Jólatöfrar Kristbjörg Þórisdóttir skrifar 22. desember 2023 07:01 Hátíð ljóss og friðar er handan við hornið. Í aðdraganda hátíðarinnar finna mörg fyrir miklu álagi og streitu sem fylgir hátíðarhöldunum. Það getur jafnvel ýtt undir vanlíðan eins og kvíða og depurð. Það er hollt fyrir okkur sem einstaklinga og okkur sem samfélag að velta því fyrir okkur hvernig við getum stuðlað að því að hinn sanni jólaandi fái að njóta sín með mögnuðum jólatöfrum. Sum finna fyrir vaxandi kvíða, depurð og streitu Ég hef heyrt það í samtölum mínum við fólk undanfarið að mörg finna fyrir vaxandi kvíða og streitu. Meðal annars vegna þess að í desember ætlum við okkur að gera meira en líklega alla aðra mánuði ársins á heimilinu, á vinnustaðnum, í vinahópunum og víðar. Við sækjum fleiri viðburði, verslum og undirbúum með tilheyrandi útgjöldum og fyrirhöfn. Samfélagið er á yfirkeyrslu og á þeim hraða getur verið erfiðara að ná að upplifa hinn sanna jólaanda með jólatöfrum. Jólahátíðin getur verið erfið fyrir þau sem hafa misst ástvini og sum finna fyrir aukinni depurð á þessum tíma þegar umhverfið ætlast hálfpartinn til þess að við séum kát, glöð og hamingjusöm. Getum við hægt á okkur og bætt líðan? Við slíkar aðstæður er gott að velta fyrir sér hvernig við getum hægt á okkur og samfélaginu og bætt líðan okkar og annarra. Er hægt að færa suma viðburðina fram í janúar þegar lítið er við að vera? Eru einhver verkefni sem við getum fært yfir á nýtt ár? Er nauðsynlegt að gera allt sem er á verkefnalistanum eða er mögulegt að forgangsraða og strika strax út það sem er óraunhæft? Getum við gefið meira af hugulsemi en stærð? Getum við sýnt okkur meiri samkennd í amstrinu og hjálpað okkur að draga úr væntingum um eigin frammistöðu? Getum við staldrað við í augnablikinu í stað þess að festast í hugsunum um fortíð eða ókomna framtíð? Getum við hlúð betur að grunnþörfum okkar s.s. matarræði, svefni, hreyfingu og félagslegum tengslum? Getum við kallað fram okkar eigin bestu jólaminningu og nýtt sem leiðsögn um hvað skipti mestu máli? Getum við hjálpað þeim sem eru hjálpar þurfi í stað þess að einblína eingöngu á okkur sjálf? Getum við leyft þeim tilfinningum sem við finnum fyrir að koma og renna sitt skeið, hvort sem þær eru jákvæðar eða neikvæðar og sýnt okkur mildi? Fyrir þau sem eiga börn er hjálplegt að velta fyrir sér hvað skipti börnin mestu máli og hvað skilur eftir sig dýrmætustu minningarnar fyrir þau. Félagslegir töfrar Ég man eftir að hafa heyrt Viðar Halldórsson, félagsfræðiprófessor við Háskóla Íslands, ræða félagslega töfra og það hvernig þeir töfrar ættu undir högg að sækja með dvínandi samskiptum fólks. Viðar lýsir félagslegum töfrum sem töfrunum sem verða til í samskiptum fólks. Getum við fundið fyrir jólatöfrum? Getur verið að jólatöfrar eigi líka undir högg að sækja í þeim mikla hraða sem við lifum við í nútímasamfélagi? Jólatöfrar eru í mínum huga hin óáþreifanlega upplifun jólahátíðarinnar. Töfrar sem geta birst í göngutúr í nýföllnum snjó þegar horft er á fljúgandi hvítar snjóflygsurnar í fullkominni kyrrð, töfrarnir sem við finnum þegar við gefum og þiggjum sem hluta hátíðarhaldanna, töfrarnir sem felast í því að staldra við og rifja upp þær góðu minningar sem árið hefur fært okkur, töfrarnir sem felast í því að sjá einlæga gleði barnanna yfir þeirri undraveröld sem jólahátíðin getur boðið upp á og töfrarnir sem við getum veitt hverju öðru í einlægri gleði, þakklæti og hamingju. Að sama skapi geta töfrarnir horfið eins og dögg fyrir sólu vegna streitu, spennu, ágreinings, óánægju, fullkomnunaráráttu, ofbeldis, ofneyslu lyfja, áfengis eða vímuefna og annars sem varpar skugga á jólahaldið. Mikilvægt er að við hjálpumst að við að reyna að bæta líðan okkar og annarra um hátíðarnar. Köllum fram jólatöfra og eignumst dýrmætar minningar Áskorun okkar sem einstaklinga og sem samfélags felst í því að skoða vel hug okkar og gjörðir og kanna hvernig við getum kallað fram og hlúð að hinum mögnuðu jólatöfrum og þannig leyft hinum sanna jólaanda að njóta sín. Það skilur eftir sig dýrmætar minningar sem eru meira virði en allt annað. Gleðilega hátíð ljóss, friðar og jólatöfra. Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Hátíð ljóss og friðar er handan við hornið. Í aðdraganda hátíðarinnar finna mörg fyrir miklu álagi og streitu sem fylgir hátíðarhöldunum. Það getur jafnvel ýtt undir vanlíðan eins og kvíða og depurð. Það er hollt fyrir okkur sem einstaklinga og okkur sem samfélag að velta því fyrir okkur hvernig við getum stuðlað að því að hinn sanni jólaandi fái að njóta sín með mögnuðum jólatöfrum. Sum finna fyrir vaxandi kvíða, depurð og streitu Ég hef heyrt það í samtölum mínum við fólk undanfarið að mörg finna fyrir vaxandi kvíða og streitu. Meðal annars vegna þess að í desember ætlum við okkur að gera meira en líklega alla aðra mánuði ársins á heimilinu, á vinnustaðnum, í vinahópunum og víðar. Við sækjum fleiri viðburði, verslum og undirbúum með tilheyrandi útgjöldum og fyrirhöfn. Samfélagið er á yfirkeyrslu og á þeim hraða getur verið erfiðara að ná að upplifa hinn sanna jólaanda með jólatöfrum. Jólahátíðin getur verið erfið fyrir þau sem hafa misst ástvini og sum finna fyrir aukinni depurð á þessum tíma þegar umhverfið ætlast hálfpartinn til þess að við séum kát, glöð og hamingjusöm. Getum við hægt á okkur og bætt líðan? Við slíkar aðstæður er gott að velta fyrir sér hvernig við getum hægt á okkur og samfélaginu og bætt líðan okkar og annarra. Er hægt að færa suma viðburðina fram í janúar þegar lítið er við að vera? Eru einhver verkefni sem við getum fært yfir á nýtt ár? Er nauðsynlegt að gera allt sem er á verkefnalistanum eða er mögulegt að forgangsraða og strika strax út það sem er óraunhæft? Getum við gefið meira af hugulsemi en stærð? Getum við sýnt okkur meiri samkennd í amstrinu og hjálpað okkur að draga úr væntingum um eigin frammistöðu? Getum við staldrað við í augnablikinu í stað þess að festast í hugsunum um fortíð eða ókomna framtíð? Getum við hlúð betur að grunnþörfum okkar s.s. matarræði, svefni, hreyfingu og félagslegum tengslum? Getum við kallað fram okkar eigin bestu jólaminningu og nýtt sem leiðsögn um hvað skipti mestu máli? Getum við hjálpað þeim sem eru hjálpar þurfi í stað þess að einblína eingöngu á okkur sjálf? Getum við leyft þeim tilfinningum sem við finnum fyrir að koma og renna sitt skeið, hvort sem þær eru jákvæðar eða neikvæðar og sýnt okkur mildi? Fyrir þau sem eiga börn er hjálplegt að velta fyrir sér hvað skipti börnin mestu máli og hvað skilur eftir sig dýrmætustu minningarnar fyrir þau. Félagslegir töfrar Ég man eftir að hafa heyrt Viðar Halldórsson, félagsfræðiprófessor við Háskóla Íslands, ræða félagslega töfra og það hvernig þeir töfrar ættu undir högg að sækja með dvínandi samskiptum fólks. Viðar lýsir félagslegum töfrum sem töfrunum sem verða til í samskiptum fólks. Getum við fundið fyrir jólatöfrum? Getur verið að jólatöfrar eigi líka undir högg að sækja í þeim mikla hraða sem við lifum við í nútímasamfélagi? Jólatöfrar eru í mínum huga hin óáþreifanlega upplifun jólahátíðarinnar. Töfrar sem geta birst í göngutúr í nýföllnum snjó þegar horft er á fljúgandi hvítar snjóflygsurnar í fullkominni kyrrð, töfrarnir sem við finnum þegar við gefum og þiggjum sem hluta hátíðarhaldanna, töfrarnir sem felast í því að staldra við og rifja upp þær góðu minningar sem árið hefur fært okkur, töfrarnir sem felast í því að sjá einlæga gleði barnanna yfir þeirri undraveröld sem jólahátíðin getur boðið upp á og töfrarnir sem við getum veitt hverju öðru í einlægri gleði, þakklæti og hamingju. Að sama skapi geta töfrarnir horfið eins og dögg fyrir sólu vegna streitu, spennu, ágreinings, óánægju, fullkomnunaráráttu, ofbeldis, ofneyslu lyfja, áfengis eða vímuefna og annars sem varpar skugga á jólahaldið. Mikilvægt er að við hjálpumst að við að reyna að bæta líðan okkar og annarra um hátíðarnar. Köllum fram jólatöfra og eignumst dýrmætar minningar Áskorun okkar sem einstaklinga og sem samfélags felst í því að skoða vel hug okkar og gjörðir og kanna hvernig við getum kallað fram og hlúð að hinum mögnuðu jólatöfrum og þannig leyft hinum sanna jólaanda að njóta sín. Það skilur eftir sig dýrmætar minningar sem eru meira virði en allt annað. Gleðilega hátíð ljóss, friðar og jólatöfra. Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun