Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2023 Boði Logason skrifar 15. desember 2023 14:11 Efri röð frá vinstri: Bjartmar Leósson, Sema Erla Serdaraoglu, Kristján Loftsson, Sandra Ósk Jóhannsdóttir, Otti Rafn Sigmarsson. Neðri röð frá vinstri: Fannar Jónasson, Frosti Logason, Edda Björk Arnardóttir, Laufey Lín og Gunnar Ingi Valgeirsson Vísir Vísir og Reykjavík síðdegis standa fyrir vali á manni ársins 2023 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þá manneskju sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið. Rúmlega þrjú þúsund og sjö hundruð tilnefndu á Vísi og nokkur fjöldi til viðbótar í símatíma Reykjavík síðdegis. Útvarpsmenn í Reykjavík síðdegis og blaðamenn Vísis fóru yfir tilnefningarnar og rökstuðninginn sem þeim fylgdi. Nú er búið að yfirfæra þær og ljóst hvaða tíu berjast um titilinn. Að neðan má sjá nöfn þeirra sem tilnefnd eru, í stafrófsröð, ásamt dæmi um ummæli sem fylgdu tilnefningum lesenda Vísis um sitt fólk. Neðst má svo greiða atkvæði og stendur kosningin til hádegis þann 28. desember. Tilkynnt verður um valið í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni á gamlársdag. Þátturinn hefst klukkan níu. Haraldur Ingi Þorleifsson var útnefndur maður ársins í kjörinu í fyrra. Rétt er að taka fram að fréttastofa Stöðar 2, Vísis og Bylgjunnar velur einnig mann ársins og verður tilkynnt um valið í Kryddsíld á Stöð 2 klukkan 14 á gamlársdag. Bjartmar Leósson sem hefur hlotið viðurnefnið hjólahvíslarinn hefur undanfarin ár aðstoðað fjölmarga Íslendinga við að finna stolin hjól, bifreiðar og önnur verðmæti. Þetta hefur hann gert í frítíma sínum og í sjálfboðavinnu. Maðurinn er óþreytandi í að leita uppi stolin hjól og önnur verðmæti og hefur hjálpað þjófum að snúa á rétta braut. Edda Björk Arnardóttir hefur verið áberandi í umræðunni og fréttaflutningi á árinu sem er að líða vegna deilu hennar við barnsföður sinn. Hún var framseld til Noregs fyrir skemmstu og situr í gæsluvarðhaldi. Edda hlaut fjölmargar tilnefningar fyrir það að berjast fyrir börnum sínum. Fyrir að hafa hugrekki til að vaða eld og brennistein fyrir börnin sín í vonlausum aðstæðum. Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur hefur verið andlit Grindvíkinga útávið og sýnt mikla yfirvegun á þeim óvissutímum sem ríkt hafa vegna jarðhræringa á Reykjanesinu. Bæjarbúar hafa átt um sárt að binda og var bærinn rýmdur þann 11. nóvember síðastliðinn. Fannar hefur staðið sig svo ótrúlega í náttúruhamförum í Grindavík og nágrenni, staðið heill með sínu samfélagi og íbúum þess. Frosti Logason fjölmiðlamaður stofnaði fjölmiðlaveituna Brotkast á árinu og hefur vakið athygli fyrir að tala hispurslaust um hin ýmsu málefni. Frosti tók á krefjandi málum sem aðrir þorðu ekki, sýndi fordæmi og fjallaði um mikilvæg málefni. Gunnar Ingi Valgeirsson hefur á árinu vakið athygli á stöðu biðlista í fíknimeðferð. Hann heldur úti viðtalsþáttunum „Lífið á biðlista“ þar sem hann ræðir við einstaklinga með fíknisjúkdóma. Gunnar Ingi var einn af stofnendum Samtaka aðstandenda og fíknisjúkra í nóvember. Hann hefur gert ótrúlega hluti fyrir einstaklinga í neyslu og aðstandendur þeirra. Vitundavakningin sem hann er að opna augu þjóðarinnar fyrir er mikilvæg og dauðans alvara. Kristján Loftsson forstjóri og stærsti eigandi Hvals hf. hefur staðið í ströngu á árinu og barist fyrir réttinum til að stunda hvalveiðar en Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra bannaði hvalveiðar tímabundið í sumar rétt áður en veiðitímabilið átti að hefjast. Fyrir að skapa atvinnu og berjast fyrir að geta stundað sjálfbæra nýtingu á auðlindum hafsins og fyrir að gefast aldrei upp þó blási harkalega á móti. Laufey Lín Jónsdóttir tónlistarkona hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn og seljast miðar á tónleika með henni eins og heitar lummur. Hún hefur komið fram víða um heim og í nóvember hlaut hún tilnefningu til Grammy verðlaunanna fyrir plötu sína Bewitched. Hún er á góðri leið með að verða frægasti íslenski tónlistarmaður dagsins í dag, hefur staðið sig frábærlega vel, vakið mikla athygli á heimsvísu en tæklað allt saman af aðdáunarverðri hógværð og yfirvegun. Otti Rafn Sigmarsson gegndi formennsku hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg þar til í nóvember. Otti, sem er Grindvíkingur, stóð vaktina í heimabænum ásamt félögum sínum í Björgunarsveitinni Þorbirni þegar bærinn var rýmdur. Hann ákvað að stíga tímabundið til hliðar sem formaður Landsbjargar til þess að einbeita sér að fjölskyldu sinni og þeim verkefnum sem blasa við Grindvíkingum. Hann hefur verið fremstur í fararbroddi í björgunaraðgerðum í Grindavík. Hann leggur líf og sál í það sem hann tekur sér fyrir hendur og er sannur í öllu sem hann gerir. Sandra Ósk Jóhannsdóttir sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu hefur varið miklum tíma við að leita uppi týnd gæludýr. Sandra, ásamt öðrum sjálfboðaliðum Dýrfinnu, unnu hörðum höndum að því að bjarga fjölda dýra úr Grindavík eftir rýmingu bæjarins. Fyrir dugnaðinn að hjálpa dýrum, og dýrum í Grindavík þegar þau voru ekki talin sem nauðsynjar af yfirvöldum. Sema Erla Serdaroglu stofnandi og forseti hjálparsamtakanna Solaris hefur verið ötul í baráttu sinni fyrir réttindum flóttafólks og hælisleitenda hér á landi. Gerðar voru breytingar á útlendingalögunum á árinu og fór Sema fremst í baráttu fólks sem senda átti úr landi. Hún berst fyrir mannréttindum og mannúð og fær að launum hatur og niðurlægingu, en heldur ótrauð áfram. Kosningunni er nú lokið, tilkynnt verður um valið í Reykjavík síðdegis á gamlársdag. Fréttir ársins 2023 Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fleiri fréttir Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði Sjá meira
Rúmlega þrjú þúsund og sjö hundruð tilnefndu á Vísi og nokkur fjöldi til viðbótar í símatíma Reykjavík síðdegis. Útvarpsmenn í Reykjavík síðdegis og blaðamenn Vísis fóru yfir tilnefningarnar og rökstuðninginn sem þeim fylgdi. Nú er búið að yfirfæra þær og ljóst hvaða tíu berjast um titilinn. Að neðan má sjá nöfn þeirra sem tilnefnd eru, í stafrófsröð, ásamt dæmi um ummæli sem fylgdu tilnefningum lesenda Vísis um sitt fólk. Neðst má svo greiða atkvæði og stendur kosningin til hádegis þann 28. desember. Tilkynnt verður um valið í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni á gamlársdag. Þátturinn hefst klukkan níu. Haraldur Ingi Þorleifsson var útnefndur maður ársins í kjörinu í fyrra. Rétt er að taka fram að fréttastofa Stöðar 2, Vísis og Bylgjunnar velur einnig mann ársins og verður tilkynnt um valið í Kryddsíld á Stöð 2 klukkan 14 á gamlársdag. Bjartmar Leósson sem hefur hlotið viðurnefnið hjólahvíslarinn hefur undanfarin ár aðstoðað fjölmarga Íslendinga við að finna stolin hjól, bifreiðar og önnur verðmæti. Þetta hefur hann gert í frítíma sínum og í sjálfboðavinnu. Maðurinn er óþreytandi í að leita uppi stolin hjól og önnur verðmæti og hefur hjálpað þjófum að snúa á rétta braut. Edda Björk Arnardóttir hefur verið áberandi í umræðunni og fréttaflutningi á árinu sem er að líða vegna deilu hennar við barnsföður sinn. Hún var framseld til Noregs fyrir skemmstu og situr í gæsluvarðhaldi. Edda hlaut fjölmargar tilnefningar fyrir það að berjast fyrir börnum sínum. Fyrir að hafa hugrekki til að vaða eld og brennistein fyrir börnin sín í vonlausum aðstæðum. Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur hefur verið andlit Grindvíkinga útávið og sýnt mikla yfirvegun á þeim óvissutímum sem ríkt hafa vegna jarðhræringa á Reykjanesinu. Bæjarbúar hafa átt um sárt að binda og var bærinn rýmdur þann 11. nóvember síðastliðinn. Fannar hefur staðið sig svo ótrúlega í náttúruhamförum í Grindavík og nágrenni, staðið heill með sínu samfélagi og íbúum þess. Frosti Logason fjölmiðlamaður stofnaði fjölmiðlaveituna Brotkast á árinu og hefur vakið athygli fyrir að tala hispurslaust um hin ýmsu málefni. Frosti tók á krefjandi málum sem aðrir þorðu ekki, sýndi fordæmi og fjallaði um mikilvæg málefni. Gunnar Ingi Valgeirsson hefur á árinu vakið athygli á stöðu biðlista í fíknimeðferð. Hann heldur úti viðtalsþáttunum „Lífið á biðlista“ þar sem hann ræðir við einstaklinga með fíknisjúkdóma. Gunnar Ingi var einn af stofnendum Samtaka aðstandenda og fíknisjúkra í nóvember. Hann hefur gert ótrúlega hluti fyrir einstaklinga í neyslu og aðstandendur þeirra. Vitundavakningin sem hann er að opna augu þjóðarinnar fyrir er mikilvæg og dauðans alvara. Kristján Loftsson forstjóri og stærsti eigandi Hvals hf. hefur staðið í ströngu á árinu og barist fyrir réttinum til að stunda hvalveiðar en Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra bannaði hvalveiðar tímabundið í sumar rétt áður en veiðitímabilið átti að hefjast. Fyrir að skapa atvinnu og berjast fyrir að geta stundað sjálfbæra nýtingu á auðlindum hafsins og fyrir að gefast aldrei upp þó blási harkalega á móti. Laufey Lín Jónsdóttir tónlistarkona hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn og seljast miðar á tónleika með henni eins og heitar lummur. Hún hefur komið fram víða um heim og í nóvember hlaut hún tilnefningu til Grammy verðlaunanna fyrir plötu sína Bewitched. Hún er á góðri leið með að verða frægasti íslenski tónlistarmaður dagsins í dag, hefur staðið sig frábærlega vel, vakið mikla athygli á heimsvísu en tæklað allt saman af aðdáunarverðri hógværð og yfirvegun. Otti Rafn Sigmarsson gegndi formennsku hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg þar til í nóvember. Otti, sem er Grindvíkingur, stóð vaktina í heimabænum ásamt félögum sínum í Björgunarsveitinni Þorbirni þegar bærinn var rýmdur. Hann ákvað að stíga tímabundið til hliðar sem formaður Landsbjargar til þess að einbeita sér að fjölskyldu sinni og þeim verkefnum sem blasa við Grindvíkingum. Hann hefur verið fremstur í fararbroddi í björgunaraðgerðum í Grindavík. Hann leggur líf og sál í það sem hann tekur sér fyrir hendur og er sannur í öllu sem hann gerir. Sandra Ósk Jóhannsdóttir sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu hefur varið miklum tíma við að leita uppi týnd gæludýr. Sandra, ásamt öðrum sjálfboðaliðum Dýrfinnu, unnu hörðum höndum að því að bjarga fjölda dýra úr Grindavík eftir rýmingu bæjarins. Fyrir dugnaðinn að hjálpa dýrum, og dýrum í Grindavík þegar þau voru ekki talin sem nauðsynjar af yfirvöldum. Sema Erla Serdaroglu stofnandi og forseti hjálparsamtakanna Solaris hefur verið ötul í baráttu sinni fyrir réttindum flóttafólks og hælisleitenda hér á landi. Gerðar voru breytingar á útlendingalögunum á árinu og fór Sema fremst í baráttu fólks sem senda átti úr landi. Hún berst fyrir mannréttindum og mannúð og fær að launum hatur og niðurlægingu, en heldur ótrauð áfram. Kosningunni er nú lokið, tilkynnt verður um valið í Reykjavík síðdegis á gamlársdag.
Fréttir ársins 2023 Reykjavík síðdegis Bylgjan Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fleiri fréttir Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði Sjá meira