Landslagsmiðuð nálgun í fráveitumálum Svana Rún Hermannsdóttir skrifar 8. desember 2023 16:01 Í tveimur greinum sem birtust í fjölmiðlum 28. og 30. nóvember kom fram að ástand fráveitumála á Íslandi sé mjög slæmt. Fram kom að kröfur í fráveitumálum verði hertar hjá Evrópusambandinu og við sem þjóð munum þurfa að innleiða samkvæmt þeim kröfum. Áður en farið er í þær ráðstafanir að uppfæra afkastagetu og umfang fráveitumannvirkja þá þarf fyrst og fremst að taka skref til baka og að horfa á fráveitukerfið í stærra samhengi. Skoða þarf hvernig og á hvaða forsendum núverandi fráveitukerfi byggðust upp og jafnframt hvort forsendur hafi ekki breyst. Frá fyrstu áratugum þéttbýlis í Reykjavík voru ræsin opin og leiddu fráveituvatn niður í Tjörnina og lækinn sem rann út í sjó þar sem nú er Lækjargata. Þetta fól í sér mikinn ódaun og óþrifnað og mikil þörf var á umbótum líkt og búnar voru að eiga sér stað í Evrópu á þessum tíma. Fráræslan í Reykjavík komst á ágætis rekspöl árið 1906 þegar Sigurður Thoroddsen, sem oft er nefndur faðir fráveitunnar á Íslandi, lagðist í mikla útreikninga til að tryggja að neðanjarðar fráveitulagnir kæmust á laggirnar í miðbænum og þar með má segja að saga og uppbygging núverandi fráveitukerfis hafi hafist (1). Þrátt fyrir töluverða þróun þá byggist þetta upprunalega fráveitukerfi á þeim grunnstoðum að koma fráveituvatni sem fljótast í burtu og sem hraðast inn í svokallaða “gráa” innviði til takmarkaðar meðhöndlunar og þar með beinustu leið út í sjó, því lengi tekur jú sjórinn við. Með aukinni þéttbýlismyndun hefur núverandi meðhöndlun fráveituvatns ekki einungis í för með sér mikinn kostnað og álag á kerfið í heild heldur hefur þessi meðhöndlun einnig gríðarleg áhrif á jarðveg, vatnsbúskap og grunnvatnsstöðu höfuðborgarsvæðisins sem er afleiðing þess að öllu ofanvatni er leitt í lagnir á þennan máta. Ofanvatn sem sameinast fráveituvatni fær þar af leiðandi ekki tækifæri til að nýtast í nærumhverfinu og umhverfisgæði rýrna. Í lögum nr.9/2009 um uppbyggingu og rekstur fráveitna er að finna ákvæði um að ofanvatn og skólp skuli aðgreint í lögnum nema annað sé heimilað(2). Ný hverfi rísa í borginni með tvöfalt kerfi sem hefur umtalsverðan kostnaðarauka í för með sér en allur er varinn góður, það er ekki fullnægjandi að aðskilja aðeins fráveituvatnið í tvö kerfi og senda þar af leiðandi ofanvatnið ómeðhöndlað í sér tilgreindum lögnum út í sjó, þó svo að það sporni gegn álagi á skólphreinsistöðum (þar sem lóðið liggur fyrir stjórnvöldum). Gleymum ekki að ómeðhöndlað ofanvatn, t.d af umferðargötum, getur borið með sér ýmsa mengunarvalda og þess vegna þarf að tryggja að meðhöndlun þess eigi sér frekar stað í formi grænna innviða og náttúrulegra lausna með áherslu á staðbundna síun, temprun og aukna birgðastöðu vatns. Í stuttu máli er landslagsmiðuð nálgun á meðhöndlun ofanvatns nauðsynleg til að auka seiglu og skapa sjálfbært og umhverfisvænt borgarumhverfi sem tekur á áskorunum sem stafa af aukinni þéttbýlismyndun og loftslagsbreytingum. Jarðvegs- og vatnsauðlindir eru dýrmætar auðlindir og grundvallarstoð heilbrigðs samfélags sem kalla á breytt viðhorf til náttúruauðlinda. Líkt og var tekið fram í annarri af fyrrnefndum greinum, þurfum við að koma hringrásinni af stað og skila af okkur viðunandi meðhöndlun fráveituvatns þ.e, aðskilja ofanvatn frá fráveituvatni og samþætta við græna innviði. Nýtum seyru til landgræðslu og orkuvinnslu sem og reynum að takmarka það vatnsmagn sem endar úti í sjó og drögum úr mengun þess eins og kostur er. Tækifærin til úrbóta eru mörg til að skapa verðmæti í umhverfinu sem stuðla að metnaðarfullum loftslagsmarkmiðum okkar fyrir árið 2040. Höfundur er mastersnemi í landslagsarkitektúr í TuDelft í Hollandi. 1.https://issuu.com/veitur/docs/cloacina_-_saga_fr_veitu_-_issuu/s/12 022562 2. https://www.althingi.is/lagas/nuna/2009009.html Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skólp Reykjavík Evrópusambandið Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Sjá meira
Í tveimur greinum sem birtust í fjölmiðlum 28. og 30. nóvember kom fram að ástand fráveitumála á Íslandi sé mjög slæmt. Fram kom að kröfur í fráveitumálum verði hertar hjá Evrópusambandinu og við sem þjóð munum þurfa að innleiða samkvæmt þeim kröfum. Áður en farið er í þær ráðstafanir að uppfæra afkastagetu og umfang fráveitumannvirkja þá þarf fyrst og fremst að taka skref til baka og að horfa á fráveitukerfið í stærra samhengi. Skoða þarf hvernig og á hvaða forsendum núverandi fráveitukerfi byggðust upp og jafnframt hvort forsendur hafi ekki breyst. Frá fyrstu áratugum þéttbýlis í Reykjavík voru ræsin opin og leiddu fráveituvatn niður í Tjörnina og lækinn sem rann út í sjó þar sem nú er Lækjargata. Þetta fól í sér mikinn ódaun og óþrifnað og mikil þörf var á umbótum líkt og búnar voru að eiga sér stað í Evrópu á þessum tíma. Fráræslan í Reykjavík komst á ágætis rekspöl árið 1906 þegar Sigurður Thoroddsen, sem oft er nefndur faðir fráveitunnar á Íslandi, lagðist í mikla útreikninga til að tryggja að neðanjarðar fráveitulagnir kæmust á laggirnar í miðbænum og þar með má segja að saga og uppbygging núverandi fráveitukerfis hafi hafist (1). Þrátt fyrir töluverða þróun þá byggist þetta upprunalega fráveitukerfi á þeim grunnstoðum að koma fráveituvatni sem fljótast í burtu og sem hraðast inn í svokallaða “gráa” innviði til takmarkaðar meðhöndlunar og þar með beinustu leið út í sjó, því lengi tekur jú sjórinn við. Með aukinni þéttbýlismyndun hefur núverandi meðhöndlun fráveituvatns ekki einungis í för með sér mikinn kostnað og álag á kerfið í heild heldur hefur þessi meðhöndlun einnig gríðarleg áhrif á jarðveg, vatnsbúskap og grunnvatnsstöðu höfuðborgarsvæðisins sem er afleiðing þess að öllu ofanvatni er leitt í lagnir á þennan máta. Ofanvatn sem sameinast fráveituvatni fær þar af leiðandi ekki tækifæri til að nýtast í nærumhverfinu og umhverfisgæði rýrna. Í lögum nr.9/2009 um uppbyggingu og rekstur fráveitna er að finna ákvæði um að ofanvatn og skólp skuli aðgreint í lögnum nema annað sé heimilað(2). Ný hverfi rísa í borginni með tvöfalt kerfi sem hefur umtalsverðan kostnaðarauka í för með sér en allur er varinn góður, það er ekki fullnægjandi að aðskilja aðeins fráveituvatnið í tvö kerfi og senda þar af leiðandi ofanvatnið ómeðhöndlað í sér tilgreindum lögnum út í sjó, þó svo að það sporni gegn álagi á skólphreinsistöðum (þar sem lóðið liggur fyrir stjórnvöldum). Gleymum ekki að ómeðhöndlað ofanvatn, t.d af umferðargötum, getur borið með sér ýmsa mengunarvalda og þess vegna þarf að tryggja að meðhöndlun þess eigi sér frekar stað í formi grænna innviða og náttúrulegra lausna með áherslu á staðbundna síun, temprun og aukna birgðastöðu vatns. Í stuttu máli er landslagsmiðuð nálgun á meðhöndlun ofanvatns nauðsynleg til að auka seiglu og skapa sjálfbært og umhverfisvænt borgarumhverfi sem tekur á áskorunum sem stafa af aukinni þéttbýlismyndun og loftslagsbreytingum. Jarðvegs- og vatnsauðlindir eru dýrmætar auðlindir og grundvallarstoð heilbrigðs samfélags sem kalla á breytt viðhorf til náttúruauðlinda. Líkt og var tekið fram í annarri af fyrrnefndum greinum, þurfum við að koma hringrásinni af stað og skila af okkur viðunandi meðhöndlun fráveituvatns þ.e, aðskilja ofanvatn frá fráveituvatni og samþætta við græna innviði. Nýtum seyru til landgræðslu og orkuvinnslu sem og reynum að takmarka það vatnsmagn sem endar úti í sjó og drögum úr mengun þess eins og kostur er. Tækifærin til úrbóta eru mörg til að skapa verðmæti í umhverfinu sem stuðla að metnaðarfullum loftslagsmarkmiðum okkar fyrir árið 2040. Höfundur er mastersnemi í landslagsarkitektúr í TuDelft í Hollandi. 1.https://issuu.com/veitur/docs/cloacina_-_saga_fr_veitu_-_issuu/s/12 022562 2. https://www.althingi.is/lagas/nuna/2009009.html
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar