Örlög stjórnar Morawiecki ráðast í dag Atli Ísleifsson skrifar 11. desember 2023 06:58 Mateusz Morawiecki hefur gegnt embætti forsætisráðherra Póllands frá árinu 2017. AP Pólska þingið mun í dag greiða atkvæði um hvort Mateusz Morawiecki, starfandi forsætisráðherra, eigi að leiða næstu ríkisstjórn landsins í kjölfar þingkosninganna sem fram fóru í október. Morawiecki mun leggja fram tillögu um nýja ríkisstjórn í þinginu í dag en ólíklegt þykir að meirihluti muni leggja blessun sína yfir hana enda missti flokkur Morawiecki, Lög og réttur, og stuðningsflokkar hans þingmeirihluta sinn í kosningunum. Umræða um stjórn hins 55 ára Morawiecki mun fara fram á þinginu og er reiknað með að atkvæði verði svo greidd um hana. Verði tillagan um stjórn Morawiecki felld á þingi, líkt og fastlega er gert ráð fyrir, mun það opna á að Donald Tusk, formaður Borgaravettvangs og fyrrverandi forsætisráðherra, taki við sem forsætisráðherra á ný. Tusk, sem einnig er fyrrverandi forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, leiddi bandalag mið- og vinstriflokka í kosningunum sem saman tryggðu sér meirihluta í kosningunum. Lög og réttur, sem hefur stjórnað landinu síðustu átta ár, er þó áfram stærsti flokkurinn á þingi. Donald Tusk var forsætisráðherra Póllands á árunum 2007 til 2014 og svo forseti leiðtogaráðs Evrópusamnbandsins á árunum 2014 til 2019. AP Stærsti flokkurinn fékk umboðið Andrzej Duda, Póllandsforseti sem hefur notið stuðnings Laga og réttar, ákvað að veita Morawiecki fyrst umboð til stjórnarmyndunar eftir kosningarnar, en almennt hefur verið litið á þá ákvörðun sem leið til að tefja óumflýjanleg valdaskipti. Fyrir kosningarnar hafði Duda sagst munu veita stærsta flokknum umboðið. Ráðherrar í bráðabirgðastjórn Morawiecki hafa tæknilega séð nú þegar svarið embættiseið en samkvæmt pólskum reglum verður stjórnin að standa af sér vantrausttillögu á þinginu innan tveggja vikna og mun sú atkvæðagreiðsla fara fram í dag. Lög í Póllandi gera ráð fyrir að ef starfandi ríkisstjórn Morawiecki stenst ekki vantrausttillöguna þá verður það þingsins að tilnefna nýjan forsætisráðherra. Allar líkur eru á að það verði Tusk. Samningur þegar til staðar Borgaravettvangur Tusk og stuðningsflokkar skrifuðu í síðasta mánuði undir samning um stjórnarmyndun. Þar segir meðal annars að stefnt sé að því að bæta samskiptin við Evrópusambandsins, en samband ESB og Póllands hafa verið stirð síðustu ár, meðal annars vegna afskipta pólskra stjórnvalda af dómstólum í landinu, Tusk var forsætisráðherra Póllands á árunum 2007 til 2014 og svo forseti leiðtogaráðs Evrópusamnbandsins á árunum 2014 til 2019. Hann sneri aftur í pólsk stjórnmál árið 2021 þegar hann tók við formennsku í Borgaravettvangi. Kosningar í Póllandi Pólland Tengdar fréttir Skipar nýja stjórn undir forystu Morawiecki þrátt fyrir minnihluta Síðdegis í dag mun Andrzej Duda, forseti Póllands, skipa nýja ríkisstjórn undir forystu Mateuszar Morawiecki. Þetta gerir hann þrátt fyrir að Morawiecki hafi ekki meirihluta. 27. nóvember 2023 11:05 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Morawiecki mun leggja fram tillögu um nýja ríkisstjórn í þinginu í dag en ólíklegt þykir að meirihluti muni leggja blessun sína yfir hana enda missti flokkur Morawiecki, Lög og réttur, og stuðningsflokkar hans þingmeirihluta sinn í kosningunum. Umræða um stjórn hins 55 ára Morawiecki mun fara fram á þinginu og er reiknað með að atkvæði verði svo greidd um hana. Verði tillagan um stjórn Morawiecki felld á þingi, líkt og fastlega er gert ráð fyrir, mun það opna á að Donald Tusk, formaður Borgaravettvangs og fyrrverandi forsætisráðherra, taki við sem forsætisráðherra á ný. Tusk, sem einnig er fyrrverandi forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, leiddi bandalag mið- og vinstriflokka í kosningunum sem saman tryggðu sér meirihluta í kosningunum. Lög og réttur, sem hefur stjórnað landinu síðustu átta ár, er þó áfram stærsti flokkurinn á þingi. Donald Tusk var forsætisráðherra Póllands á árunum 2007 til 2014 og svo forseti leiðtogaráðs Evrópusamnbandsins á árunum 2014 til 2019. AP Stærsti flokkurinn fékk umboðið Andrzej Duda, Póllandsforseti sem hefur notið stuðnings Laga og réttar, ákvað að veita Morawiecki fyrst umboð til stjórnarmyndunar eftir kosningarnar, en almennt hefur verið litið á þá ákvörðun sem leið til að tefja óumflýjanleg valdaskipti. Fyrir kosningarnar hafði Duda sagst munu veita stærsta flokknum umboðið. Ráðherrar í bráðabirgðastjórn Morawiecki hafa tæknilega séð nú þegar svarið embættiseið en samkvæmt pólskum reglum verður stjórnin að standa af sér vantrausttillögu á þinginu innan tveggja vikna og mun sú atkvæðagreiðsla fara fram í dag. Lög í Póllandi gera ráð fyrir að ef starfandi ríkisstjórn Morawiecki stenst ekki vantrausttillöguna þá verður það þingsins að tilnefna nýjan forsætisráðherra. Allar líkur eru á að það verði Tusk. Samningur þegar til staðar Borgaravettvangur Tusk og stuðningsflokkar skrifuðu í síðasta mánuði undir samning um stjórnarmyndun. Þar segir meðal annars að stefnt sé að því að bæta samskiptin við Evrópusambandsins, en samband ESB og Póllands hafa verið stirð síðustu ár, meðal annars vegna afskipta pólskra stjórnvalda af dómstólum í landinu, Tusk var forsætisráðherra Póllands á árunum 2007 til 2014 og svo forseti leiðtogaráðs Evrópusamnbandsins á árunum 2014 til 2019. Hann sneri aftur í pólsk stjórnmál árið 2021 þegar hann tók við formennsku í Borgaravettvangi.
Kosningar í Póllandi Pólland Tengdar fréttir Skipar nýja stjórn undir forystu Morawiecki þrátt fyrir minnihluta Síðdegis í dag mun Andrzej Duda, forseti Póllands, skipa nýja ríkisstjórn undir forystu Mateuszar Morawiecki. Þetta gerir hann þrátt fyrir að Morawiecki hafi ekki meirihluta. 27. nóvember 2023 11:05 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Skipar nýja stjórn undir forystu Morawiecki þrátt fyrir minnihluta Síðdegis í dag mun Andrzej Duda, forseti Póllands, skipa nýja ríkisstjórn undir forystu Mateuszar Morawiecki. Þetta gerir hann þrátt fyrir að Morawiecki hafi ekki meirihluta. 27. nóvember 2023 11:05