Stórkostlegur áfangi í augsýn en líklega handan seilingar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. desember 2023 06:48 Al Gore hefur helgað líf sitt baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Getty/Paramount Pictures/Brendon Thorne Samkomulag ríkja heims um að hætta smám saman notkun jarðefnaeldsneytis yrði einn markverðasti atburðurinn í sögu mannkyns að sögn Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna og baráttumanns gegn loftslagsbreytingum. „Ef menn kæmust að niðurstöðu hér um að koma heimsbyggðinni á óvart með því að segja: „Ok, við erum búin að ná þessu, við erum búnir að græða nógu mikið af peningum, við munum gera það sem þarf til að gefa ungu fólki von á ný og koma í veg fyrir eins mikla þjáningu og mögulegt er og hefja þá vegferð að hætta notkun jarðefnaeldsneytis,“ þá yrði það einn markverðasti atburðurinn í sögu mannkynsins,“ sagði Gore í samtali við Guardian á Cop28 sem nú stendur yfir í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Gore fagnaði stofnun sjóðs til að aðstoða þróunarríkin við að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga en sagði fjármögnun hans ábótavant. Mælikvarðinn á árangur af Cop28 væri hins vegar einfaldur: Annað hvort myndu menn skuldbinda sig til að hætta smám saman notkun jarðefnaeldsneytis eða ekki. Rúmlega helmingur þeirra 200 ríkja sem eiga fulltrúa á Cop28 hefur gefið til kynna að þau séu reiðubúin til að styðja tillögu þess efnis að notkun jarðefnaeldsneytis verði hætt. John Kerry, sendifulltrúi Bandaríkjanna í loftslagsmálum, segir erfitt að skilja hvers vegna menn ættu að halda áfram að stunda þá iðju sem stuðlar einna mest að loftlagsbreytingum og þá hefur António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatt leiðtoga til að fylkja sér á bak við fyrrnefnda tillögu. Stjórnvöld í Kína, Rússlandi og Sádi Arabíu eru sögð vera meðal þeirra sem munu ekki samþykkja orðalag um að hætta smám saman notkun jarðefnaeldsneytis og fjöldi olíufyrirtækja sem á fulltrúa á Cop28 áætlar umfangsmiklar boranir. Gore segir það hafa verið mistök að skipa Sultan Al Jaber, forstjóra Adnoc, ríkisolíufyrirtækis Sameinuðu arabísku furstadæmana, forseta Cop28. „Ég meina, það er fáránlegt. Algjörlega út í hött.“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Bensín og olía Umhverfismál Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
„Ef menn kæmust að niðurstöðu hér um að koma heimsbyggðinni á óvart með því að segja: „Ok, við erum búin að ná þessu, við erum búnir að græða nógu mikið af peningum, við munum gera það sem þarf til að gefa ungu fólki von á ný og koma í veg fyrir eins mikla þjáningu og mögulegt er og hefja þá vegferð að hætta notkun jarðefnaeldsneytis,“ þá yrði það einn markverðasti atburðurinn í sögu mannkynsins,“ sagði Gore í samtali við Guardian á Cop28 sem nú stendur yfir í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Gore fagnaði stofnun sjóðs til að aðstoða þróunarríkin við að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga en sagði fjármögnun hans ábótavant. Mælikvarðinn á árangur af Cop28 væri hins vegar einfaldur: Annað hvort myndu menn skuldbinda sig til að hætta smám saman notkun jarðefnaeldsneytis eða ekki. Rúmlega helmingur þeirra 200 ríkja sem eiga fulltrúa á Cop28 hefur gefið til kynna að þau séu reiðubúin til að styðja tillögu þess efnis að notkun jarðefnaeldsneytis verði hætt. John Kerry, sendifulltrúi Bandaríkjanna í loftslagsmálum, segir erfitt að skilja hvers vegna menn ættu að halda áfram að stunda þá iðju sem stuðlar einna mest að loftlagsbreytingum og þá hefur António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatt leiðtoga til að fylkja sér á bak við fyrrnefnda tillögu. Stjórnvöld í Kína, Rússlandi og Sádi Arabíu eru sögð vera meðal þeirra sem munu ekki samþykkja orðalag um að hætta smám saman notkun jarðefnaeldsneytis og fjöldi olíufyrirtækja sem á fulltrúa á Cop28 áætlar umfangsmiklar boranir. Gore segir það hafa verið mistök að skipa Sultan Al Jaber, forstjóra Adnoc, ríkisolíufyrirtækis Sameinuðu arabísku furstadæmana, forseta Cop28. „Ég meina, það er fáránlegt. Algjörlega út í hött.“
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Bensín og olía Umhverfismál Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira