Mýtan um töfralausnir ríkissáttasemjara Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 19. desember 2023 13:30 Í nýlegri skoðanagrein sinni, Kaffiboðið í Karphúsinu, fjallar Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um hlutverk ríkissáttasemjara og reynir að draga upp samanburð við önnur Norðurlönd, en á röngum forsendum. Því fer fjarri að ríkissáttasemjari sé gestgjafi í kaffiboðum eins og framkvæmdastjórinn gefur í skyn. Flestum ríkissáttasemjurum hefur tekist með skynsemi og lempni að laða aðila á vinnumarkaði til samninga og unnið í því efni aðdáunarvert og gott starf með örfáum undantekningum sem ekki er ástæða til að nefna Óskoraður réttur til vinnustöðvunar Réttur samtaka launafólks til þess að þrýsta á um kröfur sínar í vinnudeilum með boðun vinnustöðvana fellur undir grundvallarmannréttindi sem varin eru af fjölmörgum evrópskum og alþjóðlegum mannréttindasáttmálum og hafa lagagildi hér á landi. Hér vísast m.a. til Félagsmálasáttmála Evrópu, Alþjóðasamnings um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi og samþykkta Alþjóðavinnumálastofnunarinnar nr. 87 og 98. Um þetta er blessunarlega lítið deilt og horfa verður á allar mögulegar og ómögulegar breytingar á íslenska vinnumarkaðslíkaninu með hliðsjón af þessu. Sé horft til annarra Norðurlanda er það rétt að valdheimildir sáttasemjara þar eru a.m.k. sumpart aðrar en hér. Hvort þær eru meiri er eitthvað sem eflaust má deila um en mestu skiptir að þær eru sprottnar upp úr annars konar veruleika. Mikilvægast er hér að hafa í huga að valdheimildir sáttasemjara eru aðeins einn hluti af miklu stærra og flóknara vinnumarkaðsumhverfi þar sem fléttast inn venjur, hagfræði, landafræði og menning viðkomandi lands. Framkvæmdastjóri SA lætur vera að fjalla um þessi grundvallaratriði. Að mörgu leyti eru Norðurlöndin fyrirmynd í málefnum vinnumarkaðar. Stjórnvöldum á Norðurlöndum hefur auðnast í áranna rás að koma á og viðhalda nokkuð góðum félagslegum stöðugleika, jöfnuði og fyrirsjáanleika sem eðli málsins samkvæmt hefur mikil áhrif á vilja launafólks og traust til að ganga til kjarasamninga án mikilla átaka. Hins vegar er það beinlínis rangt að þar ríki ávallt sátt og samlyndi um kaup og kjör. Samstaða um hlutverk ríkissáttasemjara Lykill að velgengni vinnumarkaðslíkans Norðurlandanna er að samtök launafólks og atvinnurekendur hafa komist að sátt um uppbyggingu kerfisins. Þetta er kjarni máls sem framkvæmdastjóri SA kýs einnig að leiða hjá sér. Hlutverk ríkissáttasemjara þar er með þeim hætti sem raun ber vitni vegna þess að aðilar hafa í sameiningu ákveðið að svo skuli vera. Á þeim forsendum hafa þeir verið reiðubúnir að framselja hluta af valdi sem þeir hafa samkvæmt framangreindu. Slíkt hefur vissulega að einhverju leyti verið til umræðu hér á landi áður og mun væntanlega skjóta upp kollinum aftur. Augljóslega verður slík umræða ekki til lykta leidd nema að allir þættir vinnumarkaðsumhverfisins séu ræddir. Að líta svo á að töfralausn sé falin í því að auka valdheimildir ríkissáttasemjara án þess að uppbyggileg umræða hafi átt sér stað við samtök launafólks sem fara með hinn eiginlega kjarasamningsrétt og valdheimildir er í skásta falli óábyrgt og ekki líklegt til að skapa sátt á vinnumarkaði til lengri tíma. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson ASÍ Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Atvinnurekendur Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Sjá meira
Í nýlegri skoðanagrein sinni, Kaffiboðið í Karphúsinu, fjallar Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um hlutverk ríkissáttasemjara og reynir að draga upp samanburð við önnur Norðurlönd, en á röngum forsendum. Því fer fjarri að ríkissáttasemjari sé gestgjafi í kaffiboðum eins og framkvæmdastjórinn gefur í skyn. Flestum ríkissáttasemjurum hefur tekist með skynsemi og lempni að laða aðila á vinnumarkaði til samninga og unnið í því efni aðdáunarvert og gott starf með örfáum undantekningum sem ekki er ástæða til að nefna Óskoraður réttur til vinnustöðvunar Réttur samtaka launafólks til þess að þrýsta á um kröfur sínar í vinnudeilum með boðun vinnustöðvana fellur undir grundvallarmannréttindi sem varin eru af fjölmörgum evrópskum og alþjóðlegum mannréttindasáttmálum og hafa lagagildi hér á landi. Hér vísast m.a. til Félagsmálasáttmála Evrópu, Alþjóðasamnings um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi og samþykkta Alþjóðavinnumálastofnunarinnar nr. 87 og 98. Um þetta er blessunarlega lítið deilt og horfa verður á allar mögulegar og ómögulegar breytingar á íslenska vinnumarkaðslíkaninu með hliðsjón af þessu. Sé horft til annarra Norðurlanda er það rétt að valdheimildir sáttasemjara þar eru a.m.k. sumpart aðrar en hér. Hvort þær eru meiri er eitthvað sem eflaust má deila um en mestu skiptir að þær eru sprottnar upp úr annars konar veruleika. Mikilvægast er hér að hafa í huga að valdheimildir sáttasemjara eru aðeins einn hluti af miklu stærra og flóknara vinnumarkaðsumhverfi þar sem fléttast inn venjur, hagfræði, landafræði og menning viðkomandi lands. Framkvæmdastjóri SA lætur vera að fjalla um þessi grundvallaratriði. Að mörgu leyti eru Norðurlöndin fyrirmynd í málefnum vinnumarkaðar. Stjórnvöldum á Norðurlöndum hefur auðnast í áranna rás að koma á og viðhalda nokkuð góðum félagslegum stöðugleika, jöfnuði og fyrirsjáanleika sem eðli málsins samkvæmt hefur mikil áhrif á vilja launafólks og traust til að ganga til kjarasamninga án mikilla átaka. Hins vegar er það beinlínis rangt að þar ríki ávallt sátt og samlyndi um kaup og kjör. Samstaða um hlutverk ríkissáttasemjara Lykill að velgengni vinnumarkaðslíkans Norðurlandanna er að samtök launafólks og atvinnurekendur hafa komist að sátt um uppbyggingu kerfisins. Þetta er kjarni máls sem framkvæmdastjóri SA kýs einnig að leiða hjá sér. Hlutverk ríkissáttasemjara þar er með þeim hætti sem raun ber vitni vegna þess að aðilar hafa í sameiningu ákveðið að svo skuli vera. Á þeim forsendum hafa þeir verið reiðubúnir að framselja hluta af valdi sem þeir hafa samkvæmt framangreindu. Slíkt hefur vissulega að einhverju leyti verið til umræðu hér á landi áður og mun væntanlega skjóta upp kollinum aftur. Augljóslega verður slík umræða ekki til lykta leidd nema að allir þættir vinnumarkaðsumhverfisins séu ræddir. Að líta svo á að töfralausn sé falin í því að auka valdheimildir ríkissáttasemjara án þess að uppbyggileg umræða hafi átt sér stað við samtök launafólks sem fara með hinn eiginlega kjarasamningsrétt og valdheimildir er í skásta falli óábyrgt og ekki líklegt til að skapa sátt á vinnumarkaði til lengri tíma. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun