Stórkostlegur áfangi í augsýn en líklega handan seilingar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. desember 2023 06:48 Al Gore hefur helgað líf sitt baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Getty/Paramount Pictures/Brendon Thorne Samkomulag ríkja heims um að hætta smám saman notkun jarðefnaeldsneytis yrði einn markverðasti atburðurinn í sögu mannkyns að sögn Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna og baráttumanns gegn loftslagsbreytingum. „Ef menn kæmust að niðurstöðu hér um að koma heimsbyggðinni á óvart með því að segja: „Ok, við erum búin að ná þessu, við erum búnir að græða nógu mikið af peningum, við munum gera það sem þarf til að gefa ungu fólki von á ný og koma í veg fyrir eins mikla þjáningu og mögulegt er og hefja þá vegferð að hætta notkun jarðefnaeldsneytis,“ þá yrði það einn markverðasti atburðurinn í sögu mannkynsins,“ sagði Gore í samtali við Guardian á Cop28 sem nú stendur yfir í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Gore fagnaði stofnun sjóðs til að aðstoða þróunarríkin við að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga en sagði fjármögnun hans ábótavant. Mælikvarðinn á árangur af Cop28 væri hins vegar einfaldur: Annað hvort myndu menn skuldbinda sig til að hætta smám saman notkun jarðefnaeldsneytis eða ekki. Rúmlega helmingur þeirra 200 ríkja sem eiga fulltrúa á Cop28 hefur gefið til kynna að þau séu reiðubúin til að styðja tillögu þess efnis að notkun jarðefnaeldsneytis verði hætt. John Kerry, sendifulltrúi Bandaríkjanna í loftslagsmálum, segir erfitt að skilja hvers vegna menn ættu að halda áfram að stunda þá iðju sem stuðlar einna mest að loftlagsbreytingum og þá hefur António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatt leiðtoga til að fylkja sér á bak við fyrrnefnda tillögu. Stjórnvöld í Kína, Rússlandi og Sádi Arabíu eru sögð vera meðal þeirra sem munu ekki samþykkja orðalag um að hætta smám saman notkun jarðefnaeldsneytis og fjöldi olíufyrirtækja sem á fulltrúa á Cop28 áætlar umfangsmiklar boranir. Gore segir það hafa verið mistök að skipa Sultan Al Jaber, forstjóra Adnoc, ríkisolíufyrirtækis Sameinuðu arabísku furstadæmana, forseta Cop28. „Ég meina, það er fáránlegt. Algjörlega út í hött.“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Bensín og olía Umhverfismál Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
„Ef menn kæmust að niðurstöðu hér um að koma heimsbyggðinni á óvart með því að segja: „Ok, við erum búin að ná þessu, við erum búnir að græða nógu mikið af peningum, við munum gera það sem þarf til að gefa ungu fólki von á ný og koma í veg fyrir eins mikla þjáningu og mögulegt er og hefja þá vegferð að hætta notkun jarðefnaeldsneytis,“ þá yrði það einn markverðasti atburðurinn í sögu mannkynsins,“ sagði Gore í samtali við Guardian á Cop28 sem nú stendur yfir í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Gore fagnaði stofnun sjóðs til að aðstoða þróunarríkin við að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga en sagði fjármögnun hans ábótavant. Mælikvarðinn á árangur af Cop28 væri hins vegar einfaldur: Annað hvort myndu menn skuldbinda sig til að hætta smám saman notkun jarðefnaeldsneytis eða ekki. Rúmlega helmingur þeirra 200 ríkja sem eiga fulltrúa á Cop28 hefur gefið til kynna að þau séu reiðubúin til að styðja tillögu þess efnis að notkun jarðefnaeldsneytis verði hætt. John Kerry, sendifulltrúi Bandaríkjanna í loftslagsmálum, segir erfitt að skilja hvers vegna menn ættu að halda áfram að stunda þá iðju sem stuðlar einna mest að loftlagsbreytingum og þá hefur António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatt leiðtoga til að fylkja sér á bak við fyrrnefnda tillögu. Stjórnvöld í Kína, Rússlandi og Sádi Arabíu eru sögð vera meðal þeirra sem munu ekki samþykkja orðalag um að hætta smám saman notkun jarðefnaeldsneytis og fjöldi olíufyrirtækja sem á fulltrúa á Cop28 áætlar umfangsmiklar boranir. Gore segir það hafa verið mistök að skipa Sultan Al Jaber, forstjóra Adnoc, ríkisolíufyrirtækis Sameinuðu arabísku furstadæmana, forseta Cop28. „Ég meina, það er fáránlegt. Algjörlega út í hött.“
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Bensín og olía Umhverfismál Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira