„Hefur löngum heitið Moggalygi“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. desember 2023 10:53 Ragnar Þór Ingólfsson og Hörður Guðbrandsson. Vísir/Vilhelm Formenn Verkalýðsfélags Grindavíkur og sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur segjast vísa ávirðingum um að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafi gengið fram í offorsi í mótmælum á skrifstofu Gildis til föðurhúsanna. Um sé að ræða svokallaða „Moggalygi.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu. Forsvarsmenn Gildis lífeyrissjóðs hafa kvartað formlega undan framgöngu Ragnars í mótmælum gagnvart stjórnendum og starfsmönnum lífeyrissjóðsins. Sjálfur hafnar Ragnar Þór því alfarið og segist ekki útiloka að leita réttar síns. Geti vottað um kurteisi Ragnars „Sú ávirðing að formaðurinn hafi farið fram með offorsi vísa undirritaðir algjörlega til föðurhúsanna enda kom Ragnar Þór fram á málefnalegan og kurteisan hátt. Um það geta nokkrir tugir Grindvíkinga vottað – við höfum lista yfir þau vitni,“ stendur í yfirlýsingunni. Undir hana rita nöfn sín þeir Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur og Einar Hannes Harðarson, formaður sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur. Þeir segja það lýðræðislegan rétt sinna félagsmanna til að mótmæla. Grindvíkingar sýnt tilfinningar „Sá réttur verður ekki tekinn af okkur, ekki einu sinni af skrifstofufólki lífeyrissjóðanna; starfsfólki sem á að vinna að og tryggja hagsmuni sjóðfélaga sinna,“ segir í tilkynningunni. „Við Grindvíkingar sýndum tilfinningar á mótmælunum, og töluðum í gjallarhorn til framkvæmdastjóra Gildis. Við biðjumst velvirðingar á að því að mótmælin hafi valdið starfsfólki óþægindum.“ Löngum heitið Moggalygi Þeir segja það löngum hafa heitið Moggalygi þegar fulltrúar atvinnurekenda noti Morgunblaðið í þeim annarlega tilgangi að koma formönnum stéttarfélaga í vandræði, með hálfsannleik og jafnvel ósannsögli að vopni, líkt og gert sé á forsíðu Morgunblaðsins í dag. „Við höfnum því alfarið að umræðum um hjálp til Grindvíkinga í neyð sé drepið á dreif með upplognum ávirðingum og krefjum lífeyrissjóðina um svör vegna réttmætrar kröfu Grindvíkinga um að fella niður vexti og verðbætur af lánum í þrjá mánuði.“ Yfirlýsingin í heild sinni: Yfirlýsing vegna bréfs framkvæmdastjóra Gildis til stjórnar VR Fimmtudaginn 30. nóvember boðuðu Verkalýðsfélag Grindavíkur, Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur og VR til mótmæla við skrifstofu Gildis, lífeyrissjóðs okkar félagsfólks. Flest öll vita af hverju þau mótmæli áttu sér stað en lífeyrissjóðir landsins, sem eru í eigu launafólks, hafa neitað að koma almennilega til móts við Grindvíkinga vegna lánamála í þeim miklu hremmingum sem við förum í gegn um þessa dagana. Gildi lífeyrissjóður hefur sent stjórn VR kvörtun vegna framgöngu Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, á mótmælunum. Sú ávirðing að formaðurinn hafi farið fram með offorsi vísa undirritaðir algjörlega til föðurhúsanna enda kom Ragnar Þór fram á málefnalegan og kurteisan hátt. Um það geta nokkrir tugir Grindvíkinga vottað – við höfum lista yfir þau vitni. Það er lýðræðislegur réttur okkar að mótmæla, sá réttur verður ekki tekinn af okkur, ekki einu sinni af skrifstofufólki lífeyrissjóðanna; starfsfólki sem á að vinna að og tryggja hagsmuni sjóðfélaga sinna. Við Grindvíkingar sýndum tilfinningar á mótmælunum, og töluðum í gjallarhorn til framkvæmdastjóra Gildis. Við biðjumst velvirðingar á að því að mótmælin hafi valdið starfsfólki óþægindum. Það hefur löngum heitið Moggalygi þegar fulltrúar atvinnurekanda nota Morgunblaðið í þeim annarlega tilgangi að koma formönnum stéttarfélaga í vandræði, með hálfsannleik og jafnvel ósannsögli að vopni, eins og gert er á forsíðu Morgunblaðsins í dag. Við höfnum því alfarið að umræðum um hjálp til Grindvíkinga í neyð sé drepið á dreif með upplognum ávirðingum og krefjum lífeyrissjóðina um svör vegna réttmætrar kröfu Grindvíkinga um að fella niður vexti og verðbætur af lánum í þrjá mánuði. Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur Einar Hannes Harðarson, formaður sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Lífeyrissjóðir Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu. Forsvarsmenn Gildis lífeyrissjóðs hafa kvartað formlega undan framgöngu Ragnars í mótmælum gagnvart stjórnendum og starfsmönnum lífeyrissjóðsins. Sjálfur hafnar Ragnar Þór því alfarið og segist ekki útiloka að leita réttar síns. Geti vottað um kurteisi Ragnars „Sú ávirðing að formaðurinn hafi farið fram með offorsi vísa undirritaðir algjörlega til föðurhúsanna enda kom Ragnar Þór fram á málefnalegan og kurteisan hátt. Um það geta nokkrir tugir Grindvíkinga vottað – við höfum lista yfir þau vitni,“ stendur í yfirlýsingunni. Undir hana rita nöfn sín þeir Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur og Einar Hannes Harðarson, formaður sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur. Þeir segja það lýðræðislegan rétt sinna félagsmanna til að mótmæla. Grindvíkingar sýnt tilfinningar „Sá réttur verður ekki tekinn af okkur, ekki einu sinni af skrifstofufólki lífeyrissjóðanna; starfsfólki sem á að vinna að og tryggja hagsmuni sjóðfélaga sinna,“ segir í tilkynningunni. „Við Grindvíkingar sýndum tilfinningar á mótmælunum, og töluðum í gjallarhorn til framkvæmdastjóra Gildis. Við biðjumst velvirðingar á að því að mótmælin hafi valdið starfsfólki óþægindum.“ Löngum heitið Moggalygi Þeir segja það löngum hafa heitið Moggalygi þegar fulltrúar atvinnurekenda noti Morgunblaðið í þeim annarlega tilgangi að koma formönnum stéttarfélaga í vandræði, með hálfsannleik og jafnvel ósannsögli að vopni, líkt og gert sé á forsíðu Morgunblaðsins í dag. „Við höfnum því alfarið að umræðum um hjálp til Grindvíkinga í neyð sé drepið á dreif með upplognum ávirðingum og krefjum lífeyrissjóðina um svör vegna réttmætrar kröfu Grindvíkinga um að fella niður vexti og verðbætur af lánum í þrjá mánuði.“ Yfirlýsingin í heild sinni: Yfirlýsing vegna bréfs framkvæmdastjóra Gildis til stjórnar VR Fimmtudaginn 30. nóvember boðuðu Verkalýðsfélag Grindavíkur, Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur og VR til mótmæla við skrifstofu Gildis, lífeyrissjóðs okkar félagsfólks. Flest öll vita af hverju þau mótmæli áttu sér stað en lífeyrissjóðir landsins, sem eru í eigu launafólks, hafa neitað að koma almennilega til móts við Grindvíkinga vegna lánamála í þeim miklu hremmingum sem við förum í gegn um þessa dagana. Gildi lífeyrissjóður hefur sent stjórn VR kvörtun vegna framgöngu Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, á mótmælunum. Sú ávirðing að formaðurinn hafi farið fram með offorsi vísa undirritaðir algjörlega til föðurhúsanna enda kom Ragnar Þór fram á málefnalegan og kurteisan hátt. Um það geta nokkrir tugir Grindvíkinga vottað – við höfum lista yfir þau vitni. Það er lýðræðislegur réttur okkar að mótmæla, sá réttur verður ekki tekinn af okkur, ekki einu sinni af skrifstofufólki lífeyrissjóðanna; starfsfólki sem á að vinna að og tryggja hagsmuni sjóðfélaga sinna. Við Grindvíkingar sýndum tilfinningar á mótmælunum, og töluðum í gjallarhorn til framkvæmdastjóra Gildis. Við biðjumst velvirðingar á að því að mótmælin hafi valdið starfsfólki óþægindum. Það hefur löngum heitið Moggalygi þegar fulltrúar atvinnurekanda nota Morgunblaðið í þeim annarlega tilgangi að koma formönnum stéttarfélaga í vandræði, með hálfsannleik og jafnvel ósannsögli að vopni, eins og gert er á forsíðu Morgunblaðsins í dag. Við höfnum því alfarið að umræðum um hjálp til Grindvíkinga í neyð sé drepið á dreif með upplognum ávirðingum og krefjum lífeyrissjóðina um svör vegna réttmætrar kröfu Grindvíkinga um að fella niður vexti og verðbætur af lánum í þrjá mánuði. Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur Einar Hannes Harðarson, formaður sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur
Yfirlýsing vegna bréfs framkvæmdastjóra Gildis til stjórnar VR Fimmtudaginn 30. nóvember boðuðu Verkalýðsfélag Grindavíkur, Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur og VR til mótmæla við skrifstofu Gildis, lífeyrissjóðs okkar félagsfólks. Flest öll vita af hverju þau mótmæli áttu sér stað en lífeyrissjóðir landsins, sem eru í eigu launafólks, hafa neitað að koma almennilega til móts við Grindvíkinga vegna lánamála í þeim miklu hremmingum sem við förum í gegn um þessa dagana. Gildi lífeyrissjóður hefur sent stjórn VR kvörtun vegna framgöngu Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, á mótmælunum. Sú ávirðing að formaðurinn hafi farið fram með offorsi vísa undirritaðir algjörlega til föðurhúsanna enda kom Ragnar Þór fram á málefnalegan og kurteisan hátt. Um það geta nokkrir tugir Grindvíkinga vottað – við höfum lista yfir þau vitni. Það er lýðræðislegur réttur okkar að mótmæla, sá réttur verður ekki tekinn af okkur, ekki einu sinni af skrifstofufólki lífeyrissjóðanna; starfsfólki sem á að vinna að og tryggja hagsmuni sjóðfélaga sinna. Við Grindvíkingar sýndum tilfinningar á mótmælunum, og töluðum í gjallarhorn til framkvæmdastjóra Gildis. Við biðjumst velvirðingar á að því að mótmælin hafi valdið starfsfólki óþægindum. Það hefur löngum heitið Moggalygi þegar fulltrúar atvinnurekanda nota Morgunblaðið í þeim annarlega tilgangi að koma formönnum stéttarfélaga í vandræði, með hálfsannleik og jafnvel ósannsögli að vopni, eins og gert er á forsíðu Morgunblaðsins í dag. Við höfnum því alfarið að umræðum um hjálp til Grindvíkinga í neyð sé drepið á dreif með upplognum ávirðingum og krefjum lífeyrissjóðina um svör vegna réttmætrar kröfu Grindvíkinga um að fella niður vexti og verðbætur af lánum í þrjá mánuði. Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur Einar Hannes Harðarson, formaður sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur
Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Lífeyrissjóðir Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Sjá meira