Íslenskur nemandi í Las Vegas: „Ólíkt öðru sem ég hef upplifað áður“ Samúel Karl Ólason skrifar 6. desember 2023 23:02 Hermann Þór Ragnarsson spilar fyrir UNLV Rebels, fótboltalið Háskóla Nevada. AP/Aðsend Hermann Þór Ragnarsson, nemandi við Háskóla Nevada í Las Vegas í Bandaríkjunum, segist aldrei hafa upplifað annað eins, eftir að skotárás var gerð í skólanum fyrr í kvöld. Minnst þrír voru skotnir til bana, auk árásarmannsins, og einn er særður á sjúkrahúsi, eftir að árásarmaður hleypti af skotum inn í húsnæði skólans þar sem viðskiptafræði er kennd. Hann fór því næst inn í byggingu sem er nokkurs konar Háskólatorg skólans og hóf einnig skothríð þar. Þegar árásin hófst sendi skólinn út skilaboð um að árás væri yfirstandandi og að nemendur ættu að flýja, hefðu þeir tök á því. „FLÝIÐ, FELIÐ YKKUR, BERJIST,“ stóð í skilaboðum skólans á X, áður Twitter. Sjá einnig: Skotárás í Las Vegas - „Flýið, felið ykkur, berjist“ Um fjörutíu mínútum eftir að útkall barst til lögreglunnar var því lýst yfir að árásarmaðurinn væri látinn. Skömmu áður hafði lögreglan sagt hann króaðan af. Í samtali við Vísi segir Hermann, sem hóf nám í skólanum í haust, að hann hafi fyrst orðið var við árásina með skilaboðunum frá skólanum. Þá var verið að flytja nemendur úr skólanum. Lögregluþjónar gengu milli húsa með gífurlegan viðbúnað á skólalóðinni. „Þetta er náttúrulega ólíkt öðru sem ég hef upplifað áður,“ segir Hermann. „Maður er bara í sjokki.“ Hermann segist sækja kennslustundir í byggingunni þar sem árásin hófst en hann hafi þá verið í annarri byggingu. Árásir sem þessar þykja tiltölulega tíðar í Bandaríkjunum. Aðspurður um það hvort hann hafi haft það í huga þegar hann tók ákvörðun um að fara í nám í Bandaríkjunum, segir Hermann svo ekki vera. „Maður hafði heyrt af skotárásum í Bandaríkjunum en það var ekkert sem ég var að spá í áður en ég fór út.“ Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Íslendingar erlendis Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Minnst þrír voru skotnir til bana, auk árásarmannsins, og einn er særður á sjúkrahúsi, eftir að árásarmaður hleypti af skotum inn í húsnæði skólans þar sem viðskiptafræði er kennd. Hann fór því næst inn í byggingu sem er nokkurs konar Háskólatorg skólans og hóf einnig skothríð þar. Þegar árásin hófst sendi skólinn út skilaboð um að árás væri yfirstandandi og að nemendur ættu að flýja, hefðu þeir tök á því. „FLÝIÐ, FELIÐ YKKUR, BERJIST,“ stóð í skilaboðum skólans á X, áður Twitter. Sjá einnig: Skotárás í Las Vegas - „Flýið, felið ykkur, berjist“ Um fjörutíu mínútum eftir að útkall barst til lögreglunnar var því lýst yfir að árásarmaðurinn væri látinn. Skömmu áður hafði lögreglan sagt hann króaðan af. Í samtali við Vísi segir Hermann, sem hóf nám í skólanum í haust, að hann hafi fyrst orðið var við árásina með skilaboðunum frá skólanum. Þá var verið að flytja nemendur úr skólanum. Lögregluþjónar gengu milli húsa með gífurlegan viðbúnað á skólalóðinni. „Þetta er náttúrulega ólíkt öðru sem ég hef upplifað áður,“ segir Hermann. „Maður er bara í sjokki.“ Hermann segist sækja kennslustundir í byggingunni þar sem árásin hófst en hann hafi þá verið í annarri byggingu. Árásir sem þessar þykja tiltölulega tíðar í Bandaríkjunum. Aðspurður um það hvort hann hafi haft það í huga þegar hann tók ákvörðun um að fara í nám í Bandaríkjunum, segir Hermann svo ekki vera. „Maður hafði heyrt af skotárásum í Bandaríkjunum en það var ekkert sem ég var að spá í áður en ég fór út.“
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Íslendingar erlendis Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira