Neyðarlegt raforkulagafrumvarp Árni Hrannar Haraldsson skrifar 12. desember 2023 17:31 Það er meiri eftirspurn eftir rafmagni á Íslandi en framboð. Það er ekki í fyrsta skipti en vegna þess hvað eftirspurnin eftir okkar verðmætu sjálfbæru orku vex hratt gæti þetta orðið raunin um hríð. Þess vegna er mikilvægt að á þurrkaárinu 2023 sé ekki brugðist við með óyfirveguðum „neyðarlögum“ sem skemma miklu meira en þau eiga að laga. Mest af okkar rafmagni fáum við úr vatnsföllum. Þess vegna hefur tíðarfarið áhrif á það hversu mikið hægt er að búa til af því ár hvert. Mest af okkar rafmagni fáum við líka frá einu fyrirtæki, Landsvirkjun. Staðan á íslenska raforkumarkaðnum ræðst því mest af því hvernig veðrið er og hvað Landsvirkjun gerir. Óvenjulegur markaður Til einföldunar má skipta raforkumarkaðnum í tvennt, í stórnotendamarkað og almennan markað. Skipting notkunarinnar milli þessara markaða er óvenjuleg hér á landi en mjög stór hluti fer til stórnotenda, eða um 80%. Þar gilda langtímasamningar við stóriðjur sem hafa gert okkur kleift að byggja flestar okkar stærstu virkjana. Á almenna markaðnum, sem fær 20% af rafmagninu, eru heimilin í landinu og langflest fyrirtæki og stofnanir. Á meðal fyrirtækjanna á almenna markaðnum eru nokkur sem sætta sig við það að í þurrkatíð, þegar rafmagnsframleiðslan er minni, fái þau minna rafmagn en borgi á móti minna fyrir það þegar það stendur til boða. Fyrirséð neyð Nú er verið að ræða það á Alþingi að setja „neyðarlög“ vegna þess að einu sinni sem oftar er ekki til rafmagn handa öllum þeim sem vilja þegar þau vilja. Skerðing til þeirra sem sætta sig við hana sé ekki nóg til að brúa bilið á milli þess sem virkjanirnar framleiða og þarfar allra verksmiðjanna og rafmagnstækjanna sem eru í sambandi og stillt á on. „Neyðarlögin“ eiga að vera svar við því hvernig á að tryggja að almenni forgangsmarkaðurinn fái sitt rafmagn. Þessi staða var ekki óvænt. Það blasti við hverjum sem sjá vildi að lón Landsvirkjunar voru ekki að fyllast í haust. Það er misjafnt hvernig brugðist er við slíkri stöðu. Viðbrögðin geta haft afgerandi áhrif á stöðuna sem upp kemur á raforkumarkaði þegar þannig viðrar að vatnsaflsvirkjanirnar fá minna vatn. Jafnréttisleiðin Vaxandi eftirspurn gerir það líka að verkum að staðan nú er ekki óvænt og í fyrra var lögð fram tillaga um hvernig ætti að tryggja heimilunum og öðrum á almenna markaðnum rafmagn. Starfshópur stjórnvalda um raforkuöryggi lagði þá til að reglan yrði sú að hvert orkufyrirtæki hefði tiltækt rafmagn fyrir almenna markaðinn í samræmi við hlutdeild sína í raforkuvinnslunni í landinu. Landsvirkjun sæi þá almenningi, sem byggði það fyrirtæki upp og á það enn, fyrir um 73%. [Myndartexti] Súlan til vinstri á myndinni sýnir hvernig öll raforkuvinnsla á Íslandi skiptist á milli framleiðslufyrirtækjanna. Súlan hægra megin sýnir hlutdeild sömu fyrirtækja í rafmagninu sem selt er almenningi. Þar sést til dæmis að Orka náttúrunnar selur liðlega 50% meira rafmagn á almennum markaði en hlutdeild fyrirtækisins í raforkuvinnslunni segir til um. Misréttisleiðin Þetta er ekki leiðin sem farin er í frumvarpi til „neyðarlaganna.“ Neyðarleiðin er sú að Landsvirkjun verði gerð ábyrg fyrir því að útvega sama magn inn á almenna markaðinn og í fyrra, það er bara helminginn. En af því að það heitir nú „trygging“ þá sé þessu markaðsráðandi fyrirtæki leyft að haga sinni framgöngu á markaði án tillits til samkeppnislaga eða annarra almennra reglna sem um viðskipti gilda og öll önnur fyrirtæki á markaðnum þurfa að lúta. Yfirlýsingar fulltrúa Landsvirkjunar í fréttum síðustu daga um yfirvofandi hækkanir á raforkuverði til almennings eru vonandi ekki til marks um væntanlega framgöngu fyrirtækisins. Engar viðlíka yfirlýsingar hafa heyrst frá fulltrúum þeirra fyrirtækja sem þó útvega almenningi helming alls þess rafmagns sem fólk notar. Samkeppniseftirlitið talar skýrt Landsvirkjun á í samkeppni við Orku náttúrunnar og HS Orku á stórnotendamarkaði þar sem meirihluti rafmagnsins í landinu er seldur og keyptur. Það er því ekki að undra að Samkeppniseftirlitið leggist gegn þessu frumvarpi og beini því kurteislega til stjórnvalda að „…leita leiða sem ekki eru til þess fallnar að skaða samkeppni, í trássi við meginmarkmið gildandi raforkulaga.“ Skýrara verður það varla! Telji stjórnvöld nauðsyn að grípa til aðgerða, verða þau að gera betur. Höfundur er framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Alþingi Landsvirkjun Jarðhiti Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það er meiri eftirspurn eftir rafmagni á Íslandi en framboð. Það er ekki í fyrsta skipti en vegna þess hvað eftirspurnin eftir okkar verðmætu sjálfbæru orku vex hratt gæti þetta orðið raunin um hríð. Þess vegna er mikilvægt að á þurrkaárinu 2023 sé ekki brugðist við með óyfirveguðum „neyðarlögum“ sem skemma miklu meira en þau eiga að laga. Mest af okkar rafmagni fáum við úr vatnsföllum. Þess vegna hefur tíðarfarið áhrif á það hversu mikið hægt er að búa til af því ár hvert. Mest af okkar rafmagni fáum við líka frá einu fyrirtæki, Landsvirkjun. Staðan á íslenska raforkumarkaðnum ræðst því mest af því hvernig veðrið er og hvað Landsvirkjun gerir. Óvenjulegur markaður Til einföldunar má skipta raforkumarkaðnum í tvennt, í stórnotendamarkað og almennan markað. Skipting notkunarinnar milli þessara markaða er óvenjuleg hér á landi en mjög stór hluti fer til stórnotenda, eða um 80%. Þar gilda langtímasamningar við stóriðjur sem hafa gert okkur kleift að byggja flestar okkar stærstu virkjana. Á almenna markaðnum, sem fær 20% af rafmagninu, eru heimilin í landinu og langflest fyrirtæki og stofnanir. Á meðal fyrirtækjanna á almenna markaðnum eru nokkur sem sætta sig við það að í þurrkatíð, þegar rafmagnsframleiðslan er minni, fái þau minna rafmagn en borgi á móti minna fyrir það þegar það stendur til boða. Fyrirséð neyð Nú er verið að ræða það á Alþingi að setja „neyðarlög“ vegna þess að einu sinni sem oftar er ekki til rafmagn handa öllum þeim sem vilja þegar þau vilja. Skerðing til þeirra sem sætta sig við hana sé ekki nóg til að brúa bilið á milli þess sem virkjanirnar framleiða og þarfar allra verksmiðjanna og rafmagnstækjanna sem eru í sambandi og stillt á on. „Neyðarlögin“ eiga að vera svar við því hvernig á að tryggja að almenni forgangsmarkaðurinn fái sitt rafmagn. Þessi staða var ekki óvænt. Það blasti við hverjum sem sjá vildi að lón Landsvirkjunar voru ekki að fyllast í haust. Það er misjafnt hvernig brugðist er við slíkri stöðu. Viðbrögðin geta haft afgerandi áhrif á stöðuna sem upp kemur á raforkumarkaði þegar þannig viðrar að vatnsaflsvirkjanirnar fá minna vatn. Jafnréttisleiðin Vaxandi eftirspurn gerir það líka að verkum að staðan nú er ekki óvænt og í fyrra var lögð fram tillaga um hvernig ætti að tryggja heimilunum og öðrum á almenna markaðnum rafmagn. Starfshópur stjórnvalda um raforkuöryggi lagði þá til að reglan yrði sú að hvert orkufyrirtæki hefði tiltækt rafmagn fyrir almenna markaðinn í samræmi við hlutdeild sína í raforkuvinnslunni í landinu. Landsvirkjun sæi þá almenningi, sem byggði það fyrirtæki upp og á það enn, fyrir um 73%. [Myndartexti] Súlan til vinstri á myndinni sýnir hvernig öll raforkuvinnsla á Íslandi skiptist á milli framleiðslufyrirtækjanna. Súlan hægra megin sýnir hlutdeild sömu fyrirtækja í rafmagninu sem selt er almenningi. Þar sést til dæmis að Orka náttúrunnar selur liðlega 50% meira rafmagn á almennum markaði en hlutdeild fyrirtækisins í raforkuvinnslunni segir til um. Misréttisleiðin Þetta er ekki leiðin sem farin er í frumvarpi til „neyðarlaganna.“ Neyðarleiðin er sú að Landsvirkjun verði gerð ábyrg fyrir því að útvega sama magn inn á almenna markaðinn og í fyrra, það er bara helminginn. En af því að það heitir nú „trygging“ þá sé þessu markaðsráðandi fyrirtæki leyft að haga sinni framgöngu á markaði án tillits til samkeppnislaga eða annarra almennra reglna sem um viðskipti gilda og öll önnur fyrirtæki á markaðnum þurfa að lúta. Yfirlýsingar fulltrúa Landsvirkjunar í fréttum síðustu daga um yfirvofandi hækkanir á raforkuverði til almennings eru vonandi ekki til marks um væntanlega framgöngu fyrirtækisins. Engar viðlíka yfirlýsingar hafa heyrst frá fulltrúum þeirra fyrirtækja sem þó útvega almenningi helming alls þess rafmagns sem fólk notar. Samkeppniseftirlitið talar skýrt Landsvirkjun á í samkeppni við Orku náttúrunnar og HS Orku á stórnotendamarkaði þar sem meirihluti rafmagnsins í landinu er seldur og keyptur. Það er því ekki að undra að Samkeppniseftirlitið leggist gegn þessu frumvarpi og beini því kurteislega til stjórnvalda að „…leita leiða sem ekki eru til þess fallnar að skaða samkeppni, í trássi við meginmarkmið gildandi raforkulaga.“ Skýrara verður það varla! Telji stjórnvöld nauðsyn að grípa til aðgerða, verða þau að gera betur. Höfundur er framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun