Fjármálaskilyrði hafa versnað Atli Ísleifsson skrifar 6. desember 2023 08:32 Ásgeir Jónsson gegnir embætti seðlabankastjóra. Vísir/Vilhelm Fjármálaskilyrði á Íslandi hafa versnað samhliða því sem hægt hefur á efnahagsumsvifum. Aftur á móti er skuldahlutfall bæði heimila og fyrirtækja hóflegt, hvort heldur miðað er við tekjur eða eiginfjárstöðu. Þetta er meðal þess sem fram í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans sem birt var klukkan 8:30. Þar segir að staðað nú skapi svigrúm til að aðlaga greiðslubyrði húsnæðislána að greiðslugetu og þeim lánþegaskilyrðum sem nefndin hafi sett. Fram kemur að fjármálakerfið hér á landi sé traust og eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sterk. „Þótt dregið hafi úr vexti útlána er geta þeirra góð til áframhaldandi miðlunar lánsfjár til heimila og fyrirtækja. Erlend markaðsfjármögnun bankanna er í góðum farvegi og á áætlun. Vanskil eru lítil og hafa aukist óverulega þrátt fyrir aukna verðbólgu, hækkun vaxta og þyngri greiðslubyrði. Í ljósi þessa ákvað nefndin að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5%,“ segir í yfirlýsingunni. Skuldahlutfall hóflegt Nefndin segir að fjármálaskilyrði hafi versnað samhliða því sem hægt hafi á efnahagsumsvifum í landinu. Aftur á móti sé skuldahlutfall bæði heimila og fyrirtækja hóflegt, hvort heldur miðað sé við tekjur eða eiginfjárstöðu. „Sú staða skapar svigrúm til að aðlaga greiðslubyrði húsnæðislána að greiðslugetu og þeim lánþegaskilyrðum sem nefndin hefur sett. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans, og Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, munu gera grein fyrir yfirlýsingu nefndarinnar á blaðamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Vísir/Vilhelm Lífeyrissjóðir eru ráðandi þátttakendur á innlendum fjármálamarkaði. Nefndin leggur því áherslu á að lagaleg umgjörð um sjóðina og þær kröfur sem gerðar eru til þeirra við miðlun fjármagns séu samanburðarhæfar við þær sem gerðar eru til annarra aðila á fjármálamarkaði. Nefndin styður framgang frumvarps um aukið rekstraröryggi í greiðslumiðlun sem lagt hefur verið fram í samráðsgátt stjórnvalda. Mikilvægt er að huga heildstætt að viðnámsþrótti greiðslumiðlunar, koma sem fyrst á óháðri innlendri greiðslumiðlun, styrkja net- og rekstraröryggi fjármálafyrirtækja og treysta rekstrarsamfellu.“ Eiginfjárauki óbreyttur Fjármálastöðugleikanefnd hefur lokið árlegu endurmati á kerfislega mikilvægum fjármálafyrirtækjum og eiginfjárauka vegna kerfislegs mikilvægis og staðfestir jafnfram kerfislegt mikilvægi Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans. „Nefndin ákvað að halda eiginfjárauka vegna kerfislegs mikilvægis óbreyttum í 2% á allar áhættuskuldbindingar. Fjármálastöðugleikanefnd mun áfram beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika hér á landi svo að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti,“ segir í yfirlýsingunni. Gera grein fyrir yfirlýsingunni klukkan 9:30 Þeir Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans, og Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, munu gera grein fyrir yfirlýsingu nefndarinnar á blaðamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum á Vísi. Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans sem birt var klukkan 8:30. Þar segir að staðað nú skapi svigrúm til að aðlaga greiðslubyrði húsnæðislána að greiðslugetu og þeim lánþegaskilyrðum sem nefndin hafi sett. Fram kemur að fjármálakerfið hér á landi sé traust og eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sterk. „Þótt dregið hafi úr vexti útlána er geta þeirra góð til áframhaldandi miðlunar lánsfjár til heimila og fyrirtækja. Erlend markaðsfjármögnun bankanna er í góðum farvegi og á áætlun. Vanskil eru lítil og hafa aukist óverulega þrátt fyrir aukna verðbólgu, hækkun vaxta og þyngri greiðslubyrði. Í ljósi þessa ákvað nefndin að halda gildi sveiflujöfnunaraukans óbreyttu í 2,5%,“ segir í yfirlýsingunni. Skuldahlutfall hóflegt Nefndin segir að fjármálaskilyrði hafi versnað samhliða því sem hægt hafi á efnahagsumsvifum í landinu. Aftur á móti sé skuldahlutfall bæði heimila og fyrirtækja hóflegt, hvort heldur miðað sé við tekjur eða eiginfjárstöðu. „Sú staða skapar svigrúm til að aðlaga greiðslubyrði húsnæðislána að greiðslugetu og þeim lánþegaskilyrðum sem nefndin hefur sett. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans, og Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, munu gera grein fyrir yfirlýsingu nefndarinnar á blaðamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Vísir/Vilhelm Lífeyrissjóðir eru ráðandi þátttakendur á innlendum fjármálamarkaði. Nefndin leggur því áherslu á að lagaleg umgjörð um sjóðina og þær kröfur sem gerðar eru til þeirra við miðlun fjármagns séu samanburðarhæfar við þær sem gerðar eru til annarra aðila á fjármálamarkaði. Nefndin styður framgang frumvarps um aukið rekstraröryggi í greiðslumiðlun sem lagt hefur verið fram í samráðsgátt stjórnvalda. Mikilvægt er að huga heildstætt að viðnámsþrótti greiðslumiðlunar, koma sem fyrst á óháðri innlendri greiðslumiðlun, styrkja net- og rekstraröryggi fjármálafyrirtækja og treysta rekstrarsamfellu.“ Eiginfjárauki óbreyttur Fjármálastöðugleikanefnd hefur lokið árlegu endurmati á kerfislega mikilvægum fjármálafyrirtækjum og eiginfjárauka vegna kerfislegs mikilvægis og staðfestir jafnfram kerfislegt mikilvægi Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans. „Nefndin ákvað að halda eiginfjárauka vegna kerfislegs mikilvægis óbreyttum í 2% á allar áhættuskuldbindingar. Fjármálastöðugleikanefnd mun áfram beita þeim stýritækjum sem hún hefur yfir að ráða til að varðveita fjármálastöðugleika hér á landi svo að fjármálakerfið geti staðist áföll, miðlað lánsfé og greiðslum og dreift áhættu með viðhlítandi hætti,“ segir í yfirlýsingunni. Gera grein fyrir yfirlýsingunni klukkan 9:30 Þeir Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans, og Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, munu gera grein fyrir yfirlýsingu nefndarinnar á blaðamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum á Vísi.
Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira