Ljósmæðrum brugðið við framgöngu stjórnenda á Akureyri Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. desember 2023 07:00 Unnur segir ljósmæður furða sig á framgöngu stjórnenda á Akureyri. Vísir Tveir yfirmenn ljósmæðra á mæðravernd annars vegar og í ungbarnavernd hins vegar á Heilbrigðisstofnun Norðurlands eru að hætta störfum. Enginn sótti um sameinaða stöðu. Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir ljósmæður mjög ósáttar við framgöngu stjórnenda stofnunarinnar. Vísir greindi frá því í gær að tveir heimilislæknar hefðu sagt upp störfum hjá heilsugæslunni á Akureyri. Þá var tveimur yfirlæknum nýverið sagt upp vegna skipulagsbreytinga. Staða þeirra var sameinuð en báðum læknum stóð til boða að starfa þar áfram sem heimilislæknar. Þeir höfnuðu boðinu. Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir í samtali við Vísi að hið sama sé uppi á teningnum varðandi stöðu yfirljósmóður á mæðravernd og hjá ungbarnavernd. Þær eru að láta af störfum og var sameiginleg staða auglýst. Enginn hafi hins vegar sótt um. „Það var mjög mikið álag á starfsmennina í þessum stöðum fyrir þannig að ég veit ekki alveg hvaða hugsun er þarna að baki, að sameina þessar tvær stöður,“ segir Unnur. Hún segir Ljósmæðrafélagið auk þess hafa gert athugasemd við starfsauglýsingu stofnunarinnar vegna hinnar sameinuðu stöðu. Þar hafi verið auglýst eftir hjúkrunarfræðingi eða ljósmóður til þess að sinna mæðraverndinni. „Það eru ljósmæður sem eiga að sinna mæðraverndinni. Það var enginn sem sótti um og mér skilst að núna sé búið að finna hjúkrunarfræðing til þess að gegna þessari stöðu tímabundið. Þannig að á HSN er hjúkrunarfræðingur yfir mæðraverndinni og við erum bara mjög ósáttar. Við erum mjög ósáttar við framgöngu stofnunarinnar gagnvart ljósmæðrum.“ Akureyringar áhyggjufullir Ljóst sé að stjórnendur HSN fari ekki eftir heilbrigðisstefnu stjórnvalda þar sem kveðið sé á um að veita viðeigandi þjónustu á heimsmælikvarða. Unnur segir lítið sem félagið geti gert annað en að benda stofnuninni á málavexti. „Það er mjög erfitt að hafa áhrif á innanhúsmál stofnana. Við gerum athugasemd og gerðum alvarlegar athugasemdir við auglýsinguna en við ráðum náttúrulega ekki yfir rekstri og okkur finnst það mjög sérstakt hverni staðið er að mannauðsmálum á þessari stofnun.“ Unnur segist hafa verið stödd á Akureyri í síðustu viku. Hún hafi heyrt það á Akureyringum að þeir hafi mjög miklar áhyggjur af stöðu mála á stofnuninni. Að stofnunin sé að missa sitt færasta starfsfólk. „Og því að þau standi svona illa að málum með þessar skipulagsbreytingar. Að þau ráðfæri sig ekki við sína starfsmenn.“ Akureyri Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Norðurlands Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að tveir heimilislæknar hefðu sagt upp störfum hjá heilsugæslunni á Akureyri. Þá var tveimur yfirlæknum nýverið sagt upp vegna skipulagsbreytinga. Staða þeirra var sameinuð en báðum læknum stóð til boða að starfa þar áfram sem heimilislæknar. Þeir höfnuðu boðinu. Unnur Berglind Friðriksdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir í samtali við Vísi að hið sama sé uppi á teningnum varðandi stöðu yfirljósmóður á mæðravernd og hjá ungbarnavernd. Þær eru að láta af störfum og var sameiginleg staða auglýst. Enginn hafi hins vegar sótt um. „Það var mjög mikið álag á starfsmennina í þessum stöðum fyrir þannig að ég veit ekki alveg hvaða hugsun er þarna að baki, að sameina þessar tvær stöður,“ segir Unnur. Hún segir Ljósmæðrafélagið auk þess hafa gert athugasemd við starfsauglýsingu stofnunarinnar vegna hinnar sameinuðu stöðu. Þar hafi verið auglýst eftir hjúkrunarfræðingi eða ljósmóður til þess að sinna mæðraverndinni. „Það eru ljósmæður sem eiga að sinna mæðraverndinni. Það var enginn sem sótti um og mér skilst að núna sé búið að finna hjúkrunarfræðing til þess að gegna þessari stöðu tímabundið. Þannig að á HSN er hjúkrunarfræðingur yfir mæðraverndinni og við erum bara mjög ósáttar. Við erum mjög ósáttar við framgöngu stofnunarinnar gagnvart ljósmæðrum.“ Akureyringar áhyggjufullir Ljóst sé að stjórnendur HSN fari ekki eftir heilbrigðisstefnu stjórnvalda þar sem kveðið sé á um að veita viðeigandi þjónustu á heimsmælikvarða. Unnur segir lítið sem félagið geti gert annað en að benda stofnuninni á málavexti. „Það er mjög erfitt að hafa áhrif á innanhúsmál stofnana. Við gerum athugasemd og gerðum alvarlegar athugasemdir við auglýsinguna en við ráðum náttúrulega ekki yfir rekstri og okkur finnst það mjög sérstakt hverni staðið er að mannauðsmálum á þessari stofnun.“ Unnur segist hafa verið stödd á Akureyri í síðustu viku. Hún hafi heyrt það á Akureyringum að þeir hafi mjög miklar áhyggjur af stöðu mála á stofnuninni. Að stofnunin sé að missa sitt færasta starfsfólk. „Og því að þau standi svona illa að málum með þessar skipulagsbreytingar. Að þau ráðfæri sig ekki við sína starfsmenn.“
Akureyri Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Norðurlands Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira