Navalní fundinn í fanganýlendu í Síberíu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. desember 2023 14:02 Navalní hafði verið leitað frá upphafi desembermánaðar. vísir/ap Alexei Navalní leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi er fundinn eftir þriggja vikna leit aðstandenda hans í fanganýlendu í Síberíu. Þetta staðfestir talskona hans en leitin stóð frá 6. desember þegar Navalní var færður úr fyrra fangelsi. Navalní, sem hefur um nokkurt skeið verið höfuðandstæðingur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta, hefur setið inni frá árinu 2021. „Lögfræðingur hans fékk að heimsækja hann í dag. Það er í lagi með hann,“ tilkynnir talskonan Kira Yarmysh á samskiptamiðlinum Telegram. Hann hafi verið færður til IK-3 fanganýlendunnar í sjálfstjórnarhéraðinu Yamalo-Nenets í norður-Rússlandi. Áður sat Navalní inni í Melekhovo, 235 kílómetra austur af Moskvu, höfuðborg Rússlands. Umrædd nýlenda þykir ein sú afskekktasta sem um getur og aðstæðum er lýst sem grimmilegum. Ivan Shadov aðstoðarmaður Navalny segir í samtali við BBC að meðferð Navalny færi sönnur á það hvernig farið sé með pólitískir andstæðinga sem settir eru á bak við lás og slá. Þeir séu bældir niður og einangraðir. Refsing hins 47 ára gamla Navalnys var þyngd um nítján ár í ágúst á þessu ári innan veggja hámarksöryggisfangelsisins þar sem Navalní var byrjaður að afplána níu ára dóm. Hann var þá fangelsaður eftir að hafa hlotið tveggja og hálfs árs dóm fyrir brot á skilorði vegna annars dóms frá árinu 2014. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur gagnrýnt þá sakfellingu og sagt dóminn gerræðislegan. Ástæða þess að Navalíni rauf skilorðið var sú að eitrað hafði verið fyrir honum og hann lá við dauðans dyr á sjúkrahúsi í Þýskalandi. Navalní hefur sakað Pútin Rússlandsforseta um að bera ábyrgð á eitruninni þar sem notast var við taugaeitrið Novichok. Það var einnig notað til að eitra fyrir fyrrverandi njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans. Rússland Mál Alexei Navalní Tengdar fréttir Sterk tilhneiging andstæðinga Pútín til að deyja fyrir aldur fram Málaliðaforinginn Jegveníj Prigozhin bættist í stóran hóp andstæðinga stjórnvalda í Kreml sem hafa látist við grunsamlegar kringumstæður í stjórnartíð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Pólitískir mótherjar, blaðamenn og meintir svikarar hafa margir látist fyrir aldur fram eða veikst heiftarlega. 26. ágúst 2023 07:00 Navalní horfinn úr fangelsi Alexei Navalní, pólitískur andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, missti af réttarhöldum í morgun, eftir að lögmenn hans höfðu ekki náð tali af honum í tæpa viku. Hann átti að sækja réttarhöldin gegnum fjarfundarbúnað en nú segja forsvarsmenn fanganýlendunnar þar sem hann hefur verið í afplánun að hann sé ekki lengur þar. 11. desember 2023 14:32 Refsing Navalnís þyngd um nítján ár Refsing Alexei Navalní, pólitísks andstæðings Vladimírs Pútín, hefur verið þyngd um nítján ár. Dómurinn var kveðinn upp innan veggja hámarksöryggisfangelsisins þar sem Navalní var byrjaður að afplána níu ára dóm. 4. ágúst 2023 16:36 Ekkert spurst til Navalní og Þórhildur Sunna krefst upplýsinga Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona Pírata og aðalfulltrúi pólitískra fanga á Evrópuráðsþinginu hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún krefur rússnesk yfirvöld um að upplýsa lögmenn Navalní, pólitísks andstæðings Pútín, um staðsetningu hans og leyfa þeim að hitta hann. 13. desember 2023 00:16 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Navalní, sem hefur um nokkurt skeið verið höfuðandstæðingur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta, hefur setið inni frá árinu 2021. „Lögfræðingur hans fékk að heimsækja hann í dag. Það er í lagi með hann,“ tilkynnir talskonan Kira Yarmysh á samskiptamiðlinum Telegram. Hann hafi verið færður til IK-3 fanganýlendunnar í sjálfstjórnarhéraðinu Yamalo-Nenets í norður-Rússlandi. Áður sat Navalní inni í Melekhovo, 235 kílómetra austur af Moskvu, höfuðborg Rússlands. Umrædd nýlenda þykir ein sú afskekktasta sem um getur og aðstæðum er lýst sem grimmilegum. Ivan Shadov aðstoðarmaður Navalny segir í samtali við BBC að meðferð Navalny færi sönnur á það hvernig farið sé með pólitískir andstæðinga sem settir eru á bak við lás og slá. Þeir séu bældir niður og einangraðir. Refsing hins 47 ára gamla Navalnys var þyngd um nítján ár í ágúst á þessu ári innan veggja hámarksöryggisfangelsisins þar sem Navalní var byrjaður að afplána níu ára dóm. Hann var þá fangelsaður eftir að hafa hlotið tveggja og hálfs árs dóm fyrir brot á skilorði vegna annars dóms frá árinu 2014. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur gagnrýnt þá sakfellingu og sagt dóminn gerræðislegan. Ástæða þess að Navalíni rauf skilorðið var sú að eitrað hafði verið fyrir honum og hann lá við dauðans dyr á sjúkrahúsi í Þýskalandi. Navalní hefur sakað Pútin Rússlandsforseta um að bera ábyrgð á eitruninni þar sem notast var við taugaeitrið Novichok. Það var einnig notað til að eitra fyrir fyrrverandi njósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans.
Rússland Mál Alexei Navalní Tengdar fréttir Sterk tilhneiging andstæðinga Pútín til að deyja fyrir aldur fram Málaliðaforinginn Jegveníj Prigozhin bættist í stóran hóp andstæðinga stjórnvalda í Kreml sem hafa látist við grunsamlegar kringumstæður í stjórnartíð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Pólitískir mótherjar, blaðamenn og meintir svikarar hafa margir látist fyrir aldur fram eða veikst heiftarlega. 26. ágúst 2023 07:00 Navalní horfinn úr fangelsi Alexei Navalní, pólitískur andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, missti af réttarhöldum í morgun, eftir að lögmenn hans höfðu ekki náð tali af honum í tæpa viku. Hann átti að sækja réttarhöldin gegnum fjarfundarbúnað en nú segja forsvarsmenn fanganýlendunnar þar sem hann hefur verið í afplánun að hann sé ekki lengur þar. 11. desember 2023 14:32 Refsing Navalnís þyngd um nítján ár Refsing Alexei Navalní, pólitísks andstæðings Vladimírs Pútín, hefur verið þyngd um nítján ár. Dómurinn var kveðinn upp innan veggja hámarksöryggisfangelsisins þar sem Navalní var byrjaður að afplána níu ára dóm. 4. ágúst 2023 16:36 Ekkert spurst til Navalní og Þórhildur Sunna krefst upplýsinga Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona Pírata og aðalfulltrúi pólitískra fanga á Evrópuráðsþinginu hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún krefur rússnesk yfirvöld um að upplýsa lögmenn Navalní, pólitísks andstæðings Pútín, um staðsetningu hans og leyfa þeim að hitta hann. 13. desember 2023 00:16 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Sterk tilhneiging andstæðinga Pútín til að deyja fyrir aldur fram Málaliðaforinginn Jegveníj Prigozhin bættist í stóran hóp andstæðinga stjórnvalda í Kreml sem hafa látist við grunsamlegar kringumstæður í stjórnartíð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Pólitískir mótherjar, blaðamenn og meintir svikarar hafa margir látist fyrir aldur fram eða veikst heiftarlega. 26. ágúst 2023 07:00
Navalní horfinn úr fangelsi Alexei Navalní, pólitískur andstæðingur Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, missti af réttarhöldum í morgun, eftir að lögmenn hans höfðu ekki náð tali af honum í tæpa viku. Hann átti að sækja réttarhöldin gegnum fjarfundarbúnað en nú segja forsvarsmenn fanganýlendunnar þar sem hann hefur verið í afplánun að hann sé ekki lengur þar. 11. desember 2023 14:32
Refsing Navalnís þyngd um nítján ár Refsing Alexei Navalní, pólitísks andstæðings Vladimírs Pútín, hefur verið þyngd um nítján ár. Dómurinn var kveðinn upp innan veggja hámarksöryggisfangelsisins þar sem Navalní var byrjaður að afplána níu ára dóm. 4. ágúst 2023 16:36
Ekkert spurst til Navalní og Þórhildur Sunna krefst upplýsinga Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona Pírata og aðalfulltrúi pólitískra fanga á Evrópuráðsþinginu hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún krefur rússnesk yfirvöld um að upplýsa lögmenn Navalní, pólitísks andstæðings Pútín, um staðsetningu hans og leyfa þeim að hitta hann. 13. desember 2023 00:16