„Ég get ekki lifað án fjölskyldu minnar“ Lovísa Arnardóttir skrifar 29. nóvember 2023 19:57 Hussein líður eins og hann sé í martröð. Óvissan sé óbærileg. Vísir/Vilhelm Hussein Hussein óttast hvað verði um hann þegar fjölskyldan hans fer til Grikklands á laugardag. Hann er í hjólastól og þarf mikla aðstoð við dagleg verk. Honum hefur ekki verið tryggð fullnægjandi aðstoð við brottför fjölskyldu sinnar sem hingað til hefur séð um alla aðstoð við hann. Hussein er 29 ára gamall og er frá Írak. Hann hefur búið á Íslandi síðustu þrjú árin. Hann, og fjölskylda hans, hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd hérna en hafa kært niðurstöðuna til íslenskra dómstóla. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að á meðan þau bíða niðurstöðu þar megi ekki vísa Hussein úr landi en það megi vísa fjölskyldu hans þangað, og því fara þau til Grikklands á laugardag. „Mér líður eins og ég sé í martröð og ég veit ekki hvað verður um mig í framtíðinni. Ég hef orðið fyrir svo miklum vonbrigðum,“ segir Hussein aðspurður hvernig honum líði. Hann er í hjólastól og þarf aðstoð með flest dagleg verk. Þroskahjálp og ÖBÍ hafa bæði fordæmt aðskilnað hans frá fjölskyldu hans í vikunni og segja það ómannúðlegt. Fjölskylda hans óttast mjög hvað verði um hann þegar hann fer en hann hefur enn engin svör fengið frá Útlendingastofnun eða félagsþjónustunni um það hvað taki við þegar fjölskylda hans fer á laugardag. „Mamma fékk í dag tölvupóst frá Útlendingastofnun þar sem henni var sagt að hafa samband við félagsþjónustuna. Þau ætluðu að hjálpa syni hennar og séu með plan fyrir hann. Við hringdum í félagsráðgjafann sem sagðist ekki hafa heyrt af neinu plani og að Útlendingastofnun hefði ekki látið þau vita af því.“ Hussein segir ástand sitt hafa versnað mikið frá því hann kom til landsins, Hann óttast hvað tekur við eftir að fjölskylda hans fer. „Fjölskyldan hjálpar mér með allt frá þeim sem þegar ég vakna. Þau hjálpa mér í og úr hjólastólnum, að borða og elda. Þau hjálpa mér með allt,“ segir Hussein og að tilhugsunin um að vera einn eftir á Íslandi sé hrikaleg. Hann hafi aldrei verið einn og vilji alls ekki vera án fjölskyldu sinnar. Hussein með fjölskyldu sinni. Þeim Sajjad Hussein, Yasameen Hussein, Maysoon Al Saedi og Zahraa Hussein.Vísir/Vilhelm Hann segir sína helstu ósk að geta lifað eðlilegu lífi á Íslandi og vonar að yfirvöld endurskoði ákvörðun sína. „Ég vona að íslensk yfirvöld skoði mál mitt út frá mannréttindum. Ég get ekki lifað án fjölskyldu minnar og ég get ekki farið til Grikklands því ég mun deyja ef ég hef ekki aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Ég vona að ég og fjölskylda mín munum geta búið hér saman. Við eigum marga vini og ég get ekki ímyndað mér lífið án þeirra.“ Mál Hussein Hussein Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Írak Grikkland Stjórnsýsla Dómsmál Tengdar fréttir Flutningi Hussein fjölskyldunnar frestað til laugardags Fjölskylda Hussein Hussein flýgur til Grikklands á laugardag. Þeim hafði áður verið tilkynnt að þau myndu fara í dag. Hussein verður einn eftir á landinu en það er samkvæmt ákvörðun Mannréttindadómstóls Evrópu. Landsréttur á enn eftir að úrskurða í máli fjölskyldunnar. 28. nóvember 2023 14:34 Mannréttindadómstóllinn frestar brottflutningi Husseins og fjölskyldu Mannréttindadómstóll Evrópu kvað í dag upp úrskurð þess efnis að ekki mætti vísa Hussein Hussein og fjölskyldu af landi brott fyrr en í fyrsta lagi 21. nóvember næstkomandi. 31. október 2023 18:17 „Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar“ Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi. 20. júlí 2023 19:18 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Sjá meira
Hussein er 29 ára gamall og er frá Írak. Hann hefur búið á Íslandi síðustu þrjú árin. Hann, og fjölskylda hans, hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd hérna en hafa kært niðurstöðuna til íslenskra dómstóla. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að á meðan þau bíða niðurstöðu þar megi ekki vísa Hussein úr landi en það megi vísa fjölskyldu hans þangað, og því fara þau til Grikklands á laugardag. „Mér líður eins og ég sé í martröð og ég veit ekki hvað verður um mig í framtíðinni. Ég hef orðið fyrir svo miklum vonbrigðum,“ segir Hussein aðspurður hvernig honum líði. Hann er í hjólastól og þarf aðstoð með flest dagleg verk. Þroskahjálp og ÖBÍ hafa bæði fordæmt aðskilnað hans frá fjölskyldu hans í vikunni og segja það ómannúðlegt. Fjölskylda hans óttast mjög hvað verði um hann þegar hann fer en hann hefur enn engin svör fengið frá Útlendingastofnun eða félagsþjónustunni um það hvað taki við þegar fjölskylda hans fer á laugardag. „Mamma fékk í dag tölvupóst frá Útlendingastofnun þar sem henni var sagt að hafa samband við félagsþjónustuna. Þau ætluðu að hjálpa syni hennar og séu með plan fyrir hann. Við hringdum í félagsráðgjafann sem sagðist ekki hafa heyrt af neinu plani og að Útlendingastofnun hefði ekki látið þau vita af því.“ Hussein segir ástand sitt hafa versnað mikið frá því hann kom til landsins, Hann óttast hvað tekur við eftir að fjölskylda hans fer. „Fjölskyldan hjálpar mér með allt frá þeim sem þegar ég vakna. Þau hjálpa mér í og úr hjólastólnum, að borða og elda. Þau hjálpa mér með allt,“ segir Hussein og að tilhugsunin um að vera einn eftir á Íslandi sé hrikaleg. Hann hafi aldrei verið einn og vilji alls ekki vera án fjölskyldu sinnar. Hussein með fjölskyldu sinni. Þeim Sajjad Hussein, Yasameen Hussein, Maysoon Al Saedi og Zahraa Hussein.Vísir/Vilhelm Hann segir sína helstu ósk að geta lifað eðlilegu lífi á Íslandi og vonar að yfirvöld endurskoði ákvörðun sína. „Ég vona að íslensk yfirvöld skoði mál mitt út frá mannréttindum. Ég get ekki lifað án fjölskyldu minnar og ég get ekki farið til Grikklands því ég mun deyja ef ég hef ekki aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Ég vona að ég og fjölskylda mín munum geta búið hér saman. Við eigum marga vini og ég get ekki ímyndað mér lífið án þeirra.“
Mál Hussein Hussein Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Írak Grikkland Stjórnsýsla Dómsmál Tengdar fréttir Flutningi Hussein fjölskyldunnar frestað til laugardags Fjölskylda Hussein Hussein flýgur til Grikklands á laugardag. Þeim hafði áður verið tilkynnt að þau myndu fara í dag. Hussein verður einn eftir á landinu en það er samkvæmt ákvörðun Mannréttindadómstóls Evrópu. Landsréttur á enn eftir að úrskurða í máli fjölskyldunnar. 28. nóvember 2023 14:34 Mannréttindadómstóllinn frestar brottflutningi Husseins og fjölskyldu Mannréttindadómstóll Evrópu kvað í dag upp úrskurð þess efnis að ekki mætti vísa Hussein Hussein og fjölskyldu af landi brott fyrr en í fyrsta lagi 21. nóvember næstkomandi. 31. október 2023 18:17 „Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar“ Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi. 20. júlí 2023 19:18 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Sjá meira
Flutningi Hussein fjölskyldunnar frestað til laugardags Fjölskylda Hussein Hussein flýgur til Grikklands á laugardag. Þeim hafði áður verið tilkynnt að þau myndu fara í dag. Hussein verður einn eftir á landinu en það er samkvæmt ákvörðun Mannréttindadómstóls Evrópu. Landsréttur á enn eftir að úrskurða í máli fjölskyldunnar. 28. nóvember 2023 14:34
Mannréttindadómstóllinn frestar brottflutningi Husseins og fjölskyldu Mannréttindadómstóll Evrópu kvað í dag upp úrskurð þess efnis að ekki mætti vísa Hussein Hussein og fjölskyldu af landi brott fyrr en í fyrsta lagi 21. nóvember næstkomandi. 31. október 2023 18:17
„Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar“ Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi. 20. júlí 2023 19:18
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu