalní, pólitísks andstæðings Pútín, um staðsetningu hans og leyfa þeim að hitta hann. 13. desember 2023 00:16 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Sterk tilhneiging andstæðinga Pútín til að deyja fyrir aldur fram Málaliðaforinginn Jegveníj Prigozhin bættist í stóran hóp andstæðinga stjórnvalda í Kreml sem hafa látist við grunsamlegar kringumstæður í stjórnartíð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Pólitískir mótherjar, blaðamenn og meintir svikarar hafa margir látist fyrir aldur fram eða veikst heiftarlega. 26. ágúst 2023 07:00
Navalní horfinn úr fangelsi Alexei Navalní, pólitískur andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, missti af réttarhöldum í morgun, eftir að lögmenn hans höfðu ekki náð tali af honum í tæpa viku. Hann átti að sækja réttarhöldin gegnum fjarfundarbúnað en nú segja forsvarsmenn fanganýlendunnar þar sem hann hefur verið í afplánun að hann sé ekki lengur þar. 11. desember 2023 14:32
Refsing Navalnís þyngd um nítján ár Refsing Alexei Navalní, pólitísks andstæðings Vladimírs Pútín, hefur verið þyngd um nítján ár. Dómurinn var kveðinn upp innan veggja hámarksöryggisfangelsisins þar sem Navalní var byrjaður að afplána níu ára dóm. 4. ágúst 2023 16:36
Ekkert spurst til Navalní og Þórhildur Sunna krefst upplýsinga Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona Pírata og aðalfulltrúi pólitískra fanga á Evrópuráðsþinginu hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún krefur rússnesk yfirvöld um að upplýsa lögmenn Navalní, pólitísks andstæðings Pútín, um staðsetningu hans og leyfa þeim að hitta hann. 13. desember 2023 00:16