Of lítil framleiðni er stjórnunarvandi Jón Ingi Hákonarson skrifar 5. desember 2023 08:31 Erfiðar kjarasamningsviðræður eru handan við hornið. Í aðdraganda þeirra keppast fulltrúar launþega og atvinnulífsins að útskýra vandann. Hin klassíska hagfræði segir okkur að þegar laun hækka umfram framleiðni eykst verðbólga. Hvort er vandinn ósanngjarnar kaupkröfur eða lág framleiðni? Framleiðni í atvinnulífinu er að mestu verkefni stjórnenda og eigenda fyrirtækja. Laun verða að endurspegla framfærslukostnað í samfélaginu. Fyrir fámenna þjóð í stóru landi skiptir það miklu máli að skapa hér verðmæt störf sem geta staðið undir þeim kostnaði sem því fylgir. Ábyrgð atvinnulífsins er einmitt að skapa verðmæt störf þar sem framleiðni er mikil. Ábyrgð launafólks er að uppfæra færni sína og menntun þannig að það sé tilbúið í slík störf. Það er því merkilegt þegar fulltrúar atvinnulífsins kvarta undan of lágri framleiðni í atvinnulífinu og kenna óhóflegum kaupkröfum um. Fyrir mér er slíkt vandræðalegt sjálfsmark. Það er varla merki um metnað þegar stjórnendur telja þá sjálfsögðu kröfu launafólks um að geta lifað af launum sínum vera rót framleiðnivandans. Til að gæta sanngirni þá skerðir krónan mjög samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Fjármögnunarkostnaður þeirra er a.m.k. tvöfalt hærri en í Evrópu og Bandaríkjunum. Það gerir fjárfestingu í tækni til framleiðniaukningar dýrari en þurfa þykir og hefur mikil áhrif á framleiðni. Þessi fjármagnskostnaður eykur mjög ávöxtunarkröfu á hlutafé hér á landi í samanburði við samkeppnislönd. Þetta sést glöggt þegar rýnt er í ársreikninga fyrirtækja hér á landi. Þar sést að grunnrekstur virðist víða vera í ágætu lagi en þegar kemur að fjármagnsliðum hverfur rekstrarhagnaður margra þeirra í vaxtakostnað. Því má bæta framleiðni með hagkvæmari fjárfestingum og þar með raunlaun umtalsvert með samkeppnishæfum vöxtum. Þær greinar sem geta ekki reitt sig á ódýr eða niðurgreidd aðföng hafa yfirleitt átt erfitt uppdráttar hér á landi. Eina leiðin er að lækka verðið á fjármagni. Það gerum við bara með því að taka upp nothæfan gjaldmiðil eins og Evru. Við höfum reynt allt annað. Það virðist ekki vera að virka. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Efnahagsmál Stéttarfélög Jón Ingi Hákonarson Mest lesið Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Takk fyrir vikuna Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason Skoðun Á að banna notkun gervigreindar í háskólum? Guðmundur Björnsson Skoðun Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Erfiðar kjarasamningsviðræður eru handan við hornið. Í aðdraganda þeirra keppast fulltrúar launþega og atvinnulífsins að útskýra vandann. Hin klassíska hagfræði segir okkur að þegar laun hækka umfram framleiðni eykst verðbólga. Hvort er vandinn ósanngjarnar kaupkröfur eða lág framleiðni? Framleiðni í atvinnulífinu er að mestu verkefni stjórnenda og eigenda fyrirtækja. Laun verða að endurspegla framfærslukostnað í samfélaginu. Fyrir fámenna þjóð í stóru landi skiptir það miklu máli að skapa hér verðmæt störf sem geta staðið undir þeim kostnaði sem því fylgir. Ábyrgð atvinnulífsins er einmitt að skapa verðmæt störf þar sem framleiðni er mikil. Ábyrgð launafólks er að uppfæra færni sína og menntun þannig að það sé tilbúið í slík störf. Það er því merkilegt þegar fulltrúar atvinnulífsins kvarta undan of lágri framleiðni í atvinnulífinu og kenna óhóflegum kaupkröfum um. Fyrir mér er slíkt vandræðalegt sjálfsmark. Það er varla merki um metnað þegar stjórnendur telja þá sjálfsögðu kröfu launafólks um að geta lifað af launum sínum vera rót framleiðnivandans. Til að gæta sanngirni þá skerðir krónan mjög samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Fjármögnunarkostnaður þeirra er a.m.k. tvöfalt hærri en í Evrópu og Bandaríkjunum. Það gerir fjárfestingu í tækni til framleiðniaukningar dýrari en þurfa þykir og hefur mikil áhrif á framleiðni. Þessi fjármagnskostnaður eykur mjög ávöxtunarkröfu á hlutafé hér á landi í samanburði við samkeppnislönd. Þetta sést glöggt þegar rýnt er í ársreikninga fyrirtækja hér á landi. Þar sést að grunnrekstur virðist víða vera í ágætu lagi en þegar kemur að fjármagnsliðum hverfur rekstrarhagnaður margra þeirra í vaxtakostnað. Því má bæta framleiðni með hagkvæmari fjárfestingum og þar með raunlaun umtalsvert með samkeppnishæfum vöxtum. Þær greinar sem geta ekki reitt sig á ódýr eða niðurgreidd aðföng hafa yfirleitt átt erfitt uppdráttar hér á landi. Eina leiðin er að lækka verðið á fjármagni. Það gerum við bara með því að taka upp nothæfan gjaldmiðil eins og Evru. Við höfum reynt allt annað. Það virðist ekki vera að virka. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun