Segir gamlan vin valda sér vonbrigðum Jón Þór Stefánsson skrifar 7. desember 2023 00:21 „Enn heldur minn ágæti gamli vinur, Sigmar Guðmundsson, áfram að valda mér vonbrigðum með málflutningi sínum,“ segir Bjarni Benediktsson. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra, segir gamlan vin sinn, Sigmar Guðmundsson þingmann Viðreisnar, valda sér vonbrigðum með málflutningi sínum. Báðir hafa þeir fjallað um Kveiksþátt sem var sýndur í Ríkissjónvarpinu í gær og varðaði íslensku krónuna. Bjarni tók Kveiksþáttinn fyrir á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi og sagði hann þáttinn hneyksli. Sigmar tók þá málið fyrir í ræðu á Alþingi og sagði hann stórgóðan, hið raunverulega hneyksli væru viðbrögð Bjarna. „Enn heldur minn ágæti gamli vinur, Sigmar Guðmundsson, áfram að valda mér vonbrigðum með málflutningi sínum,“ skrifar Bjarni í nýrri Facebook-færslu. Þar segir hann þáttinn fá falleinkunn frá sér. Hann segir sorglegt að íslenska krónan hafi orðið að blóraböggli fyrir krefjandi aðstæður í efnahagi landsins. Bjarni nefnir aðra þætti líkt og framboð af húsnæði, stríð, orkukreppu, og erfiðleika í kjara- og vinnumarkaðsmálum. „Þessi viðfangsefni hverfa ekki með öðrum gjaldmiðli,“ fullyrðir hann. RÚV megi ekki vera yfir gagnrýni hafið Bjarni minnist á að Viðreisn hafi ítrekað reynt að koma evrunni og aðild að Evrópusambandinu að, en án árangurs. Þá skýtur hann á Sigmar, sem starfaði í tvo áratugi rúma hjá RÚV, sem og aðra starfsmenn stofnunarinnar, sem hann segir eiga erfitt með að sjá hana gagnrýnda. „Sigmar ætti e.t.v. að taka upp samtal við fólkið í landinu að nýju í stað þess að hneykslast á því að ég hafi skoðun á umfjöllun Ríkisútvarpsins. Hann biður um rök fyrir gagnrýni minni líkt og hann sé enn starfsmaður Ríkisútvarpsins. Þeir eru allnokkrir núverandi og fyrrverandi starfsmenn sem sjá rautt ef orði er hallað á þessa stofnun sem við þó eigum öll saman. Hún er hvorki eign núverandi né fyrrverandi starfsmanna. Og má aldrei vera yfir gagnrýni hafin.“ Í erindi sínu á Alþingi í dag fullyrti Sigmar að Bjarni hefði ekki bent á neina staðreyndavillu varðandi þátt Kveiks. Bjarni biður hann um að lesa færslu sína á ný og minnist á umræðu sem var á Alþingi árið 2002 um hvort fyrirtæki ættu að mega að gera upp í erlendri mynt. „Sigmar segir mig ekki benda á staðreyndavillur. Ég bendi honum á að lesa færslu mína að nýju og velta fyrir sér hvort það sé í alvöru óeðlilegt sé að fyrirtæki með meginþorra tekna sinna í erlendri mynt fái að gera upp í þeirri mynt. Auðvitað er það sjálfsagt mál og formaður Viðreisnar greiddi því atkvæði árið 2002 á Alþingi. Er reyndar eini þingmaðurinn á Alþingi sem tók þátt í þeirri atkvæðagreiðslu og var ekki í vafa þá. Ég hvet alla, ekki síst Kveiksfólk, að lesa alla þá umræðu, nefndarálitin og ræðurnar sem fluttar voru,“ segir Bjarni og spyr: „Í Kveiksþættinum var gefið í skyn að heimilin ættu skilið að fá lágu evruvextina án þess að rætt væri með eðlilegum hætti um gengisáhættuna af slíku hættuspili. Þarf virkilega að ræða þetta eitthvað frekar eftir allt sem við höfum upplifað á öldinni í þeim efnum?“ Gefur þættinum falleinkunn Að lokum segir Bjarni að endanlegur mælikvarði á hagstjórn og efnahagsmál séu kjör fólksins í landinu. „Við Íslendingar höfum allt sem til þarf til að takast á við verðbólguna og endurheimta stöðugleika og lægri vexti,“ segir hann og bætir við að það verði eflaust ekki auðvelt og gerist ekki án fórna. „Þeir sem boða lausnir sem ekkert þarf að hafa fyrir eru enda almennt lýðskrumarar og tækifærissinnar.“ Hann fullyrðir að ekki þurfi nýjan gjaldmiðil til að tryggja stöðugleika og að með upptöku evru kæmu nýjar áskoranir. „Ekkert af þessu kom fram í slökum Kveiksþætti Ríkisútvarpsins í gær. Þar skorti allt heildarsamhengi hlutanna og þátturinn fær þess vegna falleinkunn hjá mér,“ segir hann. Ríkisútvarpið Efnahagsmál Íslenska krónan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Bjarni tók Kveiksþáttinn fyrir á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi og sagði hann þáttinn hneyksli. Sigmar tók þá málið fyrir í ræðu á Alþingi og sagði hann stórgóðan, hið raunverulega hneyksli væru viðbrögð Bjarna. „Enn heldur minn ágæti gamli vinur, Sigmar Guðmundsson, áfram að valda mér vonbrigðum með málflutningi sínum,“ skrifar Bjarni í nýrri Facebook-færslu. Þar segir hann þáttinn fá falleinkunn frá sér. Hann segir sorglegt að íslenska krónan hafi orðið að blóraböggli fyrir krefjandi aðstæður í efnahagi landsins. Bjarni nefnir aðra þætti líkt og framboð af húsnæði, stríð, orkukreppu, og erfiðleika í kjara- og vinnumarkaðsmálum. „Þessi viðfangsefni hverfa ekki með öðrum gjaldmiðli,“ fullyrðir hann. RÚV megi ekki vera yfir gagnrýni hafið Bjarni minnist á að Viðreisn hafi ítrekað reynt að koma evrunni og aðild að Evrópusambandinu að, en án árangurs. Þá skýtur hann á Sigmar, sem starfaði í tvo áratugi rúma hjá RÚV, sem og aðra starfsmenn stofnunarinnar, sem hann segir eiga erfitt með að sjá hana gagnrýnda. „Sigmar ætti e.t.v. að taka upp samtal við fólkið í landinu að nýju í stað þess að hneykslast á því að ég hafi skoðun á umfjöllun Ríkisútvarpsins. Hann biður um rök fyrir gagnrýni minni líkt og hann sé enn starfsmaður Ríkisútvarpsins. Þeir eru allnokkrir núverandi og fyrrverandi starfsmenn sem sjá rautt ef orði er hallað á þessa stofnun sem við þó eigum öll saman. Hún er hvorki eign núverandi né fyrrverandi starfsmanna. Og má aldrei vera yfir gagnrýni hafin.“ Í erindi sínu á Alþingi í dag fullyrti Sigmar að Bjarni hefði ekki bent á neina staðreyndavillu varðandi þátt Kveiks. Bjarni biður hann um að lesa færslu sína á ný og minnist á umræðu sem var á Alþingi árið 2002 um hvort fyrirtæki ættu að mega að gera upp í erlendri mynt. „Sigmar segir mig ekki benda á staðreyndavillur. Ég bendi honum á að lesa færslu mína að nýju og velta fyrir sér hvort það sé í alvöru óeðlilegt sé að fyrirtæki með meginþorra tekna sinna í erlendri mynt fái að gera upp í þeirri mynt. Auðvitað er það sjálfsagt mál og formaður Viðreisnar greiddi því atkvæði árið 2002 á Alþingi. Er reyndar eini þingmaðurinn á Alþingi sem tók þátt í þeirri atkvæðagreiðslu og var ekki í vafa þá. Ég hvet alla, ekki síst Kveiksfólk, að lesa alla þá umræðu, nefndarálitin og ræðurnar sem fluttar voru,“ segir Bjarni og spyr: „Í Kveiksþættinum var gefið í skyn að heimilin ættu skilið að fá lágu evruvextina án þess að rætt væri með eðlilegum hætti um gengisáhættuna af slíku hættuspili. Þarf virkilega að ræða þetta eitthvað frekar eftir allt sem við höfum upplifað á öldinni í þeim efnum?“ Gefur þættinum falleinkunn Að lokum segir Bjarni að endanlegur mælikvarði á hagstjórn og efnahagsmál séu kjör fólksins í landinu. „Við Íslendingar höfum allt sem til þarf til að takast á við verðbólguna og endurheimta stöðugleika og lægri vexti,“ segir hann og bætir við að það verði eflaust ekki auðvelt og gerist ekki án fórna. „Þeir sem boða lausnir sem ekkert þarf að hafa fyrir eru enda almennt lýðskrumarar og tækifærissinnar.“ Hann fullyrðir að ekki þurfi nýjan gjaldmiðil til að tryggja stöðugleika og að með upptöku evru kæmu nýjar áskoranir. „Ekkert af þessu kom fram í slökum Kveiksþætti Ríkisútvarpsins í gær. Þar skorti allt heildarsamhengi hlutanna og þátturinn fær þess vegna falleinkunn hjá mér,“ segir hann.
Ríkisútvarpið Efnahagsmál Íslenska krónan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira