„Ég get ekki lifað án fjölskyldu minnar“ Lovísa Arnardóttir skrifar 29. nóvember 2023 19:57 Hussein líður eins og hann sé í martröð. Óvissan sé óbærileg. Vísir/Vilhelm Hussein Hussein óttast hvað verði um hann þegar fjölskyldan hans fer til Grikklands á laugardag. Hann er í hjólastól og þarf mikla aðstoð við dagleg verk. Honum hefur ekki verið tryggð fullnægjandi aðstoð við brottför fjölskyldu sinnar sem hingað til hefur séð um alla aðstoð við hann. Hussein er 29 ára gamall og er frá Írak. Hann hefur búið á Íslandi síðustu þrjú árin. Hann, og fjölskylda hans, hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd hérna en hafa kært niðurstöðuna til íslenskra dómstóla. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að á meðan þau bíða niðurstöðu þar megi ekki vísa Hussein úr landi en það megi vísa fjölskyldu hans þangað, og því fara þau til Grikklands á laugardag. „Mér líður eins og ég sé í martröð og ég veit ekki hvað verður um mig í framtíðinni. Ég hef orðið fyrir svo miklum vonbrigðum,“ segir Hussein aðspurður hvernig honum líði. Hann er í hjólastól og þarf aðstoð með flest dagleg verk. Þroskahjálp og ÖBÍ hafa bæði fordæmt aðskilnað hans frá fjölskyldu hans í vikunni og segja það ómannúðlegt. Fjölskylda hans óttast mjög hvað verði um hann þegar hann fer en hann hefur enn engin svör fengið frá Útlendingastofnun eða félagsþjónustunni um það hvað taki við þegar fjölskylda hans fer á laugardag. „Mamma fékk í dag tölvupóst frá Útlendingastofnun þar sem henni var sagt að hafa samband við félagsþjónustuna. Þau ætluðu að hjálpa syni hennar og séu með plan fyrir hann. Við hringdum í félagsráðgjafann sem sagðist ekki hafa heyrt af neinu plani og að Útlendingastofnun hefði ekki látið þau vita af því.“ Hussein segir ástand sitt hafa versnað mikið frá því hann kom til landsins, Hann óttast hvað tekur við eftir að fjölskylda hans fer. „Fjölskyldan hjálpar mér með allt frá þeim sem þegar ég vakna. Þau hjálpa mér í og úr hjólastólnum, að borða og elda. Þau hjálpa mér með allt,“ segir Hussein og að tilhugsunin um að vera einn eftir á Íslandi sé hrikaleg. Hann hafi aldrei verið einn og vilji alls ekki vera án fjölskyldu sinnar. Hussein með fjölskyldu sinni. Þeim Sajjad Hussein, Yasameen Hussein, Maysoon Al Saedi og Zahraa Hussein.Vísir/Vilhelm Hann segir sína helstu ósk að geta lifað eðlilegu lífi á Íslandi og vonar að yfirvöld endurskoði ákvörðun sína. „Ég vona að íslensk yfirvöld skoði mál mitt út frá mannréttindum. Ég get ekki lifað án fjölskyldu minnar og ég get ekki farið til Grikklands því ég mun deyja ef ég hef ekki aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Ég vona að ég og fjölskylda mín munum geta búið hér saman. Við eigum marga vini og ég get ekki ímyndað mér lífið án þeirra.“ Mál Hussein Hussein Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Írak Grikkland Stjórnsýsla Dómsmál Tengdar fréttir Flutningi Hussein fjölskyldunnar frestað til laugardags Fjölskylda Hussein Hussein flýgur til Grikklands á laugardag. Þeim hafði áður verið tilkynnt að þau myndu fara í dag. Hussein verður einn eftir á landinu en það er samkvæmt ákvörðun Mannréttindadómstóls Evrópu. Landsréttur á enn eftir að úrskurða í máli fjölskyldunnar. 28. nóvember 2023 14:34 Mannréttindadómstóllinn frestar brottflutningi Husseins og fjölskyldu Mannréttindadómstóll Evrópu kvað í dag upp úrskurð þess efnis að ekki mætti vísa Hussein Hussein og fjölskyldu af landi brott fyrr en í fyrsta lagi 21. nóvember næstkomandi. 31. október 2023 18:17 „Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar“ Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi. 20. júlí 2023 19:18 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Sjá meira
Hussein er 29 ára gamall og er frá Írak. Hann hefur búið á Íslandi síðustu þrjú árin. Hann, og fjölskylda hans, hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd hérna en hafa kært niðurstöðuna til íslenskra dómstóla. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að á meðan þau bíða niðurstöðu þar megi ekki vísa Hussein úr landi en það megi vísa fjölskyldu hans þangað, og því fara þau til Grikklands á laugardag. „Mér líður eins og ég sé í martröð og ég veit ekki hvað verður um mig í framtíðinni. Ég hef orðið fyrir svo miklum vonbrigðum,“ segir Hussein aðspurður hvernig honum líði. Hann er í hjólastól og þarf aðstoð með flest dagleg verk. Þroskahjálp og ÖBÍ hafa bæði fordæmt aðskilnað hans frá fjölskyldu hans í vikunni og segja það ómannúðlegt. Fjölskylda hans óttast mjög hvað verði um hann þegar hann fer en hann hefur enn engin svör fengið frá Útlendingastofnun eða félagsþjónustunni um það hvað taki við þegar fjölskylda hans fer á laugardag. „Mamma fékk í dag tölvupóst frá Útlendingastofnun þar sem henni var sagt að hafa samband við félagsþjónustuna. Þau ætluðu að hjálpa syni hennar og séu með plan fyrir hann. Við hringdum í félagsráðgjafann sem sagðist ekki hafa heyrt af neinu plani og að Útlendingastofnun hefði ekki látið þau vita af því.“ Hussein segir ástand sitt hafa versnað mikið frá því hann kom til landsins, Hann óttast hvað tekur við eftir að fjölskylda hans fer. „Fjölskyldan hjálpar mér með allt frá þeim sem þegar ég vakna. Þau hjálpa mér í og úr hjólastólnum, að borða og elda. Þau hjálpa mér með allt,“ segir Hussein og að tilhugsunin um að vera einn eftir á Íslandi sé hrikaleg. Hann hafi aldrei verið einn og vilji alls ekki vera án fjölskyldu sinnar. Hussein með fjölskyldu sinni. Þeim Sajjad Hussein, Yasameen Hussein, Maysoon Al Saedi og Zahraa Hussein.Vísir/Vilhelm Hann segir sína helstu ósk að geta lifað eðlilegu lífi á Íslandi og vonar að yfirvöld endurskoði ákvörðun sína. „Ég vona að íslensk yfirvöld skoði mál mitt út frá mannréttindum. Ég get ekki lifað án fjölskyldu minnar og ég get ekki farið til Grikklands því ég mun deyja ef ég hef ekki aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Ég vona að ég og fjölskylda mín munum geta búið hér saman. Við eigum marga vini og ég get ekki ímyndað mér lífið án þeirra.“
Mál Hussein Hussein Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Írak Grikkland Stjórnsýsla Dómsmál Tengdar fréttir Flutningi Hussein fjölskyldunnar frestað til laugardags Fjölskylda Hussein Hussein flýgur til Grikklands á laugardag. Þeim hafði áður verið tilkynnt að þau myndu fara í dag. Hussein verður einn eftir á landinu en það er samkvæmt ákvörðun Mannréttindadómstóls Evrópu. Landsréttur á enn eftir að úrskurða í máli fjölskyldunnar. 28. nóvember 2023 14:34 Mannréttindadómstóllinn frestar brottflutningi Husseins og fjölskyldu Mannréttindadómstóll Evrópu kvað í dag upp úrskurð þess efnis að ekki mætti vísa Hussein Hussein og fjölskyldu af landi brott fyrr en í fyrsta lagi 21. nóvember næstkomandi. 31. október 2023 18:17 „Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar“ Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi. 20. júlí 2023 19:18 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Sjá meira
Flutningi Hussein fjölskyldunnar frestað til laugardags Fjölskylda Hussein Hussein flýgur til Grikklands á laugardag. Þeim hafði áður verið tilkynnt að þau myndu fara í dag. Hussein verður einn eftir á landinu en það er samkvæmt ákvörðun Mannréttindadómstóls Evrópu. Landsréttur á enn eftir að úrskurða í máli fjölskyldunnar. 28. nóvember 2023 14:34
Mannréttindadómstóllinn frestar brottflutningi Husseins og fjölskyldu Mannréttindadómstóll Evrópu kvað í dag upp úrskurð þess efnis að ekki mætti vísa Hussein Hussein og fjölskyldu af landi brott fyrr en í fyrsta lagi 21. nóvember næstkomandi. 31. október 2023 18:17
„Ef við förum aftur til Grikklands bíður dauðinn okkar“ Framkvæmdastjóri hjálparsamtaka gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vísa á ný barnafjölskyldum á flótta til Grikklands. Aðstæður þar í landi hafi ekkert breyst. Palestínsk fjölskylda sem bíður brottvísunar líkir flóttamannabúðunum í Grikklandi við fangelsi. 20. júlí 2023 19:18