Allt að sex ára fangelsisdómar í stóra skútumálinu Jón Þór Stefánsson og Árni Sæberg skrifa 4. desember 2023 14:59 Poul, Jonaz og Henry sögðust ekki hafa vitað af hassinu. Vísir/Vilhelm Þrír danskir ríkisborgarar voru sakfelldir í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að standa að innflutningi á 157 kílóum af hassi. Þeir sigldu frá Danmörku að Íslandi, þar sem fíkniefnin fundust, en þeir höfðu ætlað sér með þau til Grænlands. Tveir mannanna, sem báðir eru af grænlenskum uppruna, voru í skútunni. Það eru Poul Frederik Olsen 54 ára, sem hlaut sex ára fangelsisdóm, og Henry Fleischer 34 ára, sem hlaut fimm ára dóm. Þriðji maðurinn, hinn 21 árs gamli Jonaz Rud Vodder, var dæmdur í átján mánaða fangelsi, en hann kom til Íslands til að aðstoða hina tvo. Dómarnir þrír eru allir óskilorðsbundnir. Til frádráttar fangelsisvistinni kemur óslitið gæsluvarðhald sem mennirnir hafa sætt frá 24. júní síðastliðnum. Þeir voru dæmdir til að greiða á bilinu þrjár til fimm milljónir króna í málskostnað sem og óskipt fjórar milljónir króna í annan sakarkostnað. Þá var fallist á upptökukröfu eins og hún var sett fram í ákæru. Í aðalmeðferð málsins viðurkenndu mennirnir að miklu leyti sinn þátt í smyglinu, en vildu þó meina að þeir hefðu ekki verið meðvitaðir um fíkniefnin í skútunni. Eitthvað illt um borð í skútunni Poul hélt því fram að hann hefði verið ómeðvitaður um efnin. Leynihólf hefði verið útbúið í skútunni þegar hann hafi verið fjarverandi. Hólfið hafi vakið athygli hans og hann reynt að skoða það, en ekki tekist það almennilega. Efnin fundust í umræddu leynihólfi. Hann viðurkenndi að í sjóferðinni hefði hann verið taugaveiklaður vegna hólfsins. Honum hafi liðið eins og það væri eitthvað illt innan í því. Honum hefði þó ekki órað fyrir því að um borð væru fíkniefni. Líklegra væri að sælgæti, tóbak eða áfengi væru þar. Fyrir dómi sýndi saksóknari Henry Fleischer mynd sem fannst í síma hans. Myndin var óskýr, en sýndi eitthvað sem svipaði til pakkninganna sem hassið fannst í. Pakkningarnar á myndinni voru svartar, hver og ein með eins konar merkimiða límdan eða festan á sig. Þessir miðar á pakkningunum voru margir og ólíkir. Erfitt var að greina hvað væri á þeim. Henry sagðist hafa fengið ljósmyndina, sem virtist sýna pakkningarnar, senda í gegnum Messenger og sagðist ekki vita hvers vegna. Þá gat hann ekki sagt hvað var á henni. Sagði Íslandsförina leggja líf sitt í rúst Jonaz viðurkenndi í aðalmeðferð málsins að það hafi verið heimskulegt af hans hálfu að fara til Íslands. Hann vildi þó meina að hann hefði ekki farið hefði hann vitað af fíkniefnunum. „Þetta hefur kostað mig íbúð, bíl, vináttu og eiginlega allt sem ég átti heima, líka vinnuna,“ sagði hann og bætti við að samband hans við kærustu sína væri í lausu lofti. Aðspurður um hvers vegna hann hafi farið í ferðina sagðist Jonaz hafa vonast eftir því að fá eitthvað fyrir sinn þátt. Hann sagði sig og kærustu sína hafa lent í útistöðum við óprúttna aðila, vegna þess að hann hafi „tekið“ kærustuna af einum þeirra. Svo virðist sem Jonaz hafi staðið í þeirri trú um að hann myndi leysa þessar deilur með Íslandsförinni. Samskipti milli hans og kærustunnar voru reifuð fyrir dómi. „Þú gerir bara það sem þú þarft að gera, ástin mín,“ voru á meðal skilaboð hennar til hans. Dómsmál Skútumálið 2023 Fíkniefnabrot Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Þeir sigldu frá Danmörku að Íslandi, þar sem fíkniefnin fundust, en þeir höfðu ætlað sér með þau til Grænlands. Tveir mannanna, sem báðir eru af grænlenskum uppruna, voru í skútunni. Það eru Poul Frederik Olsen 54 ára, sem hlaut sex ára fangelsisdóm, og Henry Fleischer 34 ára, sem hlaut fimm ára dóm. Þriðji maðurinn, hinn 21 árs gamli Jonaz Rud Vodder, var dæmdur í átján mánaða fangelsi, en hann kom til Íslands til að aðstoða hina tvo. Dómarnir þrír eru allir óskilorðsbundnir. Til frádráttar fangelsisvistinni kemur óslitið gæsluvarðhald sem mennirnir hafa sætt frá 24. júní síðastliðnum. Þeir voru dæmdir til að greiða á bilinu þrjár til fimm milljónir króna í málskostnað sem og óskipt fjórar milljónir króna í annan sakarkostnað. Þá var fallist á upptökukröfu eins og hún var sett fram í ákæru. Í aðalmeðferð málsins viðurkenndu mennirnir að miklu leyti sinn þátt í smyglinu, en vildu þó meina að þeir hefðu ekki verið meðvitaðir um fíkniefnin í skútunni. Eitthvað illt um borð í skútunni Poul hélt því fram að hann hefði verið ómeðvitaður um efnin. Leynihólf hefði verið útbúið í skútunni þegar hann hafi verið fjarverandi. Hólfið hafi vakið athygli hans og hann reynt að skoða það, en ekki tekist það almennilega. Efnin fundust í umræddu leynihólfi. Hann viðurkenndi að í sjóferðinni hefði hann verið taugaveiklaður vegna hólfsins. Honum hafi liðið eins og það væri eitthvað illt innan í því. Honum hefði þó ekki órað fyrir því að um borð væru fíkniefni. Líklegra væri að sælgæti, tóbak eða áfengi væru þar. Fyrir dómi sýndi saksóknari Henry Fleischer mynd sem fannst í síma hans. Myndin var óskýr, en sýndi eitthvað sem svipaði til pakkninganna sem hassið fannst í. Pakkningarnar á myndinni voru svartar, hver og ein með eins konar merkimiða límdan eða festan á sig. Þessir miðar á pakkningunum voru margir og ólíkir. Erfitt var að greina hvað væri á þeim. Henry sagðist hafa fengið ljósmyndina, sem virtist sýna pakkningarnar, senda í gegnum Messenger og sagðist ekki vita hvers vegna. Þá gat hann ekki sagt hvað var á henni. Sagði Íslandsförina leggja líf sitt í rúst Jonaz viðurkenndi í aðalmeðferð málsins að það hafi verið heimskulegt af hans hálfu að fara til Íslands. Hann vildi þó meina að hann hefði ekki farið hefði hann vitað af fíkniefnunum. „Þetta hefur kostað mig íbúð, bíl, vináttu og eiginlega allt sem ég átti heima, líka vinnuna,“ sagði hann og bætti við að samband hans við kærustu sína væri í lausu lofti. Aðspurður um hvers vegna hann hafi farið í ferðina sagðist Jonaz hafa vonast eftir því að fá eitthvað fyrir sinn þátt. Hann sagði sig og kærustu sína hafa lent í útistöðum við óprúttna aðila, vegna þess að hann hafi „tekið“ kærustuna af einum þeirra. Svo virðist sem Jonaz hafi staðið í þeirri trú um að hann myndi leysa þessar deilur með Íslandsförinni. Samskipti milli hans og kærustunnar voru reifuð fyrir dómi. „Þú gerir bara það sem þú þarft að gera, ástin mín,“ voru á meðal skilaboð hennar til hans.
Dómsmál Skútumálið 2023 Fíkniefnabrot Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira