Ljósmæðrum brugðið við framgöngu stjórnenda á Akureyri Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. desember 2023 07:00 Unnur segir ljósmæður furða sig á framgöngu stjórnenda á Akureyri. Vísir Tveir yfirmenn ljósmæðra á mæðravernd annars vegar og í ungbarnavernd hins vegar á Heilbrigðisstofnun Norðurlands eru að hætta störfum. Enginn sótti um sameinaða stöðu. Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir ljósmæður mjög ósáttar við framgöngu stjórnenda stofnunarinnar. Vísir greindi frá því í gær að tveir heimilislæknar hefðu sagt upp störfum hjá heilsugæslunni á Akureyri. Þá var tveimur yfirlæknum nýverið sagt upp vegna skipulagsbreytinga. Staða þeirra var sameinuð en báðum læknum stóð til boða að starfa þar áfram sem heimilislæknar. Þeir höfnuðu boðinu. Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir í samtali við Vísi að hið sama sé uppi á teningnum varðandi stöðu yfirljósmóður á mæðravernd og hjá ungbarnavernd. Þær eru að láta af störfum og var sameiginleg staða auglýst. Enginn hafi hins vegar sótt um. „Það var mjög mikið álag á starfsmennina í þessum stöðum fyrir þannig að ég veit ekki alveg hvaða hugsun er þarna að baki, að sameina þessar tvær stöður,“ segir Unnur. Hún segir Ljósmæðrafélagið auk þess hafa gert athugasemd við starfsauglýsingu stofnunarinnar vegna hinnar sameinuðu stöðu. Þar hafi verið auglýst eftir hjúkrunarfræðingi eða ljósmóður til þess að sinna mæðraverndinni. „Það eru ljósmæður sem eiga að sinna mæðraverndinni. Það var enginn sem sótti um og mér skilst að núna sé búið að finna hjúkrunarfræðing til þess að gegna þessari stöðu tímabundið. Þannig að á HSN er hjúkrunarfræðingur yfir mæðraverndinni og við erum bara mjög ósáttar. Við erum mjög ósáttar við framgöngu stofnunarinnar gagnvart ljósmæðrum.“ Akureyringar áhyggjufullir Ljóst sé að stjórnendur HSN fari ekki eftir heilbrigðisstefnu stjórnvalda þar sem kveðið sé á um að veita viðeigandi þjónustu á heimsmælikvarða. Unnur segir lítið sem félagið geti gert annað en að benda stofnuninni á málavexti. „Það er mjög erfitt að hafa áhrif á innanhúsmál stofnana. Við gerum athugasemd og gerðum alvarlegar athugasemdir við auglýsinguna en við ráðum náttúrulega ekki yfir rekstri og okkur finnst það mjög sérstakt hverni staðið er að mannauðsmálum á þessari stofnun.“ Unnur segist hafa verið stödd á Akureyri í síðustu viku. Hún hafi heyrt það á Akureyringum að þeir hafi mjög miklar áhyggjur af stöðu mála á stofnuninni. Að stofnunin sé að missa sitt færasta starfsfólk. „Og því að þau standi svona illa að málum með þessar skipulagsbreytingar. Að þau ráðfæri sig ekki við sína starfsmenn.“ Akureyri Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Norðurlands Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að tveir heimilislæknar hefðu sagt upp störfum hjá heilsugæslunni á Akureyri. Þá var tveimur yfirlæknum nýverið sagt upp vegna skipulagsbreytinga. Staða þeirra var sameinuð en báðum læknum stóð til boða að starfa þar áfram sem heimilislæknar. Þeir höfnuðu boðinu. Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir í samtali við Vísi að hið sama sé uppi á teningnum varðandi stöðu yfirljósmóður á mæðravernd og hjá ungbarnavernd. Þær eru að láta af störfum og var sameiginleg staða auglýst. Enginn hafi hins vegar sótt um. „Það var mjög mikið álag á starfsmennina í þessum stöðum fyrir þannig að ég veit ekki alveg hvaða hugsun er þarna að baki, að sameina þessar tvær stöður,“ segir Unnur. Hún segir Ljósmæðrafélagið auk þess hafa gert athugasemd við starfsauglýsingu stofnunarinnar vegna hinnar sameinuðu stöðu. Þar hafi verið auglýst eftir hjúkrunarfræðingi eða ljósmóður til þess að sinna mæðraverndinni. „Það eru ljósmæður sem eiga að sinna mæðraverndinni. Það var enginn sem sótti um og mér skilst að núna sé búið að finna hjúkrunarfræðing til þess að gegna þessari stöðu tímabundið. Þannig að á HSN er hjúkrunarfræðingur yfir mæðraverndinni og við erum bara mjög ósáttar. Við erum mjög ósáttar við framgöngu stofnunarinnar gagnvart ljósmæðrum.“ Akureyringar áhyggjufullir Ljóst sé að stjórnendur HSN fari ekki eftir heilbrigðisstefnu stjórnvalda þar sem kveðið sé á um að veita viðeigandi þjónustu á heimsmælikvarða. Unnur segir lítið sem félagið geti gert annað en að benda stofnuninni á málavexti. „Það er mjög erfitt að hafa áhrif á innanhúsmál stofnana. Við gerum athugasemd og gerðum alvarlegar athugasemdir við auglýsinguna en við ráðum náttúrulega ekki yfir rekstri og okkur finnst það mjög sérstakt hverni staðið er að mannauðsmálum á þessari stofnun.“ Unnur segist hafa verið stödd á Akureyri í síðustu viku. Hún hafi heyrt það á Akureyringum að þeir hafi mjög miklar áhyggjur af stöðu mála á stofnuninni. Að stofnunin sé að missa sitt færasta starfsfólk. „Og því að þau standi svona illa að málum með þessar skipulagsbreytingar. Að þau ráðfæri sig ekki við sína starfsmenn.“
Akureyri Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Norðurlands Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira