Ballarbrotum fjölgar um jólin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. desember 2023 11:01 Svo virðist sem Þjóðverjar eigi til að missa sig í jólagleðinni. Getty Ballarbrotum fjölgar yfir jólahátíðina, ef marka má niðurstöður vísindamanna í Þýskalandi sem hafa rannsakað tíðni meiðslanna eftir árstímum. Þess ber að geta að ekki er um eiginlegt brot að ræða, heldur er nærra lagi að segja að getnaðarlimurinn brákist en það ku helst gerast í óhefðbundnum kynlífsstellingum, þegar bólfélagar eru ekki í augnsambandi. Þvagfærasérfræðingurinn Nikolas Pyrgides, við Ludwig Maximilian-háskólann í Munchen í Þýskalandi, nefnir „öfuga kúrekastelpu“ í þessu samhengi en samkvæmt niðurstöðum Pyrgides og félaga er meðalaldur þeirra sem slasast 42 ára. Þá eiga meiðslin sér oftar en ekki stað við framhjáhald eða þegar kynlíf er stundað á óhefðbundnum stöðum. Meiðslunum fylgir oft hátt brakhljóð, mikill sársauki, bólga og mar. Þá tapa menn reisn, í orðsins fyllstu merkingu. „Þegar sjúklingar gefa sig fram við lækni lítur typpið oft út eins og eggaldin,“ segir Pyrgides. Pyrgides og félagar skoðuðu gögn um 3.421 tilvik þar sem menn höfðu orðið fyrir ballarbroti í Þýskalandi á árunum 2005 til 2021. Í ljós kom að ef fjöldi slysa væri jafn mikill alla daga eins og hann væri um jólin, væru meiðslin 43 prósent fleiri en þau eru. Það vekur athygli að sama aukning á sér ekki stað yfir áramót en Pyrgides telur það mögulega mega rekja til þess að Þjóðverjar séu meira fyrir það að halda upp á jól en nýtt ár. Samkvæmt rannsókninni fjölgar meiðslunum einnig um helgar og yfir sumartímann en þeim fjölgaði ekki í Covid-faraldrinum, þrátt fyrir samkomutakmarkanir. Pyrgides hvetur fólk til að vera meðvitað um áhættuna á meiðslum í aðdraganda jóla. „Ef þetta gerist skaltu leita strax til læknis eins og um neyðartilvik sé að ræða, því ef þú færð ekki aðstoð þá er hætta á langtíma afleiðingum,“ segir hann. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið. Heilbrigðismál Kynlíf Jól Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Þess ber að geta að ekki er um eiginlegt brot að ræða, heldur er nærra lagi að segja að getnaðarlimurinn brákist en það ku helst gerast í óhefðbundnum kynlífsstellingum, þegar bólfélagar eru ekki í augnsambandi. Þvagfærasérfræðingurinn Nikolas Pyrgides, við Ludwig Maximilian-háskólann í Munchen í Þýskalandi, nefnir „öfuga kúrekastelpu“ í þessu samhengi en samkvæmt niðurstöðum Pyrgides og félaga er meðalaldur þeirra sem slasast 42 ára. Þá eiga meiðslin sér oftar en ekki stað við framhjáhald eða þegar kynlíf er stundað á óhefðbundnum stöðum. Meiðslunum fylgir oft hátt brakhljóð, mikill sársauki, bólga og mar. Þá tapa menn reisn, í orðsins fyllstu merkingu. „Þegar sjúklingar gefa sig fram við lækni lítur typpið oft út eins og eggaldin,“ segir Pyrgides. Pyrgides og félagar skoðuðu gögn um 3.421 tilvik þar sem menn höfðu orðið fyrir ballarbroti í Þýskalandi á árunum 2005 til 2021. Í ljós kom að ef fjöldi slysa væri jafn mikill alla daga eins og hann væri um jólin, væru meiðslin 43 prósent fleiri en þau eru. Það vekur athygli að sama aukning á sér ekki stað yfir áramót en Pyrgides telur það mögulega mega rekja til þess að Þjóðverjar séu meira fyrir það að halda upp á jól en nýtt ár. Samkvæmt rannsókninni fjölgar meiðslunum einnig um helgar og yfir sumartímann en þeim fjölgaði ekki í Covid-faraldrinum, þrátt fyrir samkomutakmarkanir. Pyrgides hvetur fólk til að vera meðvitað um áhættuna á meiðslum í aðdraganda jóla. „Ef þetta gerist skaltu leita strax til læknis eins og um neyðartilvik sé að ræða, því ef þú færð ekki aðstoð þá er hætta á langtíma afleiðingum,“ segir hann. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið.
Heilbrigðismál Kynlíf Jól Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira