Stærsti orkuframleiðandi heims þarf að setja sér mörk Guðrún Schmidt skrifar 15. desember 2023 14:31 Þjóð sem er langstærsti raforkuframleiðandi heims á íbúa þarf að læra að setja sér mörk. Þjóð sem tilheyrir þeim hópi þjóða sem eru með stærsta kolefnis- og vistspor á íbúa þarf að læra að setja sér mörk. Mikil upplýsingaóreiða og áróður um fleiri virkjanir brengla þá staðreynd að orkuskiptin án annarra breytinga duga ekki sem loftslagsaðgerðir. Að halda því fram að ef aðrar þjóðir hefðu farið eftir fordæmi Íslands í orkumálum væri líklegast ekki til loftslagsvandamál er því miður rangt. Rót vandans Við virkjum okkur ekki frá loftslagsvandanum. Því sá vandi er flókinn og margþættur og krefst heildrænnar nálgunar. Rót vandans er m.a. að mannkynið virðir ekki þolmörk Jarðar. Vísindamenn hafa skilgreint þolmörk níu lykilkerfa sem eru undirstaða stöðugra og heilbrigðra vistkerfa og gera Jörðina byggilega. Þetta eru: loftslagsbreytingar, súrnun sjávar, eyðing ósonlagsins, röskun á náttúrulegri hringrás niturs og fosfórs, ferskvatnsnotkun, landnotkun, tap á líffræðilegri fjölbreytni, loftmengun og efnamengun. Verði farið yfir þolmörk þessara kerfa aukast líkur á óafturkræfum breytingum á vistkerfum Jarðar. Þessi þolmörk tengjast og eru háð hvert öðru. Þegar farið er yfir ein þolmörk hefur það áhrif á önnur þolmörk. Í dag er ágangur á auðlindir Jarðar orðinn svo mikill að mannkynið hefur þegar farið yfir sex af þessum níu þolmörkum. Með því að leggja aðallega áherslu á að skipta út jarðefnaeldsneytisnotkun fyrir rafmagn höldum við áfram að fara yfir önnur þolmörk og jafnvel ganga enn lengra á þau t.d. með því að virkja á kostnað náttúrunnar. Við getum ekki náð árangri í loftslagsmálum með því að vinna áfram gegn náttúrunni. Það er ekki nóg að breyta okkar jarðefnaeldsneytisdrifna ósjálfbæra kerfi í raforkudrifið ósjálfbært kerfi heldur þarf nýtt kerfi að vera sjálfbært. Við verðum að hugsa í samhengi og setja mörk og stefnu á mörgum sviðum. Í umræðunni um orkuskiptin þarf t.d. að hugsa hvernig hægt er að rafvæða samgöngurnar án þess að eyðileggja meiri náttúru. Margtkemur hér til greina eins og orkusparnaður, bæta forgangsröðun í þágu almennings, hætta að selja orku í rafmyntagröft og bæta flutningskerfi. Þetta snýst ekki um orkukerfið eitt og sér. Þegar hugsað er um eftirspurn og framboð er mikilvægt að huga að því hvernig hægt er að minnka eftirspurnina. Fólkið á að stýra hagkerfinu en ekki öfugt. Róttækar breytingar á núverandi ósjálfbæru hagkerfi okkar er forsenda fyrir varanlegar og árangursríkar loftslagsaðgerðir. Mannkynið verður að tileinka sér þá hugsun að setja sér mörk til þess að halda lífi og athöfnum samfélaga innan þolmarka náttúrunnar. Ef eftirspurnin fer út fyrir þann ramma þá eigum við ekki að hlaupa gagnrýnislaus á eftir og hætta á að eyðileggja enn frekar lífsgrundvöll okkar sem er náttúran sjálf. Virkjum okkur sjálf Okkar þjóð er rík af auðlindum en okkur skortir öfluga náttúruvernd, aukinn jöfnuð, samstöðu, nægjusemi, raunhæfa framtíðarsýn og vilja til breytinga svo takast megi á við áskoranir samtímans. Við þurfum að virkja okkur sjálf, hugvit, samtakamátt, samkennd, ímyndunarafl, vilja til að skapa betra samfélag fyrir okkur öll. Loftslagsváin knýr fram breytingar. Hamfarir munu valda hörmulegum breytingum en með því að taka málin í okkar hendur og gera mikilvægar breytingar í okkar samfélögum núna getum við afstýrt verstu afleiðingunum. Gerum okkur grein fyrir því að þessar breytingar þurfa að vera róttækar og kerfislægar en slíkt þýðir ekki að lífið muni breytast til hins verra heldur munu þessar breytingar stuðla að betri samfélögum. Leiðin framundan er þakin mörgum óvissuþáttum sem vekur ótta. En mótefnið gegn ótta er samstaða og samvinna. Virkjum orkuna okkar sjálfra til þess að hafa kjark í breytingar, þróa og skapa nýtt form af samfélagi þar sem öllum líður vel og við verðum hluti af heilbrigði náttúru. Rót framþróunar mannkyns liggur m.a. innra með okkur sjálfum. Höfundur er sérfræðingur hjá Landvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Orkumál Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Þjóð sem er langstærsti raforkuframleiðandi heims á íbúa þarf að læra að setja sér mörk. Þjóð sem tilheyrir þeim hópi þjóða sem eru með stærsta kolefnis- og vistspor á íbúa þarf að læra að setja sér mörk. Mikil upplýsingaóreiða og áróður um fleiri virkjanir brengla þá staðreynd að orkuskiptin án annarra breytinga duga ekki sem loftslagsaðgerðir. Að halda því fram að ef aðrar þjóðir hefðu farið eftir fordæmi Íslands í orkumálum væri líklegast ekki til loftslagsvandamál er því miður rangt. Rót vandans Við virkjum okkur ekki frá loftslagsvandanum. Því sá vandi er flókinn og margþættur og krefst heildrænnar nálgunar. Rót vandans er m.a. að mannkynið virðir ekki þolmörk Jarðar. Vísindamenn hafa skilgreint þolmörk níu lykilkerfa sem eru undirstaða stöðugra og heilbrigðra vistkerfa og gera Jörðina byggilega. Þetta eru: loftslagsbreytingar, súrnun sjávar, eyðing ósonlagsins, röskun á náttúrulegri hringrás niturs og fosfórs, ferskvatnsnotkun, landnotkun, tap á líffræðilegri fjölbreytni, loftmengun og efnamengun. Verði farið yfir þolmörk þessara kerfa aukast líkur á óafturkræfum breytingum á vistkerfum Jarðar. Þessi þolmörk tengjast og eru háð hvert öðru. Þegar farið er yfir ein þolmörk hefur það áhrif á önnur þolmörk. Í dag er ágangur á auðlindir Jarðar orðinn svo mikill að mannkynið hefur þegar farið yfir sex af þessum níu þolmörkum. Með því að leggja aðallega áherslu á að skipta út jarðefnaeldsneytisnotkun fyrir rafmagn höldum við áfram að fara yfir önnur þolmörk og jafnvel ganga enn lengra á þau t.d. með því að virkja á kostnað náttúrunnar. Við getum ekki náð árangri í loftslagsmálum með því að vinna áfram gegn náttúrunni. Það er ekki nóg að breyta okkar jarðefnaeldsneytisdrifna ósjálfbæra kerfi í raforkudrifið ósjálfbært kerfi heldur þarf nýtt kerfi að vera sjálfbært. Við verðum að hugsa í samhengi og setja mörk og stefnu á mörgum sviðum. Í umræðunni um orkuskiptin þarf t.d. að hugsa hvernig hægt er að rafvæða samgöngurnar án þess að eyðileggja meiri náttúru. Margtkemur hér til greina eins og orkusparnaður, bæta forgangsröðun í þágu almennings, hætta að selja orku í rafmyntagröft og bæta flutningskerfi. Þetta snýst ekki um orkukerfið eitt og sér. Þegar hugsað er um eftirspurn og framboð er mikilvægt að huga að því hvernig hægt er að minnka eftirspurnina. Fólkið á að stýra hagkerfinu en ekki öfugt. Róttækar breytingar á núverandi ósjálfbæru hagkerfi okkar er forsenda fyrir varanlegar og árangursríkar loftslagsaðgerðir. Mannkynið verður að tileinka sér þá hugsun að setja sér mörk til þess að halda lífi og athöfnum samfélaga innan þolmarka náttúrunnar. Ef eftirspurnin fer út fyrir þann ramma þá eigum við ekki að hlaupa gagnrýnislaus á eftir og hætta á að eyðileggja enn frekar lífsgrundvöll okkar sem er náttúran sjálf. Virkjum okkur sjálf Okkar þjóð er rík af auðlindum en okkur skortir öfluga náttúruvernd, aukinn jöfnuð, samstöðu, nægjusemi, raunhæfa framtíðarsýn og vilja til breytinga svo takast megi á við áskoranir samtímans. Við þurfum að virkja okkur sjálf, hugvit, samtakamátt, samkennd, ímyndunarafl, vilja til að skapa betra samfélag fyrir okkur öll. Loftslagsváin knýr fram breytingar. Hamfarir munu valda hörmulegum breytingum en með því að taka málin í okkar hendur og gera mikilvægar breytingar í okkar samfélögum núna getum við afstýrt verstu afleiðingunum. Gerum okkur grein fyrir því að þessar breytingar þurfa að vera róttækar og kerfislægar en slíkt þýðir ekki að lífið muni breytast til hins verra heldur munu þessar breytingar stuðla að betri samfélögum. Leiðin framundan er þakin mörgum óvissuþáttum sem vekur ótta. En mótefnið gegn ótta er samstaða og samvinna. Virkjum orkuna okkar sjálfra til þess að hafa kjark í breytingar, þróa og skapa nýtt form af samfélagi þar sem öllum líður vel og við verðum hluti af heilbrigði náttúru. Rót framþróunar mannkyns liggur m.a. innra með okkur sjálfum. Höfundur er sérfræðingur hjá Landvernd.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun