Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2023 Boði Logason skrifar 15. desember 2023 14:11 Efri röð frá vinstri: Bjartmar Leósson, Sema Erla Serdaraoglu, Kristján Loftsson, Sandra Ósk Jóhannsdóttir, Otti Rafn Sigmarsson. Neðri röð frá vinstri: Fannar Jónasson, Frosti Logason, Edda Björk Arnardóttir, Laufey Lín og Gunnar Ingi Valgeirsson Vísir Vísir og Reykjavík síðdegis standa fyrir vali á manni ársins 2023 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þá manneskju sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið. Rúmlega þrjú þúsund og sjö hundruð tilnefndu á Vísi og nokkur fjöldi til viðbótar í símatíma Reykjavík síðdegis. Útvarpsmenn í Reykjavík síðdegis og blaðamenn Vísis fóru yfir tilnefningarnar og rökstuðninginn sem þeim fylgdi. Nú er búið að yfirfæra þær og ljóst hvaða tíu berjast um titilinn. Að neðan má sjá nöfn þeirra sem tilnefnd eru, í stafrófsröð, ásamt dæmi um ummæli sem fylgdu tilnefningum lesenda Vísis um sitt fólk. Neðst má svo greiða atkvæði og stendur kosningin til hádegis þann 28. desember. Tilkynnt verður um valið í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni á gamlársdag. Þátturinn hefst klukkan níu. Haraldur Ingi Þorleifsson var útnefndur maður ársins í kjörinu í fyrra. Rétt er að taka fram að fréttastofa Stöðar 2, Vísis og Bylgjunnar velur einnig mann ársins og verður tilkynnt um valið í Kryddsíld á Stöð 2 klukkan 14 á gamlársdag. Bjartmar Leósson sem hefur hlotið viðurnefnið hjólahvíslarinn hefur undanfarin ár aðstoðað fjölmarga Íslendinga við að finna stolin hjól, bifreiðar og önnur verðmæti. Þetta hefur hann gert í frítíma sínum og í sjálfboðavinnu. Maðurinn er óþreytandi í að leita uppi stolin hjól og önnur verðmæti og hefur hjálpað þjófum að snúa á rétta braut. Edda Björk Arnardóttir hefur verið áberandi í umræðunni og fréttaflutningi á árinu sem er að líða vegna deilu hennar við barnsföður sinn. Hún var framseld til Noregs fyrir skemmstu og situr í gæsluvarðhaldi. Edda hlaut fjölmargar tilnefningar fyrir það að berjast fyrir börnum sínum. Fyrir að hafa hugrekki til að vaða eld og brennistein fyrir börnin sín í vonlausum aðstæðum. Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur hefur verið andlit Grindvíkinga útávið og sýnt mikla yfirvegun á þeim óvissutímum sem ríkt hafa vegna jarðhræringa á Reykjanesinu. Bæjarbúar hafa átt um sárt að binda og var bærinn rýmdur þann 11. nóvember síðastliðinn. Fannar hefur staðið sig svo ótrúlega í náttúruhamförum í Grindavík og nágrenni, staðið heill með sínu samfélagi og íbúum þess. Frosti Logason fjölmiðlamaður stofnaði fjölmiðlaveituna Brotkast á árinu og hefur vakið athygli fyrir að tala hispurslaust um hin ýmsu málefni. Frosti tók á krefjandi málum sem aðrir þorðu ekki, sýndi fordæmi og fjallaði um mikilvæg málefni. Gunnar Ingi Valgeirsson hefur á árinu vakið athygli á stöðu biðlista í fíknimeðferð. Hann heldur úti viðtalsþáttunum „Lífið á biðlista“ þar sem hann ræðir við einstaklinga með fíknisjúkdóma. Gunnar Ingi var einn af stofnendum Samtaka aðstandenda og fíknisjúkra í nóvember. Hann hefur gert ótrúlega hluti fyrir einstaklinga í neyslu og aðstandendur þeirra. Vitundavakningin sem hann er að opna augu þjóðarinnar fyrir er mikilvæg og dauðans alvara. Kristján Loftsson forstjóri og stærsti eigandi Hvals hf. hefur staðið í ströngu á árinu og barist fyrir réttinum til að stunda hvalveiðar en Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra bannaði hvalveiðar tímabundið í sumar rétt áður en veiðitímabilið átti að hefjast. Fyrir að skapa atvinnu og berjast fyrir að geta stundað sjálfbæra nýtingu á auðlindum hafsins og fyrir að gefast aldrei upp þó blási harkalega á móti. Laufey Lín Jónsdóttir tónlistarkona hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn og seljast miðar á tónleika með henni eins og heitar lummur. Hún hefur komið fram víða um heim og í nóvember hlaut hún tilnefningu til Grammy verðlaunanna fyrir plötu sína Bewitched. Hún er á góðri leið með að verða frægasti íslenski tónlistarmaður dagsins í dag, hefur staðið sig frábærlega vel, vakið mikla athygli á heimsvísu en tæklað allt saman af aðdáunarverðri hógværð og yfirvegun. Otti Rafn Sigmarsson gegndi formennsku hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg þar til í nóvember. Otti, sem er Grindvíkingur, stóð vaktina í heimabænum ásamt félögum sínum í Björgunarsveitinni Þorbirni þegar bærinn var rýmdur. Hann ákvað að stíga tímabundið til hliðar sem formaður Landsbjargar til þess að einbeita sér að fjölskyldu sinni og þeim verkefnum sem blasa við Grindvíkingum. Hann hefur verið fremstur í fararbroddi í björgunaraðgerðum í Grindavík. Hann leggur líf og sál í það sem hann tekur sér fyrir hendur og er sannur í öllu sem hann gerir. Sandra Ósk Jóhannsdóttir sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu hefur varið miklum tíma við að leita uppi týnd gæludýr. Sandra, ásamt öðrum sjálfboðaliðum Dýrfinnu, unnu hörðum höndum að því að bjarga fjölda dýra úr Grindavík eftir rýmingu bæjarins. Fyrir dugnaðinn að hjálpa dýrum, og dýrum í Grindavík þegar þau voru ekki talin sem nauðsynjar af yfirvöldum. Sema Erla Serdaroglu stofnandi og forseti hjálparsamtakanna Solaris hefur verið ötul í baráttu sinni fyrir réttindum flóttafólks og hælisleitenda hér á landi. Gerðar voru breytingar á útlendingalögunum á árinu og fór Sema fremst í baráttu fólks sem senda átti úr landi. Hún berst fyrir mannréttindum og mannúð og fær að launum hatur og niðurlægingu, en heldur ótrauð áfram. Kosningunni er nú lokið, tilkynnt verður um valið í Reykjavík síðdegis á gamlársdag. Fréttir ársins 2023 Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Rúmlega þrjú þúsund og sjö hundruð tilnefndu á Vísi og nokkur fjöldi til viðbótar í símatíma Reykjavík síðdegis. Útvarpsmenn í Reykjavík síðdegis og blaðamenn Vísis fóru yfir tilnefningarnar og rökstuðninginn sem þeim fylgdi. Nú er búið að yfirfæra þær og ljóst hvaða tíu berjast um titilinn. Að neðan má sjá nöfn þeirra sem tilnefnd eru, í stafrófsröð, ásamt dæmi um ummæli sem fylgdu tilnefningum lesenda Vísis um sitt fólk. Neðst má svo greiða atkvæði og stendur kosningin til hádegis þann 28. desember. Tilkynnt verður um valið í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni á gamlársdag. Þátturinn hefst klukkan níu. Haraldur Ingi Þorleifsson var útnefndur maður ársins í kjörinu í fyrra. Rétt er að taka fram að fréttastofa Stöðar 2, Vísis og Bylgjunnar velur einnig mann ársins og verður tilkynnt um valið í Kryddsíld á Stöð 2 klukkan 14 á gamlársdag. Bjartmar Leósson sem hefur hlotið viðurnefnið hjólahvíslarinn hefur undanfarin ár aðstoðað fjölmarga Íslendinga við að finna stolin hjól, bifreiðar og önnur verðmæti. Þetta hefur hann gert í frítíma sínum og í sjálfboðavinnu. Maðurinn er óþreytandi í að leita uppi stolin hjól og önnur verðmæti og hefur hjálpað þjófum að snúa á rétta braut. Edda Björk Arnardóttir hefur verið áberandi í umræðunni og fréttaflutningi á árinu sem er að líða vegna deilu hennar við barnsföður sinn. Hún var framseld til Noregs fyrir skemmstu og situr í gæsluvarðhaldi. Edda hlaut fjölmargar tilnefningar fyrir það að berjast fyrir börnum sínum. Fyrir að hafa hugrekki til að vaða eld og brennistein fyrir börnin sín í vonlausum aðstæðum. Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur hefur verið andlit Grindvíkinga útávið og sýnt mikla yfirvegun á þeim óvissutímum sem ríkt hafa vegna jarðhræringa á Reykjanesinu. Bæjarbúar hafa átt um sárt að binda og var bærinn rýmdur þann 11. nóvember síðastliðinn. Fannar hefur staðið sig svo ótrúlega í náttúruhamförum í Grindavík og nágrenni, staðið heill með sínu samfélagi og íbúum þess. Frosti Logason fjölmiðlamaður stofnaði fjölmiðlaveituna Brotkast á árinu og hefur vakið athygli fyrir að tala hispurslaust um hin ýmsu málefni. Frosti tók á krefjandi málum sem aðrir þorðu ekki, sýndi fordæmi og fjallaði um mikilvæg málefni. Gunnar Ingi Valgeirsson hefur á árinu vakið athygli á stöðu biðlista í fíknimeðferð. Hann heldur úti viðtalsþáttunum „Lífið á biðlista“ þar sem hann ræðir við einstaklinga með fíknisjúkdóma. Gunnar Ingi var einn af stofnendum Samtaka aðstandenda og fíknisjúkra í nóvember. Hann hefur gert ótrúlega hluti fyrir einstaklinga í neyslu og aðstandendur þeirra. Vitundavakningin sem hann er að opna augu þjóðarinnar fyrir er mikilvæg og dauðans alvara. Kristján Loftsson forstjóri og stærsti eigandi Hvals hf. hefur staðið í ströngu á árinu og barist fyrir réttinum til að stunda hvalveiðar en Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra bannaði hvalveiðar tímabundið í sumar rétt áður en veiðitímabilið átti að hefjast. Fyrir að skapa atvinnu og berjast fyrir að geta stundað sjálfbæra nýtingu á auðlindum hafsins og fyrir að gefast aldrei upp þó blási harkalega á móti. Laufey Lín Jónsdóttir tónlistarkona hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn og seljast miðar á tónleika með henni eins og heitar lummur. Hún hefur komið fram víða um heim og í nóvember hlaut hún tilnefningu til Grammy verðlaunanna fyrir plötu sína Bewitched. Hún er á góðri leið með að verða frægasti íslenski tónlistarmaður dagsins í dag, hefur staðið sig frábærlega vel, vakið mikla athygli á heimsvísu en tæklað allt saman af aðdáunarverðri hógværð og yfirvegun. Otti Rafn Sigmarsson gegndi formennsku hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg þar til í nóvember. Otti, sem er Grindvíkingur, stóð vaktina í heimabænum ásamt félögum sínum í Björgunarsveitinni Þorbirni þegar bærinn var rýmdur. Hann ákvað að stíga tímabundið til hliðar sem formaður Landsbjargar til þess að einbeita sér að fjölskyldu sinni og þeim verkefnum sem blasa við Grindvíkingum. Hann hefur verið fremstur í fararbroddi í björgunaraðgerðum í Grindavík. Hann leggur líf og sál í það sem hann tekur sér fyrir hendur og er sannur í öllu sem hann gerir. Sandra Ósk Jóhannsdóttir sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu hefur varið miklum tíma við að leita uppi týnd gæludýr. Sandra, ásamt öðrum sjálfboðaliðum Dýrfinnu, unnu hörðum höndum að því að bjarga fjölda dýra úr Grindavík eftir rýmingu bæjarins. Fyrir dugnaðinn að hjálpa dýrum, og dýrum í Grindavík þegar þau voru ekki talin sem nauðsynjar af yfirvöldum. Sema Erla Serdaroglu stofnandi og forseti hjálparsamtakanna Solaris hefur verið ötul í baráttu sinni fyrir réttindum flóttafólks og hælisleitenda hér á landi. Gerðar voru breytingar á útlendingalögunum á árinu og fór Sema fremst í baráttu fólks sem senda átti úr landi. Hún berst fyrir mannréttindum og mannúð og fær að launum hatur og niðurlægingu, en heldur ótrauð áfram. Kosningunni er nú lokið, tilkynnt verður um valið í Reykjavík síðdegis á gamlársdag.
Fréttir ársins 2023 Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira