Sagður hafa hlaupið inn í brennandi húsið í leit að vini sínum Margrét Björk Jónsdóttir og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 5. desember 2023 15:16 Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að eldur kom upp í húsnæði í Stangarhyl 3 í Árbæ í Reykjavík fyrir rúmri viku. Karlmaður á fertugsaldri lést nokkrum dögum síðar. Vísir Maðurinn sem lést í bruna í Stangarhyl 3 í Árbæ í Reykjavík í síðustu viku, er sagður hafa komist út úr húsnæðinu eftir að eldurinn kviknaði, en hafi hlaupið aftur inn í brennandi húsið til að leita að vini sínum. Vinurinn hafði hins vegar náð að koma sér sjálfur út. Maðurinn lést nokkrum dögum síðar af sárum sínum. Þetta kemur fram í umfjöllun Heimildarinnar um málið, þar sem greint er frá því að eigandi húsnæðisins sé fjárfestingarfyrirtækið Alva Capital. Maðurinn sem lést var frá Rúmeníu og á fertugsaldri. Einungis örfáar vikur eru síðan að annar maður lést eftir eldsvoða í sambærilegu húsnæði á Funahöfða. Örvar Rafnsson, framkvæmdastjóri Alva Capital, hafnaði beiðni um að veita fréttastofu viðtal en féllst á að veita skrifleg svör. Hann segir erfitt að fullyrða nokkuð um það hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir brunann. „Af virðingu við fjölskyldu hins látna teljum við ekki rétt að við séum með getgátur um slíkt fyrr en rannsókn er lokið,“ segir Örvar. Málið sé gríðarlegur harmleikur og áfall fyrir starfsmenn sem hafi þekkt hinn látna persónulega. Vissu ekki af kvöðum um svalir Fram kemur í svörum Örvars að Alva Capital hafi keypt fasteignina að Stangarhyl 3 og 3A þann 1. júlí á síðasta ári. Þeim kaupum hafi fylgt 32 leigusamningar sem í gildi voru. Stærð húsnæðisins sé 1.505 fermetrar og var ætlun Alva Capital að breyta húsnæðinu í hótelíbúðir og vinnustofur. Var þetta starfsfólk á ykkar vegum sem bjó þarna? „Já, það bjuggu fimm manns í íbúðinni sem brann að Stangarhyl 3. Það var einn maður gestkomandi hjá þeim þessa örlaga nótt,“ skrifar Örvar í svari til fréttastofu. Hann segir að samkvæmt vitneskju fyrirtækisins búi um fimmtíu manns í Stangarhyl 3A. Eldvarnarveggur sé á milli húsanna sem hafi komið í veg fyrir að eldur breiddist út. Hann segir að ekki liggi fyrir að svo stöddu hve mikið tjón hafi hlotist af eldinum. Öðrum íbúum hafi verið útvegað hótelherbergi. Hvernig var eldvörnum háttað? „Slökkviliðið gerði úttekt á húsnæðinu stuttu eftir að við tókum það yfir og gerði nokkrar athugasemdir sem voru lagaðar. Brunaviðvörunarkerfi voru síðast tekin út 25. október af Öryggismiðstöðinni og virkuðu þau öll sem betur fer.“ Áður hefur komið fram að fyrri eigendur hússins hafi fengið samþykkta umsókn árið 2002 um að breyta efri hæð hússins í húsvarðaíbúð, með því skilyrði að byggðar yrðu svalir við húsið. Þær voru hins vegar aldrei byggðar. „Við kaupin á fasteignunum vissum við ekki af þessari kvöð og varð hún okkur fyrst ljós eftir brunann enda kom hún ekki fram í kaupsamningi.“ Ringulreið á vettvangi Áður hefur verið greint frá því að lögregla rannsaki hvort kviknað hafi í út frá þurrkara í eldhúsi hússins. Altjón varð á efri hæð hússins í brunanum en húsið var ekki samþykkt íbúðarhúsnæði. Deildarstjóri á aðgerðarsviði slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins sagði í samtali við Vísi að talsverð ringulreið hafi skapast á vettvangi þegar slökkviliðið bar að garði, þar sem ekki hafi verið ljóst hversu margir væru inni í húsinu. Þrír voru fluttir á slysadeild í kjölfar brunans. Einn slasaðist alvarlega og lá þungt haldinn á sjúkrahúsi þar til hann lést nokkrum dögum síðar. Bruni í Stangarhyl Slökkvilið Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Leigusalar verði að átta sig á ábyrgðinni Slökkviliðsstjóri segir leigusala verða að átta sig á ábyrgð sinni þegar kemur að brunavörnum. Húsið við Stangarhyl í Árbæ, þar sem eldur kom upp í morgun, var ekki samþykkt íbúðarhúsnæði. Einn liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi vegna brunans 26. nóvember 2023 20:01 Veit ekki til þess að húsnæðið sé samþykkt til búsetu Deildarstjóri á aðgerðarsviði slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segist ekki vita til þess að húsnæðið við Stangarhyl 3 í Árbæ, þar sem eldur kom upp í morgun, sé samþykkt til búsetu. Maður á fertugsaldri er þungt haldinn. 26. nóvember 2023 11:26 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun Heimildarinnar um málið, þar sem greint er frá því að eigandi húsnæðisins sé fjárfestingarfyrirtækið Alva Capital. Maðurinn sem lést var frá Rúmeníu og á fertugsaldri. Einungis örfáar vikur eru síðan að annar maður lést eftir eldsvoða í sambærilegu húsnæði á Funahöfða. Örvar Rafnsson, framkvæmdastjóri Alva Capital, hafnaði beiðni um að veita fréttastofu viðtal en féllst á að veita skrifleg svör. Hann segir erfitt að fullyrða nokkuð um það hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir brunann. „Af virðingu við fjölskyldu hins látna teljum við ekki rétt að við séum með getgátur um slíkt fyrr en rannsókn er lokið,“ segir Örvar. Málið sé gríðarlegur harmleikur og áfall fyrir starfsmenn sem hafi þekkt hinn látna persónulega. Vissu ekki af kvöðum um svalir Fram kemur í svörum Örvars að Alva Capital hafi keypt fasteignina að Stangarhyl 3 og 3A þann 1. júlí á síðasta ári. Þeim kaupum hafi fylgt 32 leigusamningar sem í gildi voru. Stærð húsnæðisins sé 1.505 fermetrar og var ætlun Alva Capital að breyta húsnæðinu í hótelíbúðir og vinnustofur. Var þetta starfsfólk á ykkar vegum sem bjó þarna? „Já, það bjuggu fimm manns í íbúðinni sem brann að Stangarhyl 3. Það var einn maður gestkomandi hjá þeim þessa örlaga nótt,“ skrifar Örvar í svari til fréttastofu. Hann segir að samkvæmt vitneskju fyrirtækisins búi um fimmtíu manns í Stangarhyl 3A. Eldvarnarveggur sé á milli húsanna sem hafi komið í veg fyrir að eldur breiddist út. Hann segir að ekki liggi fyrir að svo stöddu hve mikið tjón hafi hlotist af eldinum. Öðrum íbúum hafi verið útvegað hótelherbergi. Hvernig var eldvörnum háttað? „Slökkviliðið gerði úttekt á húsnæðinu stuttu eftir að við tókum það yfir og gerði nokkrar athugasemdir sem voru lagaðar. Brunaviðvörunarkerfi voru síðast tekin út 25. október af Öryggismiðstöðinni og virkuðu þau öll sem betur fer.“ Áður hefur komið fram að fyrri eigendur hússins hafi fengið samþykkta umsókn árið 2002 um að breyta efri hæð hússins í húsvarðaíbúð, með því skilyrði að byggðar yrðu svalir við húsið. Þær voru hins vegar aldrei byggðar. „Við kaupin á fasteignunum vissum við ekki af þessari kvöð og varð hún okkur fyrst ljós eftir brunann enda kom hún ekki fram í kaupsamningi.“ Ringulreið á vettvangi Áður hefur verið greint frá því að lögregla rannsaki hvort kviknað hafi í út frá þurrkara í eldhúsi hússins. Altjón varð á efri hæð hússins í brunanum en húsið var ekki samþykkt íbúðarhúsnæði. Deildarstjóri á aðgerðarsviði slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins sagði í samtali við Vísi að talsverð ringulreið hafi skapast á vettvangi þegar slökkviliðið bar að garði, þar sem ekki hafi verið ljóst hversu margir væru inni í húsinu. Þrír voru fluttir á slysadeild í kjölfar brunans. Einn slasaðist alvarlega og lá þungt haldinn á sjúkrahúsi þar til hann lést nokkrum dögum síðar.
Bruni í Stangarhyl Slökkvilið Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Leigusalar verði að átta sig á ábyrgðinni Slökkviliðsstjóri segir leigusala verða að átta sig á ábyrgð sinni þegar kemur að brunavörnum. Húsið við Stangarhyl í Árbæ, þar sem eldur kom upp í morgun, var ekki samþykkt íbúðarhúsnæði. Einn liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi vegna brunans 26. nóvember 2023 20:01 Veit ekki til þess að húsnæðið sé samþykkt til búsetu Deildarstjóri á aðgerðarsviði slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segist ekki vita til þess að húsnæðið við Stangarhyl 3 í Árbæ, þar sem eldur kom upp í morgun, sé samþykkt til búsetu. Maður á fertugsaldri er þungt haldinn. 26. nóvember 2023 11:26 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Leigusalar verði að átta sig á ábyrgðinni Slökkviliðsstjóri segir leigusala verða að átta sig á ábyrgð sinni þegar kemur að brunavörnum. Húsið við Stangarhyl í Árbæ, þar sem eldur kom upp í morgun, var ekki samþykkt íbúðarhúsnæði. Einn liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi vegna brunans 26. nóvember 2023 20:01
Veit ekki til þess að húsnæðið sé samþykkt til búsetu Deildarstjóri á aðgerðarsviði slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segist ekki vita til þess að húsnæðið við Stangarhyl 3 í Árbæ, þar sem eldur kom upp í morgun, sé samþykkt til búsetu. Maður á fertugsaldri er þungt haldinn. 26. nóvember 2023 11:26