Fimm sveitarfélög sektuð fyrir að nota Google skýjalausn í skólastarfi Lovísa Arnardóttir skrifar 6. desember 2023 15:52 Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir málið alvarlegt. Reykjavíkurborg er eitt þeirra sveitarfélaga sem var sektað en fær lægstu sektina. Samsett Fimm sveitarfélög hafa verið sektuð af persónuvernd fyrir að nota skýjalausn Google með röngum hætti í grunnskólastarfi. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir málið alvarlegt og að margvíslega hafi verið brotið á persónuverndarlöggjöfinni. Sveitarfélögin hafa öll frest til 29. febrúar á næsta ári til að færa vinnsluna til samræmis við löggjöfina. Þá hefur þeim öllum verið gert að færa vinnslu persónuupplýsinga grunnskólanemenda í nemendakerfi Google, Google Workspace for Education, til samræmis við persónuverndarlöggjöfina. Að auki hafa verið lagðar stjórnvaldssektir á sveitarfélögin sem nema samanlagt 12,8 milljónum. Kópavogsbær var sektaður um þrjár milljónir, Hafnarfjörður um 2,8 milljónir, Reykjanesbær um 2,5 milljónir, Garðabær um 2,5 milljónir og Reykjavíkurborg um tvær milljónir. Persónuupplýsingar barna njóta sérstakrar verndar Ítarlega er fjallað um hverja sekt fyrir sig í aðskildri úrlausn á vef Persónuverndar. Tekið er fram í þeim öllum að persónuupplýsingar barna njóti sérstakrar verndar. Þegar upplýsingatæknikerfi sé notuð í grunnskólastarfi sé mikilvægt að huga að þeirri vernd og farið að kröfum persónuverndarlöggjafarinnar til hins ýtrasta. Þá segir að grunnskólar sveitarfélaganna hafi notað upplýsingatækni án þess að gæta að kröfum persónuverndarlöggjafar. Úttekt Persónuverndar á notkun kerfisins hafi leitt í ljós margvísleg brot sveitarfélaganna á löggjöfinni. Alls voru fimm úttektir gerðar sem voru þáttur í víðtækara verkefni sem unnið var að frumkvæði Evrópska persónuverndarráðsins. Úttektir Persónuverndar lutu að því hvernig persónuupplýsingar grunnskólanemenda sveitarfélaganna voru unnar í Google-nemendakerfinu. Meðal þeirra upplýsinga sem mátti finna í kerfinu voru nöfn nemenda, verkefni þeirra og samskipti kennara og nemenda. Úttektirnar hafi svo leitt í ljós að Google vinnur persónuupplýsingar grunnskólanemenda umfram fyrirmæli sveitarfélaganna og þótti ekki sýnt fram á að sú vinnsla rúmaðist innan þess tilgangs sem sveitarfélögin höfðu skilgreint fyrir vinnslu persónuupplýsinga í nemendakerfinu. Hrein einkamálefni barna í kerfinu Þá kemur fram að við ákvörðun um sekt hafi verið litið til þess að brotin vörðuðu persónuupplýsingar barna sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni. „…upplýsingar um hrein einkamálefni barna voru skráðar í nemendakerfið og líkur þóttu á að skráðar væru í kerfið viðkvæmar persónuupplýsingar þeirra. Þá var horft til þess að áhætta fylgdi því að persónuupplýsingar væru fluttar til Bandaríkjanna og unnar þar án þess að gripið hefði verið til viðeigandi verndarráðstafana,“ segir í úrlausn Persónuverndar. Þá var einnig litið til þess að ekkert tjón virtist hafa orðið vegna brotanna og að sveitarfélögin hafi svarað erindum Persónuverndar við meðferð málanna með skýrum og greinargóðum hætti. „Þetta eru stór og þung mál og flókin lagalega. Það er gríðarlega mikill málarekstur að baki en í grunninn erum við að tala um að þarna eru íslensk sveitarfélög, misjafnlega stór, að semja við einn stærsta tæknirisa í heimi. Þau ákveða að leita ekki ráðgjafar hjá Persónuvernd,“ segir Helga og að um sé að ræða margvísleg brot á persónuverndarlögum. „Google voru í raun færðar persónuupplýsingar um grunnskólabörn á Íslandi á silfurfati. Það er ekki í boði í dag.“ Helga segir að málin séu svipuð þeim sem hafa komið upp í Reykjavík og Kópavogi er varða Seesaw-nemendakerfið. Kópavogsbær var fyrr á árinu sektaður um fjórar milljónir fyrir að miðla upplýsingum um grunnkólabörn í Seesaw kerfið og Reykjavík var sektuð um fimm milljónir í fyrra. Skóla - og menntamál Grunnskólar Réttindi barna Persónuvernd Reykjavík Hafnarfjörður Garðabær Kópavogur Reykjanesbær Tengdar fréttir Slær líka á putta Kópavogs vegna nemendakerfis Persónuvernd hefur gert Kópavogsbæ að greiða fjögurra milljóna króna stjórnvaldssekt vegna notkunar bæjarins á nemendakerfinu Seesaw. Reykjavíkurborg var gert að greiða fimm milljónakróna sekt vegna notkunar sama kerfis í fyrra. 12. maí 2023 13:32 Sektar borgina um fimm milljónir króna vegna Seesaw-nemendakerfisins Persónuvernd hefur lagt fyrir Reykjavíkurborg að greiða fimm milljónir króna stjórnvaldssekt á grundvelli fyrri ákvörðunar stofnunarinnar um notkun Seesaw-nemendakerfisins í grunnskólum borgarinnar. 9. maí 2022 08:02 Ákvörðun Persónuverndar hafi áhrif á skólastarf um land allt Reykjavíkurborg telur að ákvörðun Persónuverndar, sem varðar innleiðingu á upplýsingakerfinu Seesaw, muni hafa áhrif á skólastarf víða um land. Reykjavíkurborg leggur nú mat á réttarstöðu sína. 18. desember 2021 14:59 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Sjá meira
Sveitarfélögin hafa öll frest til 29. febrúar á næsta ári til að færa vinnsluna til samræmis við löggjöfina. Þá hefur þeim öllum verið gert að færa vinnslu persónuupplýsinga grunnskólanemenda í nemendakerfi Google, Google Workspace for Education, til samræmis við persónuverndarlöggjöfina. Að auki hafa verið lagðar stjórnvaldssektir á sveitarfélögin sem nema samanlagt 12,8 milljónum. Kópavogsbær var sektaður um þrjár milljónir, Hafnarfjörður um 2,8 milljónir, Reykjanesbær um 2,5 milljónir, Garðabær um 2,5 milljónir og Reykjavíkurborg um tvær milljónir. Persónuupplýsingar barna njóta sérstakrar verndar Ítarlega er fjallað um hverja sekt fyrir sig í aðskildri úrlausn á vef Persónuverndar. Tekið er fram í þeim öllum að persónuupplýsingar barna njóti sérstakrar verndar. Þegar upplýsingatæknikerfi sé notuð í grunnskólastarfi sé mikilvægt að huga að þeirri vernd og farið að kröfum persónuverndarlöggjafarinnar til hins ýtrasta. Þá segir að grunnskólar sveitarfélaganna hafi notað upplýsingatækni án þess að gæta að kröfum persónuverndarlöggjafar. Úttekt Persónuverndar á notkun kerfisins hafi leitt í ljós margvísleg brot sveitarfélaganna á löggjöfinni. Alls voru fimm úttektir gerðar sem voru þáttur í víðtækara verkefni sem unnið var að frumkvæði Evrópska persónuverndarráðsins. Úttektir Persónuverndar lutu að því hvernig persónuupplýsingar grunnskólanemenda sveitarfélaganna voru unnar í Google-nemendakerfinu. Meðal þeirra upplýsinga sem mátti finna í kerfinu voru nöfn nemenda, verkefni þeirra og samskipti kennara og nemenda. Úttektirnar hafi svo leitt í ljós að Google vinnur persónuupplýsingar grunnskólanemenda umfram fyrirmæli sveitarfélaganna og þótti ekki sýnt fram á að sú vinnsla rúmaðist innan þess tilgangs sem sveitarfélögin höfðu skilgreint fyrir vinnslu persónuupplýsinga í nemendakerfinu. Hrein einkamálefni barna í kerfinu Þá kemur fram að við ákvörðun um sekt hafi verið litið til þess að brotin vörðuðu persónuupplýsingar barna sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni. „…upplýsingar um hrein einkamálefni barna voru skráðar í nemendakerfið og líkur þóttu á að skráðar væru í kerfið viðkvæmar persónuupplýsingar þeirra. Þá var horft til þess að áhætta fylgdi því að persónuupplýsingar væru fluttar til Bandaríkjanna og unnar þar án þess að gripið hefði verið til viðeigandi verndarráðstafana,“ segir í úrlausn Persónuverndar. Þá var einnig litið til þess að ekkert tjón virtist hafa orðið vegna brotanna og að sveitarfélögin hafi svarað erindum Persónuverndar við meðferð málanna með skýrum og greinargóðum hætti. „Þetta eru stór og þung mál og flókin lagalega. Það er gríðarlega mikill málarekstur að baki en í grunninn erum við að tala um að þarna eru íslensk sveitarfélög, misjafnlega stór, að semja við einn stærsta tæknirisa í heimi. Þau ákveða að leita ekki ráðgjafar hjá Persónuvernd,“ segir Helga og að um sé að ræða margvísleg brot á persónuverndarlögum. „Google voru í raun færðar persónuupplýsingar um grunnskólabörn á Íslandi á silfurfati. Það er ekki í boði í dag.“ Helga segir að málin séu svipuð þeim sem hafa komið upp í Reykjavík og Kópavogi er varða Seesaw-nemendakerfið. Kópavogsbær var fyrr á árinu sektaður um fjórar milljónir fyrir að miðla upplýsingum um grunnkólabörn í Seesaw kerfið og Reykjavík var sektuð um fimm milljónir í fyrra.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Réttindi barna Persónuvernd Reykjavík Hafnarfjörður Garðabær Kópavogur Reykjanesbær Tengdar fréttir Slær líka á putta Kópavogs vegna nemendakerfis Persónuvernd hefur gert Kópavogsbæ að greiða fjögurra milljóna króna stjórnvaldssekt vegna notkunar bæjarins á nemendakerfinu Seesaw. Reykjavíkurborg var gert að greiða fimm milljónakróna sekt vegna notkunar sama kerfis í fyrra. 12. maí 2023 13:32 Sektar borgina um fimm milljónir króna vegna Seesaw-nemendakerfisins Persónuvernd hefur lagt fyrir Reykjavíkurborg að greiða fimm milljónir króna stjórnvaldssekt á grundvelli fyrri ákvörðunar stofnunarinnar um notkun Seesaw-nemendakerfisins í grunnskólum borgarinnar. 9. maí 2022 08:02 Ákvörðun Persónuverndar hafi áhrif á skólastarf um land allt Reykjavíkurborg telur að ákvörðun Persónuverndar, sem varðar innleiðingu á upplýsingakerfinu Seesaw, muni hafa áhrif á skólastarf víða um land. Reykjavíkurborg leggur nú mat á réttarstöðu sína. 18. desember 2021 14:59 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Fleiri fréttir Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Sjá meira
Slær líka á putta Kópavogs vegna nemendakerfis Persónuvernd hefur gert Kópavogsbæ að greiða fjögurra milljóna króna stjórnvaldssekt vegna notkunar bæjarins á nemendakerfinu Seesaw. Reykjavíkurborg var gert að greiða fimm milljónakróna sekt vegna notkunar sama kerfis í fyrra. 12. maí 2023 13:32
Sektar borgina um fimm milljónir króna vegna Seesaw-nemendakerfisins Persónuvernd hefur lagt fyrir Reykjavíkurborg að greiða fimm milljónir króna stjórnvaldssekt á grundvelli fyrri ákvörðunar stofnunarinnar um notkun Seesaw-nemendakerfisins í grunnskólum borgarinnar. 9. maí 2022 08:02
Ákvörðun Persónuverndar hafi áhrif á skólastarf um land allt Reykjavíkurborg telur að ákvörðun Persónuverndar, sem varðar innleiðingu á upplýsingakerfinu Seesaw, muni hafa áhrif á skólastarf víða um land. Reykjavíkurborg leggur nú mat á réttarstöðu sína. 18. desember 2021 14:59