Öryggisgæsla í Sorpu vegna ókyrrðar og langs viðbragðstíma lögreglu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. desember 2023 16:18 Verðirnir unnu sinn fyrsta dag á endurvinnslustöð Sorpu í dag. Vísir/Kolbeinn Tumi/Vilhelm Tveir öryggisverðir hafa staðið vaktina í Sorpu í dag og munu gera næstu helgar vegna óprúttinna aðila sem sagðir eru þjófóttir á verðmæti og árásargjarnir. Upplýsingafulltrúi Sorpu segir viðbragðstíma lögreglu ekki slíkan að hægt yrði að reiða sig á hana. Gunnar Dofri Ólafsson upplýsingafulltrúi Sorpu segir fyrirtækið hafa gripið til þess ráðs að ráða öryggisverði við endurvinnslustöðina við Ánanaust úti á Granda vegna þess að óprúttnir aðilar hafi verið að sækjast í verðmæti á stöðina, bæði flöskur og dósir og raftæki. „Þeir hafa brugðist þannig við afskiptum starfsfólks okkar að við töldum ástæðu til þess að kalla eftir auknu öryggi á þessari tilteknu stöð,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. Það hafi slegið í brýnu milli starfsfólks og óprúttnu aðilanna. „Og það er ekki eitthvað sem við bjóðum okkar starfsfólki upp á,“ segir Gunnar. Hann segir tvo öryggisverði standa vaktina vegna þess að Öryggismiðstöðin sendi ekki einn vörð inn í ókunnugar aðstæður. Heimildin greindi frá því í morgun að framkvæmdastjóri Grænna skáta hafi rökstuddan grun fyrir því að skipulagðir glæpahópar erlendis hafi um tveggja ára skeið herjað á söfnunargáma og stolið úr þeim dósum. Mál Sorpu er því ekki einsdæmi. Gunnar segir stöðuna sem upp er komin ekki hafa komið upp áður. Þá segir hann viðbragðstíma lögreglu ekki hafa verið slíkur að hægt hefði verið að reiða sig á það. „Þannig að þetta er okkar viðbragð við þessum aðstæðum,“ segir Gunnar. Hann segir öryggisverði koma líklega til með að vakta svæðið á meðan ástandið batnar. Að sögn hans virðist öryggisgæslan bera tilætlaðan árangur. Hann viti ekki til þess að upp hafi komið atvik síðan henni var komið fyrir. Sorpa Öryggis- og varnarmál Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Gunnar Dofri Ólafsson upplýsingafulltrúi Sorpu segir fyrirtækið hafa gripið til þess ráðs að ráða öryggisverði við endurvinnslustöðina við Ánanaust úti á Granda vegna þess að óprúttnir aðilar hafi verið að sækjast í verðmæti á stöðina, bæði flöskur og dósir og raftæki. „Þeir hafa brugðist þannig við afskiptum starfsfólks okkar að við töldum ástæðu til þess að kalla eftir auknu öryggi á þessari tilteknu stöð,“ segir Gunnar í samtali við Vísi. Það hafi slegið í brýnu milli starfsfólks og óprúttnu aðilanna. „Og það er ekki eitthvað sem við bjóðum okkar starfsfólki upp á,“ segir Gunnar. Hann segir tvo öryggisverði standa vaktina vegna þess að Öryggismiðstöðin sendi ekki einn vörð inn í ókunnugar aðstæður. Heimildin greindi frá því í morgun að framkvæmdastjóri Grænna skáta hafi rökstuddan grun fyrir því að skipulagðir glæpahópar erlendis hafi um tveggja ára skeið herjað á söfnunargáma og stolið úr þeim dósum. Mál Sorpu er því ekki einsdæmi. Gunnar segir stöðuna sem upp er komin ekki hafa komið upp áður. Þá segir hann viðbragðstíma lögreglu ekki hafa verið slíkur að hægt hefði verið að reiða sig á það. „Þannig að þetta er okkar viðbragð við þessum aðstæðum,“ segir Gunnar. Hann segir öryggisverði koma líklega til með að vakta svæðið á meðan ástandið batnar. Að sögn hans virðist öryggisgæslan bera tilætlaðan árangur. Hann viti ekki til þess að upp hafi komið atvik síðan henni var komið fyrir.
Sorpa Öryggis- og varnarmál Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira